
Valentin Pintilie hefur verið dæmdur í fangelsi af Héraðsdómi Suðurlands en dómur þess efnis var birtur fyrir stuttu.
Hann var ákærður fyrir líkamsárás með því að hafa, laugardaginn 16. desember 2023, við Helgafellsvöll í Vestmannaeyjum, veist að manni, og slegið hann að minnsta kosti tveimur hnefahöggum í andlitið og einu í vinstri síðuna, allt með þeim afleiðingum að maðurinn hlaut 1 cm laceration á húð á hægra augnloki svo sauma þurfti tvö spor og eymsli yfir neðstu rifbeinum í vinstri síðu.
Hann var einnig ákærður fyrir nytjastuld og umferðarlagabrot með því að hafa, sunnudaginn 6. október 2024, í heimildarleysi notað bíl sem var lagt í bifreiðarstæði við Helgafell í Vestmannaeyjum og ekið henni um götur Vestmannaeyjabæjar og sem leið lá um Eldfellsveg í Vestmannaeyjum án tilskilinna ökuréttinda og ófær um að stjórna bifreiðinni örugglega vegna áhrifa áfengis en akstrinum lauk er bifreiðin valt á hliðina á Eldfellsvegi.
Valentin játaði brot sitt en hann hafði ekki áður gerst sekur um refsivert athæfi.
Hann var dæmdur í 60 daga og dómurinn skilorðsbundinn til tveggja ára. Þá þarf hann að greiða 280.000 krónur í sekt til ríkissjóðs innan fjögurra vikna frá birtingu dóms þessa en sæti ella fangelsi í 20 daga. Einnig var hann sviptur ökurétti í þrjú ár.

Komment