Reykvíkingur á þrítugsaldri hefur verið ákærður fyrir fjársvik.
Í ákærunni er greint frá því að maðurinn hafi blekkt tvo karlmenn til þess að afhenta sér 993.892 krónur og talið þeim trú um að fjármunirnir yrðu nýttir sem endurgjald fyrir vinnu og efniskostnað vegna viðhalds á fasteign í þeirra eigu, en ákærði styrkti hugmyndir fyrrnefndra aðila um að hann myndi taka að sér viðgerðir með því að senda tilboð í verkið með tölvupósti og upplýsingum um að greiða þyrfti hluta verðsins fyrirfram en framkvæmdir hófust aldrei og nýtti ákærði fjármunina í eigin þágu en framangreind upphæð hafði verið millifærð á reikning í eigu ákærða.
Það er Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu sem er ákærandi í málinu og verður málið tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 10. mars.
Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar.

Komment