Reykjavíkurborg hefur gefið út 71.312 stöðumælasektir fyrstu tíu mánuði ársins en þetta kemur fram í svari borgarinnar við fyrirspurn Mannlífs.
Flestar stöðumælasektirnar komu í október samkvæmt borginni en voru þær 10.181 talsins en skrifaðar voru rúmlega 235 sektir á hverjum degi að meðaltali. Fæstar stöðumælasektirnar komu í ágúst en þá voru þær aðeins 5.385. Kostar slíkt sekt 4.500 krónur en ef gjaldið er greitt innan þriggja virkra daga frá álagningu er gefinn staðgreiðsluafsláttur sem nemur 1.100 krónum.
Á sama tímabili hefur borgin sektað 15.273 sinnum fyrir stöðubrot. Þetta gjald er lagt á bíl þegar stöðvað eða lagt er undir bannmerki, á gangstétt, göngugötu, of nærri gangbraut eða við aðrar aðstæður þar sem ekki má leggja. Sami afsláttur er veittur af þessu gjaldi og á stöðumælabroti sé greitt innan þriggja daga.
Fæst stöðubrot voru framin í júlí en þá voru þau 1.008 en flest í febrúar þegar þau voru 1.928.


Komment