1
Pólitík

„Bless bless Samfylking“

2
Pólitík

Stefán sakar Ingu Sæland um lygar

3
Innlent

Hjálmtýr hjólar í Stefán Einar

4
Innlent

Þrír handteknir grunaðir um að kveikja í einbýlishúsi

5
Pólitík

Kristrún varar við sundrungu í umræðu um innflytjendamál

6
Innlent

Ugla Stefánía segir ótta við gistiskýli byggður á fordómum

7
Heimur

Sakar Ísrael um áform um nauðungarflutning Palestínumanna til Sómalílands

8
Innlent

Dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir innflutning á kókaíni í vökvaformi

Til baka

Rob opnaði sig um djúpstæðan ótta rétt fyrir morðin

Sonur Rob Reiner sýndi af sér andfélagslega hegðun í jólaboði Conan O´brien.

Reiner-fjölskyldan
Michele, Rob og Nick ReinerNokkrum klukkustundum eftir rifrildið voru Michele og Rob látin
Mynd: MICHAEL BUCKNER / GETTY IMAGES VIA AFP

Aðeins nokkrum klukkustundum áður en hann og eiginkona hans, Michele Singer Reiner, voru myrt á hrottalegan hátt á heimili sínu í Brentwood, ræddi hinn goðsagnakenndi kvikmyndaleikstjóri Rob Reiner við vini sína um sáran og djúpan ótta sem nagaði hann.

Reiner, sem var ein helsta stórstjarna Hollywood, naut mikillar hylli um allan heim fyrir leikstjórn á kvikmyndaklassíkum á borð við When Harry Met Sally, Stand By Me og The Princess Bride. Andlát hins 78 ára Reiner, hefur vakið mikla sorg meðal kvikmyndaunnenda víða um heim.

Lík Robs og eiginkonu hans, ljósmyndarans Michele Singer Reiner, 68 ára, fundust á heimili þeirra í Brentwood sunnudaginn 14. desember 2025. Það var dóttir þeirra, Romy, sem fann þau við hræðilegar aðstæður. Bæði höfðu þau hlotið margvísleg stungusár. Daginn eftir var tilkynnt að miðsonur hjónanna, Nick, hefði verið handtekinn grunaður um tvöföldu morðin á foreldrum sínum.

Rannsakendur lögreglunnar í Los Angeles segja að niðurstaða rannsóknarinnar sé sú að hjónin hafi verið myrt og að Nick beri ábyrgð á dauða þeirra. Gert er ráð fyrir að hinn 32 ára gamli Nick, sem hefur glímt við fíkniefnavanda frá unglingsaldri, komi fyrir dóm síðar í dag klukkan 8:30 að staðartíma í Los Angeles.

Á sama tíma hafa vinir og kunningjar Robs og Michele varpað ljósi á áhyggjur þeirra síðustu klukkustundirnar áður en þau létust. Þau höfðu eytt laugardagskvöldinu í jólaboði sem sjónvarpsmaðurinn Conan O’Brien hélt, þar sem fjöldi þekktra gesta var viðstaddur.

Rob og Michele mættu í boðið ásamt syni sínum Nick, sem vakti óþægilega athygli, samkvæmt heimildum People. Heimildarmaður segir: „Nick var að fæla fólk frá sér, hegðaði sér undarlega og spurði fólk ítrekað hvort það væri frægt.“ Foreldrarnir og sonurinn munu hafa lent í „mjög háværum rifrildum“, að sögn, sem snerust meðal annars um vímuefnaneyslu Nicks og tregðu hans til að leita sér frekari meðferðar.

Nick fór fyrst í meðferð aðeins 15 ára gamall og sú meðferð var sú fyrsta af sautján. Hegðun hans þetta kvöld vakti miklar áhyggjur foreldra hans. Vinur fjölskyldunnar, sem býr nærri heimili þeirra, sagði við New York Post: „Þau höfðu rifist í jólaboði Conans og Rob var að segja fólki að þau væru hrædd um Nick og óttuðust að andlegt ástand hans væri að versna.“

Þrátt fyrir að Nick hafi að sögn reynt að hætta neyslu, er talið að hann hafi ekki verið allur þar sem hann átti að sér að vera, og það hafi komið upp í jólaboðinu. Annar vinur fjölskyldunnar segir: „Ég veit að foreldrarnir vildu að hann færi í meðferð, á stofnun, en hann vildi fá hjálp heima hjá sér. Þetta hafa þau deilt um í mörg ár.“

NBC greinir frá því að Nick hafi orðið „órólegur og æstur“ þegar foreldrar hans ræddu áhyggjur sínar af heilsu hans í jólaboðinu. Heimildir Rolling Stone segja að hann hafi sýnt af sér andfélagslega hegðun, meðal annars með því að stara á fólk. Talið er að Rob hafi tekið Nick með sér í boðið til að „hafa auga með honum“. Eftir rifrildið yfirgáfu hjónin boðið. Nokkrum klukkustundum síðar voru þau látin.

Nick innritaði sig síðar á Pierside-hótelið í Santa Monica þar sem starfsfólk fann sturtu „fulla af blóði“ og blóðslóð sem lá frá rúmi herbergisins. Gluggi hafði verið hulinn með rúmfötum. Nick var síðar handtekinn á neðanjarðarlestarstöð í Exposition Park, nærri háskólasvæði University of Southern California, um 15 kílómetrum frá heimili foreldra hans.

Nær áratug áður en Nick var handtekinn vegna morðanna á Rob og Michele hafði hann greint frá því í hlaðvarpi árið 2018 að hann hefði rústað gestahúsi foreldra sinna undir áhrifum metamfetamíns. „Ég var gjörsamlega á yfirsnúningi á örvandi efnum, ég held að það hafi verið kókaín og eitthvað annað, og var vakandi dögum saman,“ sagði hann. „Ég byrjaði á sjónvarpinu, síðan lampanum, og að lokum var allt í gestahúsinu eyðilagt.“

Þegar hann var spurður hvort einhver rökvísi hefði verið að baki hegðuninni svaraði hann að hann hefði verið í „galnu ástandi“. Hann sagði einnig að foreldrar hans hefðu áður sagt honum að hann „yrði að fara“.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Hjálmtýr hjólar í Stefán Einar
Innlent

Hjálmtýr hjólar í Stefán Einar

„Allt fólk með óbrenglaða réttlætiskennd fordæmir kúgunina í Íran - en gleymir ekki kúguninni í Ísrael - sem SES styður.“
Kristrún varar við sundrungu í umræðu um innflytjendamál
Pólitík

Kristrún varar við sundrungu í umræðu um innflytjendamál

Dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir innflutning á kókaíni í vökvaformi
Innlent

Dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir innflutning á kókaíni í vökvaformi

Stefán sakar Ingu Sæland um lygar
Pólitík

Stefán sakar Ingu Sæland um lygar

Sakar Ísrael um áform um nauðungarflutning Palestínumanna til Sómalílands
Heimur

Sakar Ísrael um áform um nauðungarflutning Palestínumanna til Sómalílands

Ugla Stefánía segir ótta við gistiskýli byggður á fordómum
Innlent

Ugla Stefánía segir ótta við gistiskýli byggður á fordómum

„Bless bless Samfylking“
Pólitík

„Bless bless Samfylking“

Þrír handteknir grunaðir um að kveikja í einbýlishúsi
Innlent

Þrír handteknir grunaðir um að kveikja í einbýlishúsi

Leitað að 53 ára konu sem hvarf á Tenerife
Heimur

Leitað að 53 ára konu sem hvarf á Tenerife

Segir Dani eiga krók á móti bragði gagnvart Bandaríkjunum
Innlent

Segir Dani eiga krók á móti bragði gagnvart Bandaríkjunum

Viðskiptavinir snéru niður mann sem réðst á starfsmann Nettó
Innlent

Viðskiptavinir snéru niður mann sem réðst á starfsmann Nettó

Grafa fengin í leitina að Hönnu
Heimur

Grafa fengin í leitina að Hönnu

Vilhelm Guðmundsson er fallinn frá
Minning

Vilhelm Guðmundsson er fallinn frá

Heimur

Sakar Ísrael um áform um nauðungarflutning Palestínumanna til Sómalílands
Heimur

Sakar Ísrael um áform um nauðungarflutning Palestínumanna til Sómalílands

„Ísrael hefur lengi haft markmið og áætlanir um að skipta ríkjum upp, kannski í 20 ár, og vill endurmóta kort Miðausturlanda og hafa stjórn á ríkjum þar.“
Trump segist ekki bundinn af alþjóðalögum
Heimur

Trump segist ekki bundinn af alþjóðalögum

Leitað að 53 ára konu sem hvarf á Tenerife
Heimur

Leitað að 53 ára konu sem hvarf á Tenerife

Grafa fengin í leitina að Hönnu
Heimur

Grafa fengin í leitina að Hönnu

Áttræður maður í hjólastól skilinn eftir yfir nótt í snjónum
Heimur

Áttræður maður í hjólastól skilinn eftir yfir nótt í snjónum

Hvarfið á Hönnu í Svíþjóð rannsakað sem morð
Heimur

Hvarfið á Hönnu í Svíþjóð rannsakað sem morð

Loka auglýsingu