1
Peningar

Slæmar fréttir fyrir fólk með verðtryggð lán

2
Innlent

Nær allar sundlaugar borgarinnar lokaðar í sumar

3
Pólitík

Reykjavíkurborg vísar á bug frétt Morgunblaðsins

4
Heimur

Líffæri fjarlægð úr líki úkraínskrar blaðakonu áður en það var afhent

5
Pólitík

Miklar breytingar á stjórn RÚV

6
Menning

VÆB sigurstranglegri en áður

7
Innlent

Njósnari Björgólfs fékk 135 milljónir frá Samherja

8
Pólitík

Borgarstjóri lofar framúrskarandi lífsgæðum

9
Innlent

Kristinn Hrafnsson hitti Lula og Assange í Róm

10
Heimur

Banvænt bátaslys í Flórída

Til baka

Russel Brand ákærður fyrir nauðganir

Russel Brand
Mynd: Shutterstock

Leikarinn og grínistinn Russel Brand hefur verið ákærður fyrir tvær nauðganir og fjölda annarra kynferðisbrota gegn fjórum konum. Brotin eru sögð hafa átt sér stað á milli ársins 1999 og 2005.

Rannsókn á athæfi Brands hófst í september 2023, eftir að The Sunday Times, The Times of London og Channel 4 birtu umfjallanir í samstarfi um ásakanir gegn honum.

Sjálfur gaf hann út yfirlýsingu í dag um að hann hefði aldrei framið nauðgun og „aldrei átt í samskiptum án samþykkis“.

Lögreglan lýsir eftir fleiri frásögnum.

Russel Brand flutti nýverið til Bandaríkjanna og sagði bresk yfirvöld vera að ráðast á sig. Hann hefur gerst yfirlýstur stuðningsmaður Donalds Trump forseta.

Brand varð frægur fyrir uppistand og leik í kvikmyndum eins og Forgetting Sarah Marshall og Get Him to the Greek, auk þess sem hann var kvæntur söngkonunni Katy Perry um hríð.

Hann hefur á síðustu árum orðið róttækari og pólitískari með reglulegar umræður um samsæriskenningar á Youtube-rás sinni, sem hefur sex milljónir áskrifenda.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Komment


Sarah sjúkrahús
Heimur

Heilbrigðisyfirvöld í Bretlandi rannsaka hjúkrunarfræðing vegna kláms

Bubbi
Fólk

Bubbi leggur línurnar fyrir fullkominn dag

Jón Óttar Ólafsson
Nærmynd
Innlent

Njósnari Björgólfs fékk 135 milljónir frá Samherja

AFP__20250326__2207021450__v1__HighRes__UnitedNationsSecurityCouncilMeetsOnWarInUkra
Heimur

Danmörk og Noregur lýsa yfir miklum áhyggjum vegna ástandsins á Gaza

Ólafur Ágúst Hraundal
Skoðun

Ólafur Ágúst Hraundal

Fangelsiskerfið er sprungið

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
Pólitík

Þorgerður Katrín segir Rússa helstu ógnina

refaveira
Landið

Hundasogslús líklega greind í íslenskum refi í fyrsta sinn

EldsvoðiIndland
Heimur

15 látnir eftir eldsvoða á hóteli