1
Landið

Minningarathöfn haldin á Fáskrúðsfirði vegna andláts ungrar konu

2
Fólk

Prettyboitjokkó keypti glæsihöll frænku sinnar

3
Heimur

Bruce Willis og frú búa á sitthvoru heimilinu

4
Innlent

Lætur KKÍ og landsliðið hafa það óþvegið

5
Innlent

Hödd segist taka „glöð á móti heimsóknum á Hólmsheiði“

6
Innlent

Illugi Jökulsson varar við „ógninni að vestan“

7
Innlent

Lögreglan leitar þriggja manna

8
Innlent

Gagnrýnir mæðurnar Þorgerði og Kristrúnu vegna aðgerðarleysis

9
Innlent

Hraðbankaræninginn úrskurðaður í fjögurra vikna síbrotagæslu

10
Heimur

Pauly Shore greindist með æxli í brisi

Til baka

RÚV birtir tölfræðigögn um Söngvakeppnina – Sigur VÆB aldrei í hættu

VÆB – Mynd: RÚV – Ragnar Visage
Mynd: RÚV/Ragnar Visage

Það var mikil spenna um helgina þegar úrslitin í Söngvakeppninni fóru fram og á endanum voru það drengirnir í VÆB sem sigruðu og var sigurinn nokkuð öruggur ef marka má gögn sem RÚV sendi frá sér en bæði dómnefnd og almenningur vildu senda þá út fyrir hönd Íslands til að taka þátt í Eurovision. Fara þeir út með lagið RÓA og er það eftir Matthías Davíð Matthíasson, Hálfdán Helga Matthíasson, Inga Þór Garðarsson og Gunnar Björn Gunnarsson. Undankeppnir Eurovision fara fram 13. og 15. maí og úrslitin svo 17. maí. VÆB er spáð slæmu gengi en þeir hafa sagt í viðtölum að þeir stefni á 29. sætið.

Hægt er að sjá tölfræðina hér fyrir neðan:

Fyrri undanúrslit 8. febrúar – Símakosning almennings
1. RÓA – VÆB: 12.649 atkvæði (30,40%)
2. Eins og þú – Ágúst: 10.069 atkvæði (24,20%)
3. Frelsið mitt – Stebbi JAK: 8.853 (21,28%)
4. Ég flýg í storminn – Birgo: 5.089 atkvæði (12,23%)
5. Norðurljós – BIA: 4.945 atkvæði (11,89%)
Lögin RÓA, Eins og þú og Frelsið mitt komust þá áfram í úrslit.

Seinni undanúrslit 15. febrúar – Símakosning almennings
1. Þrá – Tinna: 9.846 atkvæði (23,30%)
2. Eldur – Júlí og Dísa: 9.469 atkvæði (22,41%)
3. Aðeins lengur – Bjarni Arason: 9.323 atkvæði (22,06%)
4. Flugdrekar – Dagur Sig: 7.400 atkvæði (17,51%)
5. Rísum upp – Bára Katrín: 6.218 atkvæði (14,72%)

Lögin Þrá, Eldur og Aðeins lengur komust þá áfram í úrslit. Á úrslitakvöldinu hafði alþjóðleg dómnefnd, skipuð fulltrúum sjö landa, helmingsvægi á við atkvæði almennings. Hvert land gaf lögunum 5, 6, 7, 8, 10 og 12 stig.

Úrslit Söngvakeppninnar 22. febrúar – Atkvæði dómnefndar
1. RÓA – VÆB: 74 stig
2. Fire – Júlí og Dísa: 63 stig
3. Set Me Free – Stebbi JAK – 57 stig
4. Words – Tinna: 53 stig
5. Like You – Ágúst: 45 stig
6. Aðeins lengur – Bjarni Arason: 44 stig

Símatkvæði almennings á úrslitakvöldinu voru samtals 131.956 og voru þau atkvæði reiknuð í stigafjölda út frá heildarstigafjölda dómnefndar. Almenningur gat kosið með því að hringja eða senda sms í númer viðkomandi lags og í gegnum appið RÚV Stjörnur.

Úrslit Söngvakeppninnar 22. febrúar – Símakosning almennings
1. RÓA – VÆB: 36.535 atkvæði (27,7%) – 93 stig
2. Set Me Free – Stebbi JAK: 33.202 atkvæði (25,2%) – 85 stig
3. Fire – Júlí og Dísa: 29.010 atkvæði (22,0%) – 74 stig
4. Aðeins lengur – Bjarni Arason: 15.266 atkvæði (11,6%) – 39 stig
5. Like You – Ágúst: 9.104 atkvæði (6,9%) – 23 stig
6. Words – Tinna: 8.839 atkvæði (6,7%) – 22 stig

Þegar atkvæði dómnefndar og almennings voru lögð saman lágu úrslitin fyrir.

Lokaúrslit Söngvakeppninnar 22. febrúar – Dómnefnd og símakosning
1. RÓA – VÆB: 167 stig
2. Set Me Free – Stebbi JAK: 142 stig
3. Fire – Júlí og Dísa: 137 stig
4. Aðeins lengur – Bjarni Arason: 83 stig
5. Words – Tinna: 75 stig
6. Like You – Ágúst: 68 stig

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment


„Við lifum á tímum þegar þjóðarmorð blasir við í beinni útsendingu“
Innlent

„Við lifum á tímum þegar þjóðarmorð blasir við í beinni útsendingu“

Auður veltir því fyrir sér hvernig fólk í „Palestínu er svelt, sprengt og pyntað hefur mætt fordæmingu víða um heim en hún ein hefur litla þýðingu þegar nauðsynlegar aðgerðir fylgja ekki í kjölfarið“
Sólin olli eldsvoða í Reykjavík
Innlent

Sólin olli eldsvoða í Reykjavík

Fjöldafundur boðaður gegn þjóðarmorðinu í Palestínu
Innlent

Fjöldafundur boðaður gegn þjóðarmorðinu í Palestínu

Lætur KKÍ og landsliðið hafa það óþvegið
Innlent

Lætur KKÍ og landsliðið hafa það óþvegið

„Hér er um að ræða hóp sem þarf á þjónustu og stuðningi að halda“
Innlent

„Hér er um að ræða hóp sem þarf á þjónustu og stuðningi að halda“

Lögreglan leitar þriggja manna
Innlent

Lögreglan leitar þriggja manna

Hödd segist taka „glöð á móti heimsóknum á Hólmsheiði“
Innlent

Hödd segist taka „glöð á móti heimsóknum á Hólmsheiði“

Gagnrýnir mæðurnar Þorgerði og Kristrúnu vegna aðgerðarleysis
Innlent

Gagnrýnir mæðurnar Þorgerði og Kristrúnu vegna aðgerðarleysis

Bruce Willis og frú búa á sitthvoru heimilinu
Heimur

Bruce Willis og frú búa á sitthvoru heimilinu

Illugi Jökulsson varar við „ógninni að vestan“
Innlent

Illugi Jökulsson varar við „ógninni að vestan“

Pauly Shore greindist með æxli í brisi
Myndband
Heimur

Pauly Shore greindist með æxli í brisi

Hraðbankaræninginn úrskurðaður í fjögurra vikna síbrotagæslu
Innlent

Hraðbankaræninginn úrskurðaður í fjögurra vikna síbrotagæslu

Gæsluvarðhald framlengt yfir leikskólastarfsmanninum
Innlent

Gæsluvarðhald framlengt yfir leikskólastarfsmanninum

Menning

Maskína Birnis
Menning

Maskína Birnis

Hann er þó ekki einn með þá maskínu
Ég get ekki - Nýtt ljóð eftir Elísabetu Jökulsdóttur
Menning

Ég get ekki - Nýtt ljóð eftir Elísabetu Jökulsdóttur

Snorri Ásmundsson hugleiðir fyrir ást og friði
Menning

Snorri Ásmundsson hugleiðir fyrir ást og friði

Karl Ágúst birti áratugagamalt ljóð sem smellpassar við nútímann
Menning

Karl Ágúst birti áratugagamalt ljóð sem smellpassar við nútímann

Tímabundið skjól – einstök sýning í Bíó Paradís á sjálfstæðisdegi Úkraínu
Menning

Tímabundið skjól – einstök sýning í Bíó Paradís á sjálfstæðisdegi Úkraínu

Geggjuð stemmning á Ingólfstorgi í dag
Myndir
Menning

Geggjuð stemmning á Ingólfstorgi í dag

Loka auglýsingu