1
Innlent

Margrét Löf játar ofbeldi gegn foreldrum sínum

2
Menning

Kristmundur Axel missir stjórn

3
Innlent

Spyr Kristrúnu og Þorgerði Katrínu hvað hafi orðið um kosningaloforðin

4
Heimur

Barnastjarnan Sophie Nyweide var ólétt þegar hún lést

5
Minning

Þorleifur Pálsson er fallinn frá

6
Fólk

Glúmur segir Íslendinga mjög skringilega tegund

7
Innlent

Lokað fyrir athugasemdakerfi RÚV eftir hótanir um dráp og geldingar

8
Innlent

Sólveig Anna sendir pillu á Valdimar Leó

9
Fólk

Stefán Einar og Sara Lind ganga hvor sína leið

10
Heimur

Dómari fyrirskipar endurflutning annars innflytjanda frá El Salvador

Til baka

Sænskir bændur undir miklu andlegu álagi

Ungar konur í mjólkurframleiðslu í mestri áhættu

shutterstock_3508708
Sænsk sveitBændur þurfa að huga að andlegri heilsu eins og aðrir.
Mynd: Alexei Novikov/Shutterstock

Ný og umfangsmikil rannsókn á vegum Landbúnaðarháskóla Svíþjóðar sýnir að 17% sænskra bænda sem vinna alfarið við búrekstur sýna merki um þunglyndi. Bændablaðið fjallaði um málið.

Peter Lundquist, sem leiddi rannsóknina, segir að bændur vinni almennt of mikið og gefi sér ekki nægan tíma til hvíldar. Álagið tengist að hluta til arðsemi búanna, þeir sem hafa betri rekstur geta frekar ráðið aðstoð og þannig dregið úr álagi. Fréttin birtist á vef Land Lantbruk.

Karlmenn eldri en fimmtugir eru þeir sem virðast búa við besta andlega heilsufarið, á meðan ungar konur í mjólkurframleiðslu glíma mest við vanlíðan. Um 11% bænda segjast hafa velt því fyrir sér hvort lífið sé þess virði að lifa og 8% hafa á ferli sínum íhugað alvarlega að svipta sig lífi.

Þótt Svíþjóð skorti tölfræði um sjálfsvíg eftir starfsstéttum, hafa erlendar rannsóknir sýnt að bændur eru í meiri hættu en margir aðrir.

Í rannsókninni kom fram að margir bændur upplifa líkamlega verki, sérstaklega við mikið vinnuálag, sem getur aukið líkur á andlegri vanlíðan. Einnig komu fram samskiptavandamál innan fjölskyldunnar og milli kynslóða. Ýmsir utanaðkomandi þættir, eins og óhagstætt veður, hátt vaxtastig og kröfur frá eftirlitsstofnunum, valda einnig auknu álagi.

Lundquist segir að lykillinn að úrbótum sé að bændur sjálfir spyrji sig hvernig þeim líði og hvernig megi bæta andlega heilsu í stéttinni. Hingað til hefur málefnið ekki fengið nægilega athygli innan bændasamfélagsins, en með aukinni vitund og fræðslu vonast hann til að hægt verði að bregðast við vandanum fyrr.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Komment


AFP__20171214__V63MQ__v1__HighRes__BelgiumIranSwedenProtestHumanRights
Heimur

Svíþjóð hvetur Íran til að leysa tvöfaldan ríkisborgara úr haldi

Akranes 2
Innlent

Valur dæmdur fyrir vopnalagabrot á Akranesi

Heiðar Örn sigurfinnsson
Innlent

Lokað fyrir athugasemdakerfi RÚV eftir hótanir um dráp og geldingar

Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar og forsætisráðherra
Pólitík

Kristrún segir samstöðu vanta meðal Norðurlandanna gegn Ísrael

AFP__20140730__AA_30072014_201__v1__HighRes__NorwegianDoctorMadsGilbert
Heimur

Lífslíkur Gaza-búa lækka um 35 ár á einu ári

Sólveig Anna Jónsdóttir 2
Innlent

Sólveig Anna sendir pillu á Valdimar Leó

|
Minning

Þorleifur Pálsson er fallinn frá

Kattarfjöldamorðinginn
Heimur

Meintur kattaraðmorðingi handtekinn í Kaliforníu