
Sænsk glæpagengi eru farin að sýna merki um þreytu og uppgjöf, að sögn Jale Poljarevius, yfirlögregluþjóns og upplýsingastjóra lögreglunnar á miðsvæði Svíþjóðar. Hann telur að landið sé á leið í svokallað „grænt ástand“, þar sem byssuárásir og sprengingar verði orðnar jafnfáar og að meðaltali í Evrópu. Núverandi staða telst „gul“, samkvæmt sama viðmiði.
„Við sjáum verulega fækkun í skotárásum,“ segir Poljarevius í viðtali við Aftonbladet. „Örin bendir í rétta átt.“
Gengjunum vantar menn
Poljarevius segir að glæpagengin sýni greinileg merki um uppgjöf. Fjöldi eldri og reyndari gerenda hefur minnkað og gengi séu nú farin að reiða sig á stöðugt yngri einstaklinga.
„Leikföngin eru að klárast, 20-25 ára gerendur sem áður voru notaðir í gróf ofbeldisbrot eru að hverfa. Nú eru þeir að nota miklu yngri aðila, sem er hræðilegt, en líka skýrt merki um þreytu.“
Svíþjóð síður aðlaðandi fyrir glæpamenn
Efnahagslegi styrkur glæpagengja hefur einnig veikst. Ný löggjöf og aukið eftirlit hefur gert svik og fjársvikaþjófnað mun erfiðari og minna arðbæran.
„Við sjáum hvernig hagnaður minnkar, sérstaklega í svikum. Það sem áður var örugg uppskrift að velgengni virkar ekki lengur.“
Auk þess hafi Svíþjóð orðið minna aðlaðandi fyrir skipulagða glæpastarfsemi. Fleiri leiðtogar gengjanna hafi flutt til útlanda í þeirri von að stjórna starfseminni þaðan, en það sé miklu erfiðara.
„Mjög brothætt staða – getur snúist fljótt við“
Poljarevius vill ekki spá fyrir um hvenær Svíþjóð nái „grænu ástandi“, en segir að samfélagið allt, lögregla, félagsþjónusta, skólar og atvinnulíf, verði að ganga í takt til að það takist.
„Fjöldi skotárása, dauðsfalla og slasaðra hækkar ekki lengur, og við höfum betri skilning á uppruna peninganna. Við höfum fundið veikleika og áhrifin fara að sjást, þó varlega enn.“
„En þetta getur brugðist hratt og fallið aftur. Staðan er mjög brothætt og við þurfum að halda áfram að vinna mjög, mjög hörðum höndum.“
En ertu bjartsýnn?
„Já, algjörlega. Án nokkurs vafa.“

Komment