1
Minning

Magnús Kristinn Eyjólfsson, landsliðsþjálfari í kata, látinn 54 ára að aldri

2
Innlent

Boðar til mótmæla fyrir ríkisstjórnarfund og hvetur til stuðnings í Reykjavíkurmaraþoninu

3
Innlent

„Ég get skellt mér í Kópavogslaug og kallað mig Keikó en það gerir mig ekki að hval”

4
Mannlífið

Opnunarveisla Bryggjuhússins að hefjast

5
Innlent

Stór hluti ákæru felldur niður í máli Shamsudin-bræðra

6
Heimur

Þekktur íssali stunginn til bana fyrir framan bíl sinn

7
Menning

Geggjuð stemmning á Ingólfstorgi í dag

8
Innlent

Tíu ára drengur illa útleikinn: „Dekkið hafði verið losað á hjólinu hans“

9
Innlent

Aðjúnkt við HÍ segir stjórnvöld sitja aðgerðarlaus frammi fyrir þjóðarmorði

10
Innlent

Atli Vikar er fundinn heill á húfi

Til baka

Segir Gunnar Smára hafa logið „í beinni útsendingu á Bylgjunni“

Trausti Breiðfjörð Magnússon fyrrverandi borgarfulltrúi Sósíalista fer hörðum orðum um fyrrum formanns flokksins, Gunnar Smára Egilsson, og segir hann hafa logið í beinni útsendingu

traustibreiðfjörð
Trausti Breiðfjörð MagnússonEr ósáttur við Gunnar Smára Egilsson og segir hann blákalt ljúga
Mynd: Sósíalistaflokkurinn

Trausti Breiðfjörð Magnússon var borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur frá árinu 2022 til ársins 2024, en hætti störfum vegna veikinda.

Hann fer mikinn á Facebook-síðu sinni og og lætur Gunnar Smára heyra það vegna þess sem hann kallar einfaldlega lygar fyrrum formannsins:

„Til allrar lukku þá ákvað hann að ljúga um hluti sem auðvelt og fljótlegt er fyrir mig að leiðrétta. Í viðtali við Bítið á Bylgjunni á föstudag sagði Gunnar Smári að ég hefði „farið í kulnun því það væri svo rosalegt álag að vera í sambandi við hann.““

Þetta segir Trausti ekki vera rétt:

„Fyrst og fremst þurfti ég að stíga frá vettvangi borgarstjórnar af heilsufarslegum ástæðum. Líkamlegri heilsu minni var að hraka en til marks um það þá þurfti ég á síðasta ári að gangast undir mjaðmaskipti vegna þrálátra verkja af sjúkdómi í mjöðm.“

Hann segir að „því miður kemur það ekki óvart að heyra fyrrverandi prímus mótor Sósíalistaflokksins tala á svo niðrandi hátt um andlega heilsu. Það reynir þó talsvert á hana að starfa með Gunnari Smára. Það var í það minnsta mín upplifun og bætti gráu ofan á svart.“

Trausti ætlar ekki að „hafa mörg orð um það því ég hef lýst því áður opinberlega. Í stuttu máli voru öll samskipti lituð hroka, yfirgangi og frekju af hans hálfu. Það átti sér margar birtingarmyndir en þar á meðal voru ítrekaðar, raunar sífelldar, kröfur og skipanir í skilaboðum. Hingað til hef ég litið svo á að trúnaður ríkti um þau samskipti.“

Trausti segir að Gunnar Smári „þykist ekki kannast við þetta og sakar mig um lygar. Í fyrrnefndu viðtali á Bítinu á föstudaginn hélt hann því fram að okkar samskipti hefðu ekki verið mikil, „þrjú SMS“, eins og hann orðaði það. En til að bíta höfuðið af skömminni, þá brýtur hann trúnað í beinni og les upp úr þessum smáskilaboðum.“

hins vegar kemur það fram í máli Trausta að „Gunnar Smári notar messenger en ekki SMS til að senda sínar eiturpillur. Í ljósi þess að hann brýtur trúnað þá er þetta auðsannað. Hér fyrir neðan má sjá nokkurn fjölda skjáskota sem gefa ákveðna mynd af „samstarfi“ við Gunnar Smára. En fyrst og fremst sýna þau þó að Gunnar Smári hikar ekki við að ljúga í beinni útsendingu.“

Hann nefnir einnig að honum finnist það vera „ógjörningur fyrir venjulegan mann að fylgjast með öllu því sem vellur upp úr Gunnari Smára á ljósvakamiðlum nær daglega. Hvað þá að leiðrétta allt bullið. Því vona ég fólk taki orðum hans bæði um mig, en einnig almennt, með þeim fyrirvara að það er ekki hans sterka hlið að segja rétt og satt frá. Ég er nýbakaður faðir og hef betri og mikilvægari hluti að gera en að leiðrétta lygar ósannindamanns.“

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment


Ísraelsher eykur loftárásir á Gaza-borg
Heimur

Ísraelsher eykur loftárásir á Gaza-borg

Sýnir að Netanyahu hefur engan áhuga á vopnahléi, segir ísraelskur dálkahöfundur
Opnunarveisla Bryggjuhússins að hefjast
Mannlífið

Opnunarveisla Bryggjuhússins að hefjast

Gagnrýnir bæjarstjóra Kópavogs fyrir villandi kynningu á stöðuprófum
Pólitík

Gagnrýnir bæjarstjóra Kópavogs fyrir villandi kynningu á stöðuprófum

Segir lögreglu ætla að kæra: „Veit ekki hvaðan hann hefur þessar upplýsingar“
Innlent

Segir lögreglu ætla að kæra: „Veit ekki hvaðan hann hefur þessar upplýsingar“

Brasílískur áhrifavaldur varð fyrir bíl á þjóðveginum
Heimur

Brasílískur áhrifavaldur varð fyrir bíl á þjóðveginum

Magnús Kristinn Eyjólfsson, landsliðsþjálfari í kata, látinn 54 ára að aldri
Minning

Magnús Kristinn Eyjólfsson, landsliðsþjálfari í kata, látinn 54 ára að aldri

Karl Ágúst birti áratugagamalt ljóð sem smellpassar við nútímann
Menning

Karl Ágúst birti áratugagamalt ljóð sem smellpassar við nútímann

Prís mun ódýrara ári eftir opnun
Peningar

Prís mun ódýrara ári eftir opnun

Aðjúnkt við HÍ segir stjórnvöld sitja aðgerðarlaus frammi fyrir þjóðarmorði
Innlent

Aðjúnkt við HÍ segir stjórnvöld sitja aðgerðarlaus frammi fyrir þjóðarmorði

„Ég get skellt mér í Kópavogslaug og kallað mig Keikó en það gerir mig ekki að hval”
Innlent

„Ég get skellt mér í Kópavogslaug og kallað mig Keikó en það gerir mig ekki að hval”

Atli Vikar er fundinn heill á húfi
Innlent

Atli Vikar er fundinn heill á húfi

Sveitarfélögin á svæðinu leggjast gegn flokkun Hamarsvirkjunar í verndarflokk
Innlent

Sveitarfélögin á svæðinu leggjast gegn flokkun Hamarsvirkjunar í verndarflokk

Tímabundið skjól – einstök sýning í Bíó Paradís á sjálfstæðisdegi Úkraínu
Menning

Tímabundið skjól – einstök sýning í Bíó Paradís á sjálfstæðisdegi Úkraínu

Pólitík

Gagnrýnir bæjarstjóra Kópavogs fyrir villandi kynningu á stöðuprófum
Pólitík

Gagnrýnir bæjarstjóra Kópavogs fyrir villandi kynningu á stöðuprófum

„Þessir flokkar hafa samfleytt ráðið yfir menntamálum síðan 2013, þar til núverandi ríkisstjórn tók við í desember“
Varar þjóðina við: Trump ræður yfir gögnum Íslendinga
Pólitík

Varar þjóðina við: Trump ræður yfir gögnum Íslendinga

Fjármálaráðherra bætir við sig öðrum aðstoðarmanni
Pólitík

Fjármálaráðherra bætir við sig öðrum aðstoðarmanni

Segir Helga Seljan hafa rassskellt Guðlaug Þór
Pólitík

Segir Helga Seljan hafa rassskellt Guðlaug Þór

„Hér hafa orðið mikil tíðindi“
Pólitík

„Hér hafa orðið mikil tíðindi“

Þorgerður Katrín fékk það óþvegið á Instagram
Pólitík

Þorgerður Katrín fékk það óþvegið á Instagram

Loka auglýsingu