1
Heimur

Hátt í 100 veiktust af nóró-veiru á jólahlaðborði

2
Peningar

Annþór stofnar fyrirtæki

3
Menning

Emmsjé Gauti svarar dómi Jónasar Sen

4
Innlent

Neyðarboð barst frá strætisvagni

5
Fólk

Selja einbýli við framkvæmdastjóragötu

6
Innlent

Ökumaður stórslasaði konu við Pizzuna

7
Heimur

Ungur mótorhjólamaður lést eftir árekstur á Kanarí

8
Innlent

Ingibjörg hæfari en Eiríkur Elís

9
Innlent

„Er lögreglan á höfuðborgarsvæðinu orðin útibú frá Miðflokknum?“

10
Fólk

Lúxus þakíbúð í miðborginni til sölu

Til baka

Segir komubann tveggja ráðherra Ísraels í takt við aðgerðir annarra þjóða

Benjamin Netanyahu ekki settur í slíkt bann

Blaðamannafundur ríkisstjórnar
Þorgerður Katrín og KristrúnFrá blaðamannafundinum í morgun
Mynd: Víkingur

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra segir að ákvörðun hennar um að setja tvo ráðherra Ísraelsstjórnar í komubann til Íslands, hafa verið tekin með aðgerðir annarra þjóða í huga. Segir hún ekki enn búið að leggjast yfir það hvernig hægt verði að framfylgja banni á ferðalagi ráðherranna tveggja um íslenska lofthelgi.

Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur hélt blaðamannafund í morgun þar sem farið var yfir þingmálaskrá komandi þingvetrar.

Blaðamaður Mannlífs spurði Þorgerði Katrínu út í þær refsiaðgerðir sem hún ætlar að leggjast í gagnvart Ísrael vegna þjóðarmorðsins á Gaza og framgangi yfirvalda á Vesturbakkanum. Meðal þess sem utanríkisráðherrann kynnti sem aðgerð er að setja tvo ráðherra ríkisstjórnar Benjamins Netanyahu, þá Itamar Ben-Gvir, þjóðaröryggisráðherra, og Bezalel Smotrich, fjármálaráðherra Ísraels, í komubann til Íslands. Þá verður þeim ekki leyft að fljúga í lofthelgi Íslands.

Aðspurð hvers vegna ekki standi til að Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels verði einnig settur í komubann til Íslands, sagðist Þorgerður Katrín hafa haft aðgerðir annarra þjóða að leiðarljósi en bæði Spánn og Noregur hafa lagt komubann á þá Ben-Gvis og Smotrich.

„Varðandi þessa tvo ráðherra sem við höfum sett í farbann eða munum setja í farbann, þá byggir það meðal annars á aðgerðum annarra þjóða,“ sagði Þorgerður Katrín og hélt áfram. „Og ég hef alveg verið skýr með það, við erum ekki að fara einhverjar ótroðnar slóðir í þessu. Við erum ekki að taka upp einhliða aðgerðir , alla vega ekki að þessu sinni, þegar kemur að þessu stóralvarlega máli. Þannig að við erum að byggja meðal annars á reynslu Norðmanna, sem hafa sett þá í farbann samkvæmt útlendingalögum.“

Mannlíf spurði einnig út í lofthelgina og hvernig yfirvöld hér á landi hyggðust framfylgja banni á ferðalögum ráðherranna tveggja í lofthelgi landsins. Þorgerður Katrín svaraði:

„Varðandi lofthelgina, það er eitthvað sem er að koma til álita núna og skoðunar og ég get ekki sagt meira um það en við sjáum það hvað Spánverjar meðal annars eru að gera, bæði hafnbann og loftferðir en það tengist líka hvar Spánn er einfaldlega staðsettur í heimsmyndinni í Evrópu. En við tókum ákveðin skref í gær, við erum vakandi og það þarf að gera allt til þess að tryggja það að það komist á vopnahlé fyrir botni Miðjarðarhafs og á Gazasvæðinu um leið og við setjum fram skýra kröfu um það að gíslar verði settir lausir og Hamas komi ekki nálægt uppbyggingu Palestínu.“

Þess má gera að Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn í Haag, ICC, gaf út í nóvember 2024, handtökuskipun á hendur Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísraels og Yoav Gallant, fyrrum varnarmálaráðherra, vegna stríðsglæpa sem og þriggja Hamas-liða.

Þáverandi utanríkisráðherra Íslands, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir sagði í viðtali við RÚV að íslensk stjórnvöld virði handtökuskipun ICC á hendur Netanyahu og Gallant.

„Íslensk stjórnvöld virða sjálfstæði og ákvarðanir Alþjóðlega sakamáladómstólsins. Við leggjum traust okkar á að alþjóðlegir dómstólar framfylgi alþjóðalögum og virðum niðurstöður dómstólsins óháð því hvaða einstaklingar eiga í hlut,“ sagði Þórdís Kolbrún í samtali við RÚV á sínum tíma.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Annþór stofnar fyrirtæki
Peningar

Annþór stofnar fyrirtæki

Segist hafa snúið við blaðinu
Trump flaug mun oftar með einkaþotu Epstein en áður var talið
Heimur

Trump flaug mun oftar með einkaþotu Epstein en áður var talið

Hitinn nær allt að 20 gráðum um jólin
Landið

Hitinn nær allt að 20 gráðum um jólin

Byrlaði eiginkonunni ólyfjan um árabil og nauðgaði
Heimur

Byrlaði eiginkonunni ólyfjan um árabil og nauðgaði

Ökumaður stórslasaði konu við Pizzuna
Innlent

Ökumaður stórslasaði konu við Pizzuna

„Er lögreglan á höfuðborgarsvæðinu orðin útibú frá Miðflokknum?“
Innlent

„Er lögreglan á höfuðborgarsvæðinu orðin útibú frá Miðflokknum?“

Umráðamaður sparkaði ítrekað í hund
Innlent

Umráðamaður sparkaði ítrekað í hund

Lúxus þakíbúð í miðborginni til sölu
Myndir
Fólk

Lúxus þakíbúð í miðborginni til sölu

Búðarþjófur beindi byssu að lögregluþjóni
Myndband
Heimur

Búðarþjófur beindi byssu að lögregluþjóni

Neyðarboð barst frá strætisvagni
Innlent

Neyðarboð barst frá strætisvagni

Girnd á leiðinni undir jólatréð
Viðtal
Menning

Girnd á leiðinni undir jólatréð

Selja einbýli við framkvæmdastjóragötu
Myndir
Fólk

Selja einbýli við framkvæmdastjóragötu

Pólitík

Össur lofar frammistöðu Valkyrjanna í Silfrinu
Pólitík

Össur lofar frammistöðu Valkyrjanna í Silfrinu

Gefur lítið fyrir frammistöðu formanns Sjálfstæðisflokksins
Sanna tilkynnir framboð
Myndband
Pólitík

Sanna tilkynnir framboð

Verkefnastjóri Miðflokksins vill ekki sjá „múslímskt höfuðfat“ á Íslandi
Pólitík

Verkefnastjóri Miðflokksins vill ekki sjá „múslímskt höfuðfat“ á Íslandi

Dóra Björt komin í Samfylkinguna
Pólitík

Dóra Björt komin í Samfylkinguna

„Er ekki kominn tími til að tala um eitthvað annað en útlendinga, t.d. húsnæðismál eða eitthvað?“
Pólitík

„Er ekki kominn tími til að tala um eitthvað annað en útlendinga, t.d. húsnæðismál eða eitthvað?“

„Hvað er eiginlega að þessu andskotans pakki í stjórnarandstöðunni?“
Pólitík

„Hvað er eiginlega að þessu andskotans pakki í stjórnarandstöðunni?“

Loka auglýsingu