1
Peningar

Tuttugu Hafnfirðingar með fulla vasa fjár

2
Peningar

Blússandi hagnaður hjá Fiskikónginum

3
Pólitík

Milljónir í vasa Áslaugar Örnu

4
Innlent

Stjórn RÚV hefur sett fram fyrirvara við þátttöku í Eurovision

5
Fólk

Fagurt risaeinbýli til sölu í Árbænum

6
Heimur

Charlie Sheen opnar sig um kynlíf með körlum

7
Innlent

Ber saman fund gærdagsins við mótmæli Íslands - Þvert á flokka

8
Minning

Gestur Guðmundsson er fallinn frá

9
Heimur

Púað á Trump á frægu tennismóti

10
Innlent

Selja íbúðir með gervigreindarmyndum

Til baka

Selja íbúðir með gervigreindarmyndum

Telja sumir að slíkt brjóti mögulega gegn siðareglum fasteignasala

Dvergabakki
Íbúð til sölu í Breiðholti57.600.000 króna voru settar á hana.

Miklar umræður hafa skapast á samfélagsmiðlum um siðferði í fasteignaauglýsingum eftir að fasteignasalan Pálsson notaðist við tvær myndir sem voru gerðar með gervigreind. Hér á ekki við um tölvuteiknaðar myndir af ókláruðum húsum eins og margir kannast við heldur af íbúð sem hefur verið til í marga áratugi og til eru ljósmyndir af.

Auglýsingin sem um ræðir er ekki á söluskrá eins og er en hægt að er nálgast hana hér. Hvergi kemur fram í auglýsingunni að notast hafi verið við gervigreind.

Dvergabakki
Mikill munur er á myndunumÖðruvísi parket, ofn og tré eru dæmi um hverju hefur verið breytt ásamt húsgögnum
Dvergabakki 2
Stofan eins og hún lítur í alvöru út

Finnst notkunin ekki blekkjandi

„Það er til að sýna fram á að hlutir komist fyrir inn í henni, hún er tóm og tilbúin til afhendingar,“ sagði Edwin Árnason, fasteignasali hjá Pálsson, við Mannlíf þegar hann var spurður af hverju þetta hafi verið gert. „Þetta er fallegra en hafa þær tómar, þetta er ekki flókið.“

Edwin segir að þetta sé af og til gert með tómar eignir því íbúðir séu svo hrár án húsgagna.

„Við höfum öll okkar skoðanir á þessum hlutum,“ sagði fasteignasalinn þegar hann var spurður hvort þetta væri blekkjandi. „Mér finnst það ekki. Ég myndi ekki nota orðin „að blekkja“. Fólk er ekki að kaupa húsgögn, fólk er að kaupa íbúð. Það er bara verið að sýna möguleikann á rýminu.“

En nú fylgir parketið með og það er greinilega í miklu betra ástandi á gervigreindarmyndinni, er það ekki furðulegt?

„Það sést á hinum myndunum að parketið er ekki stórglæsilegt og einnig sést þetta þegar fólk kemur og skoðar. Það gera sér allir grein fyrir því sem koma og skoða eignina að parketið var ekki í lagi þannig að í allavega þetta skipti slapp það.“

Blaðamaður Mannlífs benti á að gervigreindarmyndin hafi verið aðalmyndin í auglýsingunni á fasteignavef Vísis og spurði um ástæðu þess.

„Þetta er fallegasta myndin að mínu mati,“ sagði Edwin. „Þú sérð að þetta er tölvugert. Það er algjörlega augljóst, finnst mér persónulega.“

Siðareglur
Hluti af siðareglum fasteignasalaMögulega hafa þær verið brotnar.

Gervigreind verður tekin fyrir á fundi fasteignasala

Mannlíf ræddi við Grétar Jónasson, framkvæmdastjóra Félags fasteignasala, sem sagði að notkun á gervigreindarmyndum þarfnist ítarlegrar umræðu bæði í samhengi gagnvart lögum og siðaregla enda bjóði tæknin upp á ótrúlega hluti. Þá sagði hann að málið yrði rætt á stjórnarfundi félagsins í vikunni.

„Það er eflaust ekki hægt að koma í veg fyrir að gervigreind sé notuð í fasteignaauglýsingum en að okkar mati ætti að koma fram ef svo er,“ sagði Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna, við Mannlíf.

„Ef verið er að fiffa myndir er hugsanlega hægt að líta á það sem villandi markaðssetningu.“

Dvergabakki 3
Önnur gervigreindarmynd í auglýsingunni
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment


Leigubílstjóri í bobba
Innlent

Leigubílstjóri í bobba

Engin verðskrá sýnileg og ekkert rekstrarleyfi til staðar
Olivia Colman og Mark Ruffalo kalla eftir sniðgöngu kvikmynda frá Ísrael
Heimur

Olivia Colman og Mark Ruffalo kalla eftir sniðgöngu kvikmynda frá Ísrael

Naut stangaði mann til bana
Myndband
Heimur

Naut stangaði mann til bana

Gestur Guðmundsson er fallinn frá
Minning

Gestur Guðmundsson er fallinn frá

Svala segir fólk með símana á lofti síðasta haldreipið á Gaza
Innlent

Svala segir fólk með símana á lofti síðasta haldreipið á Gaza

Charlie Sheen opnar sig um kynlíf með körlum
Heimur

Charlie Sheen opnar sig um kynlíf með körlum

Tuttugu Hafnfirðingar með fulla vasa fjár
Peningar

Tuttugu Hafnfirðingar með fulla vasa fjár

Stjórn RÚV hefur sett fram fyrirvara við þátttöku í Eurovision
Innlent

Stjórn RÚV hefur sett fram fyrirvara við þátttöku í Eurovision

Púað á Trump á frægu tennismóti
Myndband
Heimur

Púað á Trump á frægu tennismóti

Hæstiréttur Ísraels úrskurðar: Palestínskum föngum vísvitandi haldið í svelti
Heimur

Hæstiréttur Ísraels úrskurðar: Palestínskum föngum vísvitandi haldið í svelti

Stóðu saman gegn þjóðarmorði
Myndir
Innlent

Stóðu saman gegn þjóðarmorði

Úkraína gefur út handtökuskipun á hendur rapparanum Timati
Heimur

Úkraína gefur út handtökuskipun á hendur rapparanum Timati

Innlent

Leigubílstjóri í bobba
Innlent

Leigubílstjóri í bobba

Engin verðskrá sýnileg og ekkert rekstrarleyfi til staðar
Selja íbúðir með gervigreindarmyndum
Innlent

Selja íbúðir með gervigreindarmyndum

Svala segir fólk með símana á lofti síðasta haldreipið á Gaza
Innlent

Svala segir fólk með símana á lofti síðasta haldreipið á Gaza

Stjórn RÚV hefur sett fram fyrirvara við þátttöku í Eurovision
Innlent

Stjórn RÚV hefur sett fram fyrirvara við þátttöku í Eurovision

Stóðu saman gegn þjóðarmorði
Myndir
Innlent

Stóðu saman gegn þjóðarmorði

Loka auglýsingu