
Séra Karen fædd árið 1992Ólst upp á Snæfellsnesi
Mynd: Hafdís Berg
Nýlega auglýsti biskup Íslands eftir þjónustu sóknarprests í Setbergsprestakalli og hefur valnefnd prestakalls hefur valið séra Karen Hjartardóttur, prest í Bjarnanesprestakalli, í starfið. Greint er frá þessu í tilkynningu frá Þjóðkirkju Íslands.
Séra Karen Hjartardóttir er fædd árið 1992 á Akranesi og ólst upp á Snæfellsnesi.
Hún lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskóla Snæfellinga vorið 2012 og hóf nám við Guðfræði og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands haustið 2012. Þaðan útskrifaðist hún með mag. theol. próf veturinn 2018.
Karen vígðist þann 12. febrúar árið 2023 til Bjarnanesprestakalls.
Sambýlismaður hennar er Mikkel Gammelmark og eiga þau saman ellefu ára gamlan son.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Komment