
Sr. Ursula ÁrnadóttirSr. Ursula hefur víðtæka reynslu sem prestur
Mynd: Þjóðkirkjan
Sr. Ursula Árnadóttir hefur verið ráðin prestur í hinu sameinaða prestakalli í Borgarfirði, að því er kemur fram á vef Þjóðkirkjunnar.
Ursula, sem er fædd á Akranesi 19. janúar 1957, var vígð til prests í Skagastrandarprestakalli 14. desember 2008. Hún hefur starfað víða um land á ferli sínum, meðal annars í Austur-Húnavatnssýslu, Skagafirði og Vestmannaeyjum, auk þess að sinna starfi prests fatlaðs fólks.
Fram kemur að Ursula muni hafa aðsetur í Stafholti í nýju starfi sínu.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment