
Eins og sagt var frá í morgun, lést Virginia Giuffre, sem þekktust fyrir að hafa sakað prins Andrew og fleiri valdamenn um kynferðisbrot í tengslum við Jeffrey Epstein, í gær, 41 árs að aldri. Hún tók eigið líf á bóndabýli sínu í Vestur-Ástralíu á föstudag. Lögregla segir dauðann ekki grunsamlegan. Nýlegar færslur á Instagram-reikningi hennar vöktu áhyggjur.
Barðist fyrir réttlæti
Giuffre, sem barðist árum saman fyrir réttlæti fyrir fórnarlömb kynferðisofbeldis og mansals, hafði gengið í gegnum erfiðan skilnað og stóð frammi fyrir ásökunum um brot á nálgunarbanni gagnvart fyrrverandi eiginmanni sínum. Hún hafði nýverið birt áhyggjufullar færslur á samfélagsmiðlum þar sem hún lýsti miklum veikindum og lífsleiða.
Giuffre steig fyrst fram sem unglingur og sakaði Epstein og unnustu hans, Ghislaine Maxwell, um að hafa neytt sig í kynferðislegt þrældóm og útvegað valdamönnum, þar á meðal prins Andrew. Þrátt fyrir að Andrew hafnaði ásökununum samþykkti hann árið 2022 að greiða Giuffre háar bætur án þess að viðurkenna sök.
Giuffre stofnaði samtökin SOAR (Speak Out, Act, Reclaim) og barðist opinberlega fyrir réttindum fórnarlamba kynferðisbrota. Hún er minnst sem hugrökk baráttukona sem veitti öðrum fórnarlömbum von og rödd.
Dauðfallið ekki talið grunsamlegt
Lögreglan í Vestur-Ástralíu staðfesti að dauðsfall hennar væri til rannsóknar en talið „ekki grunsamlegt“. Sjúkraflutningamenn veittu neyðarhjálp á heimili hennar um kl. 21:50 en gátu ekki endurlífgað hana, og hún var úrskurðuð látin á staðnum.
Talsmaður lögreglunnar sagði: „Lögregla og St John WA mættu á staðinn og veittu neyðarhjálp. Því miður var konan úrskurðuð látin á vettvangi. Dauðsfallið er rannsakað af glæparannsóknardeildinni, en fyrstu vísbendingar benda til þess að um sé að ræða sjálfsvíg.“
Í dag sagði lögmaður fórnarlamba Epstein að hann væri „ekki hissa“ á sjálfsvígi Giuffre í ljósi þeirra þjáninga sem hún hefði orðið fyrir. Lögmaðurinn Spencer Kuvin sagði við Sunday Mirror: „Því miður sjáum við oft að kynferðislegt ofbeldi skilur eftir varanleg ör sem gróa aldrei að fullu. Þessi ör geta verið yfirþyrmandi fyrir suma, sem leiðir til harmþrunginna ákvarðana eins og þeirrar sem Virginia tók.“
Annar þolandi Epstein, sem var sjálf unglingur þegar hún var ráðin til Epstein í Flórída, lýsti reiði sinni yfir því að réttlætið hafi aldrei náðst fyrir Virginia. Hún sagði: „Þeir brutu hana niður, smátt og smátt, ár eftir ár. Þeir sem áttu sök, mennirnir sem brostu og tóku í hendurnar á Jeffrey, hafa aldrei gjaldið fyrir glæpi sína.“
Sá þolandi bætti við: „Virginia var baráttukona. Hún stóð upp þegar aðrir þögðu. Hún bar sögur okkar allra á herðum sínum þegar við gátum það ekki. Þyngdin af því varð einfaldlega of mikil.“
Erfitt ár Virginiu
Dauði Giuffre kom í kjölfar erfiðra mánaða. Hún var nýskilin við eiginmann sinn til 22 ára, Robert Giuffre, sem hún hafði þakkað fyrir að hafa bjargað sér úr klóm Epstein. Samkvæmt föður hennar, Sky Roberts var skilnaðurinn „subbulegur“. Hún átti að mæta fyrir dóm nýlega vegna ásakana um heimilisofbeldi eftir að hafa sent eiginmanni sínum skilaboð í febrúar, í bága við nálgunarbann.
Fimm dögum eftir að hafa mætt fyrir dóminn birti hún síðustu færslu sína á Instagram, fyrst hlekk á lagið Somebody That I Used to Know eftir Gotye og síðan svartan skjá með brotnu hjarta tjákni.
Í síðasta mánuði hafði hún einnig vakið áhyggjur fylgjenda sinna með mynd af sér á sjúkrahúsrúmi, þar sem hún sagðist hafa orðið fyrir árekstri við skólabíl og verið með alvarlega marblettir. Hún skrifaði: „Ég er tilbúin að fara“ og bað um að fá að sjá börnin sín „í síðasta sinn“. Hún sagði þjáðst af nýrnabilun, en lögregla dró úr alvarleika slyssins.
Fyrir fimm vikum skrifaði hún eftirfarandi texta um börnin sín sem einnig vakti ótta fylgjenda þeirra: „Fallegu börnin mín hafa enga hugmynd um hversu mikið ég elska þau og þau eru eitruð með lygum. Ég sakna þeirra svo óendanlega mikið. Ég hef gengið í gegnum helvíti og aftur til baka á þessu fertugasta og fyrsta ári mínu, en þetta særir mig meira en nokkuð annað. Meiðið mig, misnotið mig – en takið ekki börnin mín frá mér. Hjarta mitt er brotið og með hverjum deginum sem líður dýpkar sorgin aðeins meira.“
Virginia Giuffre lætur eftir sig þrjú börn. Fjölskylda hennar og nánir vinir hafa lýst henni sem hlýju, sterku og óeigingjörnu ljósi sem ávallt setti aðra í fyrsta sæti.
Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Komment