Fallegt og vel skipulagt einbýlishús á einni hæð er til sölu við Gerðhamra 2 í Grafarvogi.
Húsið er alls 199,9 fm að stærð og þar að auki er 29 fm innbyggður bílskúr með innangengi. Um er að ræða einstaklega vandað fjölskylduhús með fjórum svefnherbergjum, rúmgóðum sameiginlegum rýmum og fallegum garði á eftirsóttum stað.
Komið er inn í rúmgott anddyri sem er flísalagt og með góðum fataskáp. Inn af anddyrinu er svefnherbergi sem í dag er nýtt sem skrifstofa, með korki á gólfi og fataskáp. Á hægri hönd er gestasalerni með flísum á gólfi. Stofan er rúmgóð með góðri lofthæð og gegnheilu eikarparketi á gólfi. Þar er fallegur arinn sem er í góðu ástandi og skapar hlýlegt andrúmsloft. Borðstofa er inn af stofu, einnig með eikarparketi og góðri lofthæð, og þaðan er útgengt út í vesturgarðinn.
Hér er um að ræða afar vandað og hlýlegt fjölskylduhús með fjórum svefnherbergjum, innbyggðum bílskúr og glæsilegum garði á rólegum og vinsælum stað í Grafarvogi.
Eigendurnir vilja fá 154.900.000 fyrir húsið.


Komment