1
Heimur

Hátt í 100 veiktust af nóró-veiru á jólahlaðborði

2
Peningar

Annþór stofnar fyrirtæki

3
Menning

Emmsjé Gauti svarar dómi Jónasar Sen

4
Innlent

Neyðarboð barst frá strætisvagni

5
Fólk

Selja einbýli við framkvæmdastjóragötu

6
Innlent

Ökumaður stórslasaði konu við Pizzuna

7
Heimur

Ungur mótorhjólamaður lést eftir árekstur á Kanarí

8
Innlent

Ingibjörg hæfari en Eiríkur Elís

9
Innlent

„Er lögreglan á höfuðborgarsvæðinu orðin útibú frá Miðflokknum?“

10
Fólk

Lúxus þakíbúð í miðborginni til sölu

Til baka

„Sigurður Ingi gengur með sóma af vellinum hvenær sem hann fer“

Fyrrverandi formaður Framsóknar er áhyggjufullur yfir stöðu flokksins í dag, en hann hefur aldrei mælst með minna fylgi en í síðustu könnunum

Guðni Ágústsson
Guðni ÁgústssonHann er áhyggjufullur yfir stöðu Framsóknar í dag
Mynd: Alþingi

Fyrrverandi formaður Framsóknar, Guðni Ágústsson, er afar áhyggjufullur yfir stöðu flokksins í dag, en hann hefur aldrei mælst með minna fylgi en í síðustu könnunum.

Guðna finnst flokksmenn vera daufir, og vill hann meina að formaður flokksins, Sigurður Ingi Jóhannsson, sé nú að leita sér að útgönguleið:

„Auðvitað er hann að leita sér að útgönguleið, hann veit að það þarf nýjan formann. Hann veit það sjálfur, hvenær hann tekur sína ákvörðun“ sagði Guðni í viðtali í hlaðvarpinu Grjótkastið.

Framsókn heldur miðstjórnarfund í október; Guðni á von á því að hann verði afar fréttnæmur:

„Þannig að ég vorkenni Sigurði mínum Inga að sitja í þessari súpu.“

Guðni segist ekki vita hvernig Framsókn muni leysa úr þessari alvarlegu stöðu sem komin er upp

„Ég veit ekkert um hvað gerist, en þetta er alveg sama staðan eins og þegar ég fór frá – hjá Sigurði Inga, hann þarf að bjarga flokknum. Sigurður Ingi gengur með sóma af vellinum hvenær sem hann fer, ef hann gerir það, þá gengur hann með sóma af vellinum en við þolum enga bið,“ sagði Guðni og bætti því við að hann ráði engu „í þessum efnum en ég hef miklar áhyggjur af flokknum eins og hann er kominn og trúi því að nú setjist hann niður - og sé að gera það, með sínu fólki og finni að kallið er komið.“

Guðni tekur þó fram að hann hafi stutt Sigurð Inga, vin sinn, af heilum hug í síðustu kosningum og einnig í átökunum við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi formann flokksins.

Varðandi ríkisstjórnina segir Guðni að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttur utanríkisráðherra ráði förinni og telur hann að flokkur hennar, Viðreisn, sé með öll lykilráðuneytin.

Guðni telur ólíklegt að Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra vilji halda fast í stefnu ríkisstjórnarinnar í þá átt að Ísland gangi í Evrópusambandið og telur Guðni að Kristrún sé að undirbúa það að bakka með þjóðaratkvæðagreiðsluna um málið sem rætt hefur verið um og óhætt að segja að sitt sýnist hverjum, enda er málið umdeilt; telur Guðni að Kristrún vilji ekki eyða of mikið af orku sinni í átökin sem innganga í ESB gæti þýtt.

Sveitarstjórnarkosningar verða í vor og segir Guðni það afar mikilvægt fyrir Framsókn og forystufólk hennar að huga vel að endurreisn flokksins, hvort sem það verður Sigurður Ingi í formannssætinu, eða mögulega varaformaðurinn Lilja Dögg Alfreðsdóttir, en í þættinum talaði Guðni um að ákveðin hefð væri í Framsókn fyrir því að varaformaður tæki við af formanni.

En Guðni segist hins vegar ekki eiga von á því að einn öflugasti fyrrverandi ráðherra flokksins, Willum Þór Þórsson, snúi aftur enda sé hann núna komin í lykilstöðu innan íþróttahreyfingarinnar. Hins vegar er það ljóst að margir myndu vilja að Willum Þór myndi taka formannsslaginn og snúa aftur í pólitíkina, en Guðni segir að hvað sem því líður sé það fyrst og síðast félagslegt verkefni Framsóknar að setjast niður og taka yfirvegaða ákvörðun um næstu skref.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Annþór stofnar fyrirtæki
Peningar

Annþór stofnar fyrirtæki

Segist hafa snúið við blaðinu
Trump flaug mun oftar með einkaþotu Epstein en áður var talið
Heimur

Trump flaug mun oftar með einkaþotu Epstein en áður var talið

Hitinn nær allt að 20 gráðum um jólin
Landið

Hitinn nær allt að 20 gráðum um jólin

Byrlaði eiginkonunni ólyfjan um árabil og nauðgaði
Heimur

Byrlaði eiginkonunni ólyfjan um árabil og nauðgaði

Ökumaður stórslasaði konu við Pizzuna
Innlent

Ökumaður stórslasaði konu við Pizzuna

„Er lögreglan á höfuðborgarsvæðinu orðin útibú frá Miðflokknum?“
Innlent

„Er lögreglan á höfuðborgarsvæðinu orðin útibú frá Miðflokknum?“

Umráðamaður sparkaði ítrekað í hund
Innlent

Umráðamaður sparkaði ítrekað í hund

Lúxus þakíbúð í miðborginni til sölu
Myndir
Fólk

Lúxus þakíbúð í miðborginni til sölu

Búðarþjófur beindi byssu að lögregluþjóni
Myndband
Heimur

Búðarþjófur beindi byssu að lögregluþjóni

Neyðarboð barst frá strætisvagni
Innlent

Neyðarboð barst frá strætisvagni

Girnd á leiðinni undir jólatréð
Viðtal
Menning

Girnd á leiðinni undir jólatréð

Selja einbýli við framkvæmdastjóragötu
Myndir
Fólk

Selja einbýli við framkvæmdastjóragötu

Pólitík

Össur lofar frammistöðu Valkyrjanna í Silfrinu
Pólitík

Össur lofar frammistöðu Valkyrjanna í Silfrinu

Gefur lítið fyrir frammistöðu formanns Sjálfstæðisflokksins
Sanna tilkynnir framboð
Myndband
Pólitík

Sanna tilkynnir framboð

Verkefnastjóri Miðflokksins vill ekki sjá „múslímskt höfuðfat“ á Íslandi
Pólitík

Verkefnastjóri Miðflokksins vill ekki sjá „múslímskt höfuðfat“ á Íslandi

Dóra Björt komin í Samfylkinguna
Pólitík

Dóra Björt komin í Samfylkinguna

„Er ekki kominn tími til að tala um eitthvað annað en útlendinga, t.d. húsnæðismál eða eitthvað?“
Pólitík

„Er ekki kominn tími til að tala um eitthvað annað en útlendinga, t.d. húsnæðismál eða eitthvað?“

„Hvað er eiginlega að þessu andskotans pakki í stjórnarandstöðunni?“
Pólitík

„Hvað er eiginlega að þessu andskotans pakki í stjórnarandstöðunni?“

Loka auglýsingu