1
Heimur

68 ára amma hlaut alvarleg brunasár eftir árás nágrannakonu

2
Fólk

Halldórshús í Mosfellsbæ sett á sölu

3
Innlent

Seðlabankastjóri rannsakaður

4
Peningar

Nítján auðmenn á Suðurlandi sem hafa það gott

5
Fólk

„Kastalinn“ í Kópavogi falur

6
Innlent

Illugi segir frá hrottalegum örlögum heillar fjölskyldu

7
Innlent

Egill skilur ekki Snorra Másson

8
Innlent

Alþingismanni ekki borist kæra

9
Landið

Minnisvarði um flugslys í Glerárdal afhjúpaður á sunnudag

10
Heimur

Lík fundið í yfirgefnum brunni á Tenerife

Til baka

„Sigurður Ingi gengur með sóma af vellinum hvenær sem hann fer“

Fyrrverandi formaður Framsóknar er áhyggjufullur yfir stöðu flokksins í dag, en hann hefur aldrei mælst með minna fylgi en í síðustu könnunum

Guðni Ágústsson
Guðni ÁgústssonHann er áhyggjufullur yfir stöðu Framsóknar í dag
Mynd: Alþingi

Fyrrverandi formaður Framsóknar, Guðni Ágústsson, er afar áhyggjufullur yfir stöðu flokksins í dag, en hann hefur aldrei mælst með minna fylgi en í síðustu könnunum.

Guðna finnst flokksmenn vera daufir, og vill hann meina að formaður flokksins, Sigurður Ingi Jóhannsson, sé nú að leita sér að útgönguleið:

„Auðvitað er hann að leita sér að útgönguleið, hann veit að það þarf nýjan formann. Hann veit það sjálfur, hvenær hann tekur sína ákvörðun“ sagði Guðni í viðtali í hlaðvarpinu Grjótkastið.

Framsókn heldur miðstjórnarfund í október; Guðni á von á því að hann verði afar fréttnæmur:

„Þannig að ég vorkenni Sigurði mínum Inga að sitja í þessari súpu.“

Guðni segist ekki vita hvernig Framsókn muni leysa úr þessari alvarlegu stöðu sem komin er upp

„Ég veit ekkert um hvað gerist, en þetta er alveg sama staðan eins og þegar ég fór frá – hjá Sigurði Inga, hann þarf að bjarga flokknum. Sigurður Ingi gengur með sóma af vellinum hvenær sem hann fer, ef hann gerir það, þá gengur hann með sóma af vellinum en við þolum enga bið,“ sagði Guðni og bætti því við að hann ráði engu „í þessum efnum en ég hef miklar áhyggjur af flokknum eins og hann er kominn og trúi því að nú setjist hann niður - og sé að gera það, með sínu fólki og finni að kallið er komið.“

Guðni tekur þó fram að hann hafi stutt Sigurð Inga, vin sinn, af heilum hug í síðustu kosningum og einnig í átökunum við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi formann flokksins.

Varðandi ríkisstjórnina segir Guðni að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttur utanríkisráðherra ráði förinni og telur hann að flokkur hennar, Viðreisn, sé með öll lykilráðuneytin.

Guðni telur ólíklegt að Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra vilji halda fast í stefnu ríkisstjórnarinnar í þá átt að Ísland gangi í Evrópusambandið og telur Guðni að Kristrún sé að undirbúa það að bakka með þjóðaratkvæðagreiðsluna um málið sem rætt hefur verið um og óhætt að segja að sitt sýnist hverjum, enda er málið umdeilt; telur Guðni að Kristrún vilji ekki eyða of mikið af orku sinni í átökin sem innganga í ESB gæti þýtt.

Sveitarstjórnarkosningar verða í vor og segir Guðni það afar mikilvægt fyrir Framsókn og forystufólk hennar að huga vel að endurreisn flokksins, hvort sem það verður Sigurður Ingi í formannssætinu, eða mögulega varaformaðurinn Lilja Dögg Alfreðsdóttir, en í þættinum talaði Guðni um að ákveðin hefð væri í Framsókn fyrir því að varaformaður tæki við af formanni.

En Guðni segist hins vegar ekki eiga von á því að einn öflugasti fyrrverandi ráðherra flokksins, Willum Þór Þórsson, snúi aftur enda sé hann núna komin í lykilstöðu innan íþróttahreyfingarinnar. Hins vegar er það ljóst að margir myndu vilja að Willum Þór myndi taka formannsslaginn og snúa aftur í pólitíkina, en Guðni segir að hvað sem því líður sé það fyrst og síðast félagslegt verkefni Framsóknar að setjast niður og taka yfirvegaða ákvörðun um næstu skref.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment


Múlaþing fordæmir líkamsárásina á barnaníðinginn
Innlent

Múlaþing fordæmir líkamsárásina á barnaníðinginn

Múlaþing ítrekar skyldur sínar við úthlutun húsnæðis
Grunaður morðingi Charlie Kirk handtekinn
Heimur

Grunaður morðingi Charlie Kirk handtekinn

Stefnumót við djöfulinn í Spönginni
Menning

Stefnumót við djöfulinn í Spönginni

Snorri skýtur til baka á Egil Helgason
Pólitík

Snorri skýtur til baka á Egil Helgason

Þriggja ára innbyrti kókaín á leikskóla
Heimur

Þriggja ára innbyrti kókaín á leikskóla

Lík fundið í yfirgefnum brunni á Tenerife
Heimur

Lík fundið í yfirgefnum brunni á Tenerife

Repúblikanar fella tillögu um að birta Epstein-skjöl
Heimur

Repúblikanar fella tillögu um að birta Epstein-skjöl

Alþingismanni ekki borist kæra
Innlent

Alþingismanni ekki borist kæra

„Kastalinn“ í Kópavogi falur
Fólk

„Kastalinn“ í Kópavogi falur

Fimm vísbendingar í leitinni að morðingja Charlie Kirk
Heimur

Fimm vísbendingar í leitinni að morðingja Charlie Kirk

Starfsmenn álversins á Reyðarfirði kjósa um verkfall
Landið

Starfsmenn álversins á Reyðarfirði kjósa um verkfall

Eitt af blómum Páls Óskars
Menning

Eitt af blómum Páls Óskars

Pólitík

Snorri skýtur til baka á Egil Helgason
Pólitík

Snorri skýtur til baka á Egil Helgason

Þingmaðurinn er ósáttur við orð fjölmiðlamannsins
Alþingi sett með pompi og prakt
Myndir
Pólitík

Alþingi sett með pompi og prakt

„Sigurður Ingi gengur með sóma af vellinum hvenær sem hann fer“
Pólitík

„Sigurður Ingi gengur með sóma af vellinum hvenær sem hann fer“

„Því er ekki að leyna að það er töluvert aðhald í frumvarpinu“
Pólitík

„Því er ekki að leyna að það er töluvert aðhald í frumvarpinu“

„Munum að síðasta heimstyrjöld hófst einmitt með árás á Pólland“
Pólitík

„Munum að síðasta heimstyrjöld hófst einmitt með árás á Pólland“

Sjálfstæðismenn vilja minnismerki í stað húss
Pólitík

Sjálfstæðismenn vilja minnismerki í stað húss

Loka auglýsingu