
Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar, áhöfnin á TF-SIF eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar, sjóbjörgunarsveitir á Vestfjörðum og áhöfnin á varðskipinu Þór voru kallaðar út laust fyrir klukkan 12 í kjölfar þess að skipstjóri farþegaskips hafði samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar á uppkallsrásinni VHF 16 og tilkynnti að báturinn hefði tekið niðri í Ísafjarðardjúpi, út af Ögri en greint er frá þessu í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni.
47 eru um borð í bátnum en engar tilkynningar hafa borist um slys á fólki né verið tilkynnt um að leki hafi komið að honum að sögn gæslunnar. Sjólag á vettvangi er með besta móti en mikil þoka.
Vegna fjölda farþega um borð í skipinu var hópslysaáætlun virkjuð og óskað eftir því að samhæfingarstöð almannavarna yrði mönnuð.
Á þessari stundu er unnið að skipulagi þess að koma farþegum frá borði áður en reynt verður að koma skipinu á flot. Björgunarskip eru komin á vettvang og aðstoð varðskipsins Þórs hefur verið afturkölluð.
Uppfært - 14:00
Öllum farþegum hefur verið komið í annan báta sem sigla til Súðavíkur.
Komment