1
Heimur

68 ára amma hlaut alvarleg brunasár eftir árás nágrannakonu

2
Fólk

Halldórshús í Mosfellsbæ sett á sölu

3
Peningar

Nítján auðmenn á Suðurlandi sem hafa það gott

4
Innlent

Egill skilur ekki Snorra Másson

5
Landið

Minnisvarði um flugslys í Glerárdal afhjúpaður á sunnudag

6
Innlent

Sigurður ræktaði kannabisplöntur í hjónaherberginu

7
Pólitík

„Munum að síðasta heimstyrjöld hófst einmitt með árás á Pólland“

8
Fólk

Össur fékk far með söngelskum rútubílstjóra

9
Peningar

Krefst aðgerða vegna stöðu láglaunafólks og húsnæðisvanda

10
Innlent

Þorbjörg vill ná stjórn á landamærunum

Til baka

Skoðaði fanga með margmilljóna Rolex

Heimavarnaráðherra Bandaríkjanna hneykslar með glingri í skelfilegu fangelsi.

Kristi Noem
Heimavarnaráðherrann í fangelsinu„Ekki koma ólöglega“ sagði Kristi Noem við væntanlega innflytjendur, með gullúrið um úlnliðinn.
Mynd: AFP

Kristi Noem, ráðherra Heimavarnaráðuneytis Bandaríkjanna, vakti mikla athygli þegar hún kynnti sér fangelsi í El Salvador á dögunum. Þar eru frelsissviptir innflytjendur sem sagðir eru hafa ferðast ólöglega til Bandaríkjanna. Svo vill til að 250 þeirra voru einnig fluttir ólöglega úr landi, af Trump-stjórninni í andstöðu við úrskurð alríkisdómara.

Það sem vakti athygli í fátæklegu umhverfinu í hinu alræmda Cecot-fangelsi í El Salvador var gullúr um úlnlið bandaríska embættismannsins. Um er að ræða sérútgáfu lúxusúraframleiðandans Rolex, sem heitir Rolex Cosmograph Daytona og selst á 50 þúsund dollara, eða rúmlega 6,6 milljónir króna.

Kristi Noem hefur verið harðlega gagnrýnd á samfélagsmiðlum fyrir smekklausan íburð í heimsókn þar sem fólk lifir við grimmilegar aðstæður.

Talsmaður heimavarnaráðherrans sagði að Noem hefði notað höfundatekjur sínar vegna bókar „til að kaupa hlut sem hún gæti gengið með og einn daginn arfleitt börnin sín að“.

Hin 53 ára gamla Noem var áður ríkisstjóri Suður-Dakóta og kom til greina sem varaforsetaefni Donalds Trump áður en hún var skipuð heimavarnaráðherra. Hún skrifaði bókina Not my First Rodeo, um upplifun sína af því að alast upp á búgarði. Þar lýsti hún því meðal annars þegar hún skaut árásargjarnan fuglaveiðihund - og „andstyggilega“ geit.

Kristi Noem er langt því frá eini stjórnmálamaðurinn til að ganga með Rolex. Það gerði líka Joe Biden, Donald Trump, Ronald Reagan og Gerald Ford. Útgáfa Noem er hins vegar ein sú fágætasta og mest eftirsótta af öllum. Hún er til þess fallin að gefa merkjaboð um ríkidæmi.

Mannréttindasamtök og fleiri hafa varað við því að fólk sé flutt án dóms og laga úr landi inn í hörmulegar aðstæður. Fangelsið var byggt árið 2023 og var því ætlað að hýsa 40 þúsund fanga.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment


Handtekinn grunaður um ólöglega dvöl á Íslandi
Innlent

Handtekinn grunaður um ólöglega dvöl á Íslandi

Var handtekinn og vistaður í fangaklefa
Boðar málsókn á hendur TikTok fyrir að stofna lífi í hættu
Heimur

Boðar málsókn á hendur TikTok fyrir að stofna lífi í hættu

Samstöðuganga fyrir Palestínu í Reykjavík og á Akureyri
Innlent

Samstöðuganga fyrir Palestínu í Reykjavík og á Akureyri

Lék með Sacramento Kings en semur nú við Álftanes
Sport

Lék með Sacramento Kings en semur nú við Álftanes

Krefst aðgerða vegna stöðu láglaunafólks og húsnæðisvanda
Peningar

Krefst aðgerða vegna stöðu láglaunafólks og húsnæðisvanda

„Því er ekki að leyna að það er töluvert aðhald í frumvarpinu“
Pólitík

„Því er ekki að leyna að það er töluvert aðhald í frumvarpinu“

Minnisvarði um flugslys í Glerárdal afhjúpaður á sunnudag
Landið

Minnisvarði um flugslys í Glerárdal afhjúpaður á sunnudag

Segir alveg öruggt „að samfélagsmiðlarnir magna haturstjáningu“
Innlent

Segir alveg öruggt „að samfélagsmiðlarnir magna haturstjáningu“

Morðingi Charlie Kirk enn laus en byssan er fundin
Heimur

Morðingi Charlie Kirk enn laus en byssan er fundin

Össur fékk far með söngelskum rútubílstjóra
Fólk

Össur fékk far með söngelskum rútubílstjóra

Egill skilur ekki Snorra Másson
Innlent

Egill skilur ekki Snorra Másson

Hildur vill selja eignahlut í Landsbankanum fyrir 350 milljarða
Innlent

Hildur vill selja eignahlut í Landsbankanum fyrir 350 milljarða

68 ára amma hlaut alvarleg brunasár eftir árás nágrannakonu
Heimur

68 ára amma hlaut alvarleg brunasár eftir árás nágrannakonu

Heimur

Boðar málsókn á hendur TikTok fyrir að stofna lífi í hættu
Heimur

Boðar málsókn á hendur TikTok fyrir að stofna lífi í hættu

Nefnd franskra þingmanna hefur lagt til að samfélagsmiðlar verði bannaðir hjá börnum
Önnur drónaárás gerð á skip flotans sem stefnir til Gaza
Myndband
Heimur

Önnur drónaárás gerð á skip flotans sem stefnir til Gaza

Morðingi Charlie Kirk enn laus en byssan er fundin
Heimur

Morðingi Charlie Kirk enn laus en byssan er fundin

68 ára amma hlaut alvarleg brunasár eftir árás nágrannakonu
Heimur

68 ára amma hlaut alvarleg brunasár eftir árás nágrannakonu

Eldri maður lést eftir að hafa verið bjargað úr sjó á Gran Canaria
Heimur

Eldri maður lést eftir að hafa verið bjargað úr sjó á Gran Canaria

Mótmælendur gerðu hróp að Trump á veitingastað
Myndband
Heimur

Mótmælendur gerðu hróp að Trump á veitingastað

Loka auglýsingu