
Skrifstofa Emmanuels Macron, forseta Frakklands, sendi fyrr í dag frá sér yfirlýsingu þar sem hún fordæmdi órökstuddar fullyrðingar um að forsetinn hefði verið með kókaínpoka með sér þegar hann heimsótti Úkraínu um helgina.
Orðrómar kviknuðu eftir að Macron sást á myndbandi taka upp krumpaðan hvítan hlut af borðinu þegar hann sat við hlið Friedrich Merz, kanslara Þýskalands, og Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, í ferð þeirra til Kænugarðs á laugardag.
Á opinberum Twitter-reikningi sínum var skrifstofan staðföst í því að um vasaklút væri að ræða.
„Þetta er vasaklútur. Til að snýta sér,“ stóð í færslu við hlið myndar af leiðtogunum með textanum: „Þetta er evrópsk eining. Til að byggja upp frið.“
Þá sagði skrifstofan að óvinir Frakklands, bæði innlendir og erlendir, stæðu fyrir falsfréttunum
When European unity becomes inconvenient, disinformation goes so far as to make a simple tissue look like drugs.
— Élysée (@Elysee) May 11, 2025
This fake news is being spread by France’s enemies, both abroad and at home. We must remain vigilant against manipulation. pic.twitter.com/xyXhGm9Dsr
Komment