Snorri Másson, þingmaður Miðflokksins, hefur svarað færslu Egils Helgasonar frá því í gær en þá sagðist fjölmiðlamaðurinn ekki skilja færslu þingmannsins sem hafði birst stuttu áður.
Egill sagði að stjórnmál á Íslandi væri allt öðruvísi en í Bandaríkjunum og MAGA væri okkur framandi hugmyndafræði.
Færsla Snorra í heild sinni:
Íslenskir vinstrimenn: Taka upp óbreytta pólitíska forgangsröðun bandaríska Demókrataflokksins (loftlagshamfarir, woke, inngilding, opin landamæri, „hatursorðræða“, kynjamálin, o.s.frv.)
Líka íslenskir vinstrimenn: „ÞIÐ ERUÐ AÐ FLYTJA INN FRAMANDI MENNINGU FRÁ ÚTLÖNDUM!“
Snorri hafði áður sagt að dagurinn sem Charlie Kirk var myrtur hafi verið svartur dagur fyrir málfrelsi á Vesturlöndum. „Gleymum því ekki að þetta ólýsanlega voðaverk felur í sér árás gegn frelsi okkar allra. Nú er að verjast,“ skrifaði Snorri um málið.
Komment