
Listamaðurinn Snorri Ásmundsson býður almenningi að taka þátt í gjörningi á Menningarnótt laugardaginn 23. ágúst, þar sem hann mun hugleiða fyrir ást og frið á lóð Listasafns Íslands.
Viðburðurinn hefst klukkan 15:00 og stendur til 17:00. Þá hyggst Snorri setjast inn í margrómaðan pýramída sinn sem hann hefur áður ferðast með um götur Reykjavíkur og jafnvel til Feneyja. Áhorfendur eru hvattir til að fylgjast með hugleiðslunni og jafnvel taka þátt á sinn hátt.
Pýramídi Snorra hefur vakið athygli bæði hérlendis og erlendis sem tákn um tengingu listar, trúar og friðar. Með gjörningnum vill listamaðurinn minna á mikilvægi samstöðu, kærleika og friðar í samfélaginu.
Viðburðurinn er öllum opinn og er aðgangur ókeypis.
Komment