Söguleg stund átti sér stað á Alþingi fyrr í dag en þá var framkvæmd fyrsta rýmingaræfing sem haldin hefur verið þar innandyra í allri sögu Alþingis.
Æfingin gekk vel að sögn þeirra sem viðstaddir voru og hlýddu ráðamenn þjóðarinnar öllum fyrirmælum vel og vandlega eins og sjá má á myndum. Fyrr um daginn hafði verið haldin sams konar æfing í Smiðju. Æfingin tók um það bil 15 mínútur.
Víkingur Óli Magnússon, ljósmyndari Mannlífs, skrásetti þessa sögulegu stund með myndavél sinni.




Mynd: Víkingur






Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa
Komment