1
Peningar

Vinsæll prestur stofnar félag utan um lánastarfsemi

2
Heimur

Barn á sjúkrahúsi eftir drukknunarslys við hótel á Kanarí

3
Innlent

Íslensk fjölskylda í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku

4
Innlent

Margrét Löf segir ákæruvaldið hafa dregið upp ranga mynd af háttsemi hennar

5
Innlent

Bendir á líkindi milli Úkraínustríðsins og upphafs seinni heimstyrjaldarinnar

6
Innlent

Þrír menn í haldi eftir viðamikla lögregluaðgerð í Laugarneshverfi

7
Innlent

Hanna Björg skipuð í embætti

8
Innlent

Sagðist ætla að veiða þorsk í Keflavík en var dæmdur í fangelsi

9
Fólk

Höfðingjasetur með listaverk í garðinum til sölu

10
Innlent

Birgir kýldi tvo menn á skemmtistað í Reykjavík

Til baka

Sögulegum kolmunnafarmi landað á Fáskrúðsfirði

„Bræðslan hefur verið stöðugt í gangi hjá okkur“

Götunes
GøtunesFæreyska skipið setti met um helgina.
Mynd: lvf.is

Færeyska uppsjávarskipið Gøtunes setti met um helgina þegar það landaði stærsta farmi sem eitt skip hefur nokkru sinni komið með til Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði. Um var að ræða 3.606 tonn af kolmunna, og lauk löndun um miðnætti í gær. Vertíðin hefur gengið afar vel og hafði Hoffell, skip Loðnuvinnslunnar, lokið veiðum fyrir helgina.

Í frétt Loðnuvinnslunnar kemur fram að skipverjar hafi tekið gleðinni þegar ljóst var að farmurinn væri sá stærsti sem nokkru sinni hefur verið landað hjá fyrirtækinu og einnig sá stærsti í sögu Gøtunes. Þó kolmunninn hafi verið ágætur, var hann farinn að horast.

Veiðisvæðin hafa undanfarið legið austur af Færeyjum, þar sem færeysk skip hafa helst haldið til.

Metapríl hjá Hoffelli

Baldur M. Einarsson, útgerðarstjóri Loðnuvinnslunnar, segir kolmunnavertíðina hafa gengið mjög vel. Verð á mjöli hefur haldist gott, þó lýsisverð hafi aðeins lækkað. „Bræðslan hefur verið stöðugt í gangi hjá okkur,“ segir hann í samtali við Austurfrétt.

Skip Loðnuvinnslunnar, Hoffell, landaði alls 8.600 tonnum í fjórum túrum í apríl. Á vef Loðnuvinnslunnar segir skipstjórinn Sigurður Bjarnason að mánuðurinn hafi verið sá besti í sögu skipsins.

Stærsti farmur vertíðarinnar

Auk íslensku skipanna hefur Loðnuvinnslan tekið á móti um 50.000 tonnum af kolmunna frá erlendum skipum. Alls hafa því um 57.000 tonn verið landuð hjá fyrirtækinu á þessari vertíð.

Metfarmur Gøtunes telst sá stærsti sem landað hefur verið hérlendis á þessari vertíð, og er hann aðeins 47 tonnum minni en sá stærsti sem um getur – 3.653 tonn sem Christian í Grótinum landaði hjá Eskju í fyrra.

Gert er ráð fyrir að Hoffell fari ekki aftur til veiða fyrr en í lok júní þegar makrílvertíðin hefst. Baldur segir að ekki sé enn ljóst hvernig framhald uppsjávarvinnslu verði hjá Loðnuvinnslunni, þar sem flest íslensk skip hafi lokið veiðum í bili, þó færeysk skip haldi enn áfram og einhver þeirra gætu enn komið til Fáskrúðsfjarðar.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Chomsky, Gates og David Blaine meðal þeirra sem eru á nýjustu Epstein-myndunum
Myndir
Heimur

Chomsky, Gates og David Blaine meðal þeirra sem eru á nýjustu Epstein-myndunum

Fyrrverandi forstjóri YouTube, meðstofnandi Google og fleiri valdamiklir menn myndaðir með barnaníðingnum
Níu ökumenn handteknir eftir umfangsmikið umferðareftirlit
Innlent

Níu ökumenn handteknir eftir umfangsmikið umferðareftirlit

Birgir kýldi tvo menn á skemmtistað í Reykjavík
Innlent

Birgir kýldi tvo menn á skemmtistað í Reykjavík

Barn á sjúkrahúsi eftir drukknunarslys við hótel á Kanarí
Heimur

Barn á sjúkrahúsi eftir drukknunarslys við hótel á Kanarí

Íslensk fjölskylda í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku
Innlent

Íslensk fjölskylda í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku

Réðst á mann við fótboltavöll og stal bíl
Innlent

Réðst á mann við fótboltavöll og stal bíl

Ískaldar játningar raðmorðingjans Joanne Dennehy
Heimur

Ískaldar játningar raðmorðingjans Joanne Dennehy

Tvær konur og tveir karlar vilja verða ríkislögreglustjóri
Innlent

Tvær konur og tveir karlar vilja verða ríkislögreglustjóri

Þrír menn í haldi eftir viðamikla lögregluaðgerð í Laugarneshverfi
Innlent

Þrír menn í haldi eftir viðamikla lögregluaðgerð í Laugarneshverfi

Stebbi Hilmars segir að það megi lyfta sér upp
Menning

Stebbi Hilmars segir að það megi lyfta sér upp

Halldór dæmdur fyrir manndrápstilraun
Innlent

Halldór dæmdur fyrir manndrápstilraun

Landið

Lax slapp úr eldisstöð í Vestmannaeyjum
Landið

Lax slapp úr eldisstöð í Vestmannaeyjum

MAST rannsakar málið
Dæla peningum í Reykjanesbæ
Landið

Dæla peningum í Reykjanesbæ

Sveitarfélög á Austurlandi saka ríkið um svikin loforð
Landið

Sveitarfélög á Austurlandi saka ríkið um svikin loforð

Seyðfirðingur biðst afsökunar á að hafa kosið Flokk fólksins
Landið

Seyðfirðingur biðst afsökunar á að hafa kosið Flokk fólksins

Yfirvöld styðja við menntun á landsbyggðinni
Landið

Yfirvöld styðja við menntun á landsbyggðinni

Óásættanlegt ástand á lóðum á Seyðisfirði
Landið

Óásættanlegt ástand á lóðum á Seyðisfirði

Loka auglýsingu