Karl á sextugsaldri lést á síðastliðinn laugardag á Lanzarote á Kanarí eftir að hafa fallið af þakinu á húsi sínu meðan hann var að setja upp jólaseríu samkvæmt tilkynningu frá yfirvöldum á eyjunni.
Atvikið átti sér stað um klukkan 14:40 í Altavista-hverfinu í Arrecife. Yfirvöld fengu tilkynningu um að maður hefði fallið úr stiga við hús. Sjúkraflutningamenn komu fljótt á vettvang en maðurinn var úrskurðaður látinn á vettvangi. Ekki hefur verið greint frá þjóðerni mannsins að svo stöddu.
Að sögn vitna sem töluðu við fjölmiðla hafði maðurinn staðið á stiga á þakinu þegar hann var að setja upp jólaljósin. Vitnisburður bendir til þess að hann hafi fallið um tæpa átta metra og lent með höfuðið á götunni fyrir neðan.
Lögreglan hefur hafið rannsókn á málinu en hún mætti einnig á vettvang þegar tilkynnt var um fallið.
Fjölmiðlar á eyjunni fögru segja að atvikið hafi haft mikil áhrif á samfélagið, sérstaklega í ljósi þess að undirbúningur fyrir jólin er í fullum gangi.


Komment