
Spænska ríkisstjórnin stöðvaði á fimmtudag umdeild vopnakaup upp á 7,5 milljónir dala frá Ísrael, eftir harða gagnrýni frá vinstrisinnuðum samstarfsflokkum innan ríkisstjórnarinnar.
Forsætisráðherra landsins, Pedro Sánchez, sem er leiðtogi sósíalistaflokksins, greip persónulega inn í og felldi niður samninginn eftir að Sumar, bandalag vinstrisinnaðra flokka, hótaði að segja sig frá stjórnarsamstarfinu.
„Eftir að hafa reynt allar leiðir til sátta ákváðu forsætisráðherra, varaforsætisráðherra og viðkomandi ráðuneyti að rifta þessum samningi við ísraelska fyrirtækið IMI Systems,“ sagði heimildarmaður innan ríkisstjórnarinnar við Al Jazeera í gær.
Heimildarmaðurinn vildi ekki láta nafn síns getið, samkvæmt venjum spænskra stjórnvalda.
Komment