
Vestmannaeyjar.Frá Vestmannaeyjum.
Mynd: Í eigu Vestmannaeyjabæjar.
Starfsmaður leikskóla í Vestmannaeyjum hefur verið sendur í ótímabundið leyfi eftir að hafa verið staðinn að því að slá til barns í leikskólanum.
Er málið er til meðferðar hjá bæjaryfirvöldum og litið alvarlegum augum.
Mun atvikið hafa átt sér stað í síðustu viku.
Málið er nú til meðferðar hjá deildarstjóra fræðslu- og uppeldismála hjá Vestmannabæ og mannauðsstjóra bæjarsins.
Starfsmaðurinn var sendur í leyfi um leið og málið kom upp en aðrar upplýsingar um málið liggja ekki fyrir að svo stöddu.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa
Komment