
Vestmannaeyjar.Frá Vestmannaeyjum.
Mynd: Í eigu Vestmannaeyjabæjar.
Starfsmaður leikskóla í Vestmannaeyjum hefur verið sendur í ótímabundið leyfi eftir að hafa verið staðinn að því að slá til barns í leikskólanum.
Er málið er til meðferðar hjá bæjaryfirvöldum og litið alvarlegum augum.
Mun atvikið hafa átt sér stað í síðustu viku.
Málið er nú til meðferðar hjá deildarstjóra fræðslu- og uppeldismála hjá Vestmannabæ og mannauðsstjóra bæjarsins.
Starfsmaðurinn var sendur í leyfi um leið og málið kom upp en aðrar upplýsingar um málið liggja ekki fyrir að svo stöddu.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Komment