1
Fólk

Ólafur Ragnar slær í gegn á TikTok

2
Fólk

Selja eitt skrautlegasta heimili borgarinnar

3
Heimur

Umfangsmikil leit að maka barnabarns Mick Jagger

4
Fólk

„Við vorum bara alltaf að borða afganga og höfðum úr litlu að moða“

5
Landið

Líkur á eldingum og hellidembu

6
Heimur

Fleiri smitast af hinni banvænu Nipah-veiru

7
Pólitík

Ólíklegt að Eyþór bjóði sig fram

8
Innlent

Lögreglan vakti íslenska Þyrnirós

9
Innlent

Dóra leiðréttir misskilning fjölmiðla

10
Pólitík

Helga yfirgefur Arion fyrir Miðflokkinn

Til baka

Stjórnendur Manchester United á Vopnafirði að ræða framtíð félagsins

Veiddu í ám Ratcliffe og ræddu leikmannamál

Vopnafjörður
Mynd: east.is

Æðstu stjórnendur Manchester United dvöldu nýverið á Vopnafirði þar sem þeir ræddu framtíðarstefnu félagsins í afslöppuðu umhverfi. Dvölin fór fram að frumkvæði Jims Ratcliffe, eiganda Ineos og ráðandi hluthafa í félaginu, sem á jarðir í kringum nokkrar helstu laxveiðiár svæðisins.

Fram kemur í íþróttamiðlinum The Athletic að Omar Berrada, framkvæmdastjóri United, og Jason Wilcox, yfirmaður íþróttamála, hafi mætt á staðinn til fundarhalda með Ratcliffe. Þjálfaranum Ruben Amorim var boðið með í ferðina, en ákveðið var að hann yrði eftir í Manchester til að sinna undirbúningi liðsins.

Ratcliffe hefur skapað sér þá hefð að funda með lykilfólki sínu í rólegu umhverfi víðs vegar um heiminn, þar sem hann telur slíkar aðstæður henta vel til að komast að kjarna mála. Megintilgangur Vopnafjarðarferðarinnar var að ræða stefnu félagsins, bæði íþróttalega og fjárhagslega, þar á meðal leikmannamál.

Þrátt fyrir lélegt fjarskiptasamband við árnar tókst þeim að ganga frá tilboði í framherjann Bryan Mbeumo upp á 70 milljónir punda. Mbeumo hefur verið á óskalista félagsins í sumar.

Stjórnendurnir funduðu reglulega meðan á dvölinni stóð, en sumir í hópnum nýttu líka tækifærið til að veiða í ánum hans Ratcliffe. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hann nýtir Vopnafjörð fyrir slíka fundi en í fyrra bauð hann Glazer-fjölskyldunni, meðeigendum sínum í United, til sambærilegrar samveru.

Frá Vopnafirði mun hópurinn halda til Svíþjóðar þar sem United leikur sinn fyrsta æfingaleik fyrir næsta tímabil. Eins og áður hefur einkaþotufloti Ineos verið nýttur til að ferja hópinn á milli Egilsstaða og Evrópu. Tvær slíkar vélar fara í dag, önnur til Nice í Frakklandi og hin til Englands.

Manchester United á að baki eitt sitt versta tímabil í áratugi og því ljóst að næstu ákvarðanir stjórnenda skipta miklu máli.

Austurfrétt fjallaði um málið.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Eltingaleikur Íslands endaði með svekkjandi jafntefli
Sport

Eltingaleikur Íslands endaði með svekkjandi jafntefli

Strákarnir okkar gætu þurft að treysta á úrslit í öðrum leikjum
Fyrrverandi forseti FIFA hvetur fólk til að sniðganga HM í Bandaríkjunum
Heimur

Fyrrverandi forseti FIFA hvetur fólk til að sniðganga HM í Bandaríkjunum

Óskarsverðlaun klámstjarna afhent
Myndir
Heimur

Óskarsverðlaun klámstjarna afhent

Leikari úr The Blind Side í öndunarvél eftir alvarleg veikindi
Heimur

Leikari úr The Blind Side í öndunarvél eftir alvarleg veikindi

Siv Friðleifsdóttir ætlar ekki að bjóða sig fram
Pólitík

Siv Friðleifsdóttir ætlar ekki að bjóða sig fram

Tveir fingralangir hlutu dóm fyrir að stela dýrum verkfærum
Innlent

Tveir fingralangir hlutu dóm fyrir að stela dýrum verkfærum

Fleiri smitast af hinni banvænu Nipah-veiru
Heimur

Fleiri smitast af hinni banvænu Nipah-veiru

Krefjast lausnar úr haldi ICE svo faðir geti mætt í jarðarför sonar síns
Heimur

Krefjast lausnar úr haldi ICE svo faðir geti mætt í jarðarför sonar síns

Helga yfirgefur Arion fyrir Miðflokkinn
Pólitík

Helga yfirgefur Arion fyrir Miðflokkinn

Sydney Sweeney hengdi fjölda brjóstahaldara á Hollywood-skiltið
Myndband
Heimur

Sydney Sweeney hengdi fjölda brjóstahaldara á Hollywood-skiltið

Dóra leiðréttir misskilning fjölmiðla
Innlent

Dóra leiðréttir misskilning fjölmiðla

Séra Bjarni segir Trump vera holdgerving öfgafullrar vestrænnar einstaklingshyggju
Innlent

Séra Bjarni segir Trump vera holdgerving öfgafullrar vestrænnar einstaklingshyggju

Sport

Eltingaleikur Íslands endaði með svekkjandi jafntefli
Sport

Eltingaleikur Íslands endaði með svekkjandi jafntefli

Strákarnir okkar gætu þurft að treysta á úrslit í öðrum leikjum
Liverpool-goðsögnin Ian Rush fluttur á gjörgæslu
Sport

Liverpool-goðsögnin Ian Rush fluttur á gjörgæslu

Mun íslenska landsliðið lenda í einu af efstu fjórum sætunum á EM?
Könnun
Sport

Mun íslenska landsliðið lenda í einu af efstu fjórum sætunum á EM?

„Við erum sem sagt að fara að taka gullið!“
Sport

„Við erum sem sagt að fara að taka gullið!“

Amorim látinn taka pokann sinn
Sport

Amorim látinn taka pokann sinn

Loka auglýsingu