
Andri Lucas Guðjohnsen átti heldur betur góðu gengi að fagna í gær með íslenska landsliðinu þegar liðið keppti á móti því franska.
Sóknarmaðurinn skoraði eitt glæsilegt mark eftir að íslenska liðið pressaði það franska langt innan vallarhelmingi þeirra. Hann skoraði svo annað mark undir lok leiksins en það var dæmt af vegna brots Andra á varnarmanni Frakklands. Dómurinn hefur hins vegar þótt mjög umdeildur og telja margir Íslendingar að markið hefði átt að standa.
Það breytir því ekki að Andri stóð sig mjög vel og hafa stuðningsmenn Blackburn Rovers tekið eftir því. Andri skrifaði nýverið undir samning við liðið og hefur ennþá ekki spilað leik fyrir félagið. Greinilegt er að stuðningsmenn Rovers horfðu á leikinn í gær því að viðbrögð þeirra á netinu útaf frammistöðu Andra enda ekki á hverjum degi sem leikmaður þeirra skorar á móti Frakklandi. Sumir telja að hann sé framtíð félagsins meðan svartsýnustu menn telja hann muni sennilega hafa góð áhrif á félagið.
Óhætt er að segja að það sé viðsnúningur frá því sem áður var en fáir höfðu mikla trú á honum þegar hann var keyptur til liðsins.
Komment