1
Pólitík

Lilja Rafney missir sæti sitt

2
Peningar

Penninn Eymundsson skellir í lás

3
Innlent

„Stolinn“ matarvagn auglýstur til sölu

4
Innlent

Verðmætum stolið úr bíl Björns

5
Minning

Guðmundur Andri minnist látins bekkjarbróður

6
Innlent

Tvö börn hafa kært Írisi „eltihrelli“

7
Heimur

„Rusldrottning“ Svíþjóðar gæti fengið sex ára dóm

8
Minning

Vilhjálmur Rafnsson er fallinn frá

9
Landið

Séra Karen fer heim á Snæfellsnes

10
Pólitík

Bráðamóttakan stækkuð til muna

Til baka

Óðinn ræður eina bestu sundkonu landsins til starfa

„Ragga býr yfir mikilli reynslu af þjálfun“

Ragnheiður Rúnólfsdóttir
Ragnheiður RunólfsdóttirSundfélagið Óðinn er kominn með frábæran liðstyrk

Sundfélagið Óðinn á Akureyri hefur ráðið Ragnheiði Runólfsdóttur sem yfirþjálfara á nýjan leik. Ragnheiður er ein allra besta sundkona sem Ísland hefur alið af sér. „Ragga býr yfir mikilli reynslu af þjálfun en hún hefur starfað við sundþjálfun frá árinu 1992 og lengst af sem yfirþjálfari,“ segir í tilkynningu á heimasíðu sundfélagsins. Samkvæmt Akureyri.net kemur Ragnheiður til starfa í sumar.

„Ragga er félaginu að góðu kunn þar sem hún sinnti þjálfun hjá Óðni á árunum 1996–1998 og svo aftur á árunum 2011–2019. Að undanförnu hefur hún starfað sem yfirþjálfari í Svíþjóð hjá Simklubben S02 í Gautaborg og hjá KBSS í Kungsbacka,“ segir á vef Óðins. „Við í Sundfélaginu Óðni bjóðum Röggu hjartanlega velkomna til starfa og hlökkum til að vinna með henni að því að efla starfið enn frekar.“

Eins og áður segir er Ragnheiður ein allra besta sundkona Íslandssögunnar en hún var kjörin íþróttamaður ársins 1991 af Samtökum íþróttafréttamanna og varð þannig önnur konan til að hreppa verðlaunin. Á sínum tíma keppti Ragnheiður á tvennum Ólympíuleikum, í Seoul í Suður-Kóreu árið 1988 og í Barcelona á Spáni 1992.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Komment


Roksana
Heimur

Starfsmaður á lúxusleikskóla ákærður fyrir að hafa beitt 23 börn ofbeldi

cocaine kókaín
Heimur

Barbie í lykilhlutverki í fíkniefnaheimi Suður-Ameríku

Flugvallastarfsmaðurinn
Myndband
Heimur

Starfsmenn flugfélags sem hæddust að viðskiptavini sagt upp

Marta Wieczorek
Innlent

Opnað fyrir tilnefningar um „Reykvíking ársins“

Jón Gnarr árið 2025
Fólk

Jón Gnarr át úldinn sviðakjamma

matarvagn páll hafþór
Innlent

„Stolinn“ matarvagn auglýstur til sölu

Karl III
Heimur

Karl konungur pirraðist á minningarathöfn um Sigurdaginn