1
Heimur

Karlmaður þungt haldinn eftir alvarlegt slys á Tene

2
Innlent

Hjördís lýsir hættulegu atviki á mótmælunum á föstudaginn

3
Menning

Gervigreindarmynd af Elly Vilhjálms vekur gremju

4
Fólk

Kristrún og Inga sungu fyrir Þorgerði Katrínu

5
Innlent

Lögreglumenn sýnilega pirraðir á mótmælendum

6
Peningar

Fer frá Boston á Höfðabakka

7
Innlent

Óskar dæmdur fyrir að lemja kærustu sína

8
Innlent

Aðalheiður segir Hreyfil hafa brugðist konum

9
Minning

Björk Aðalsteinsdóttir er látin

10
Innlent

Karlmaður handtekinn vegna líkamsárásar á konu

Til baka

Tapaði milljarði vegna spilafíknar en leikur í veðmálaauglýsingu

Eiður Smári hefur verið opinn varðandi spilafíkn sína í gegnum árin

Eiður Smári Epicbet
Eiður Smári er einn besti knattspyrnumaður í sögu ÍslandsHefur starfað sem þjálfari eftir að hann lagði skónna á hilluna.
Mynd: Skjáskot

Knattspyrnumaðurinn fyrrverandi Eiður Smári Guðjohnsen hefur komið víða við á ferlinum og meðal annars í auglýsingum.

Margir muna eftir auglýsingu sem landsliðsmaðurinn fyrrverandi lék í fyrir Coca Cola þar sem hann lék listir sínar vítt og breitt um höfuðborg Íslands.

Nú hefur veðmálafyrirtækið Epicbet, sem ekki hefur starfsleyfi á Íslandi, birt nýja auglýsingu fyrir fyrirtækið og hlaðvarpið Dr. Football, sem Hjörvar Hafliðason stjórnar. Þar er greint frá því að Eiður muni ganga til liðs við hlaðvarpið en helsti styrktaraðili þess er Epicbet. Auglýsingin endar svo á merki Epicbet. Þá hefur verið búin til knattspyrnutreyja með merki Dr. Football og Epicbet, sem er sýnd í auglýsingunni.

Við auglýsinguna skrifar veðmálafyrirtækið svo „Eiður Smári Gudjohnsen er Epic.“

Hefur sjálfur tapað háum fjárhæðum

Auglýsingin vekur sérstaklega athygli í ljós þessi að Eiður Smári hefur í gegnum árin verið opinskár um veðmálafíkn sína. Árið 2023 fagnaði Eiður reglubreytingu hjá ensku úrvalsdeildinni sem bannar veðmálafyrirtækjum að auglýsa framan á treyjum liða í deildinni.

„Hver einasti fótboltaaðdáandi, öll börn í heiminum, eru með augun límd við treyjur stærstu félaganna á hverjum degi. Treyjuauglýsing sendir sterk skilaboð og auglýsingar hafa mikil áhrif,“ sagði Eiður um bannið. „Þetta hefur áhrif á alla vegna þess að við sjáum þetta í sjónvarpinu, á auglýsingaskiltum og fótboltatreyjum. Þetta hefur orðið hluti hversdagslegs veruleika og ég held að bannið sendi mikilvæg og jákvæð skilaboð,“

Í viðtalinu sem Daily Mirror tók við Eið segir að hann hafi tapað rúmum milljarði króna á ævinni vegna spilafíknar.

„Fótboltamenn finna fyrir yfirgnæfandi pressu að standa sig og vera upp á sitt besta öllum stundum. Það getur haft mikil áhrif þegar hlutirnir ganga ekki sem skyldi. Þá áttu kannski til að leita í annað til að fá adrenalín eða slíkt. Fyrir suma geta það verið veðmál, aðrir snúa sér að flöskunni eða eitthvað annað sem á að verka sem skyndilausn,“ hélt Eiður áfram.

„Það er aðeins þegar þú áttar þig á því að engin slík skyndilausn er til sem þú byrjar að leita þér hjálpar.“

Starfa án leyfis

Umræða um veðmálastarfsemi á Íslandi hefur aukist á undanförnum árum og þá sérstaklega í ljósi þess að upp hafa sprottið veðmálafyrirtæki sem skráð eru erlendis en starfa á landinu án starfsleyfis.

„Veðmálafíkn er fyrst og fremst samfélagslegt vandamál, sem a.m.k. íþróttahreyfingin er meðvituð um, og miðað við þær upplýsingar sem liggja fyrir þá eru ungir karlmenn stór hluti þess hóps sem stundar veðmál,“ sagði Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri KSÍ, við Mannlíf um málið í febrúar.

„Það skiptir miklu máli að fyrirtæki sem bjóða upp á veðmál hafi skýra stefnu um ábyrga spilun og beini fólki ekki í hættulegan farveg. Á sama tíma og meirihluti þeirra sem veðja hafa stjórn á sinni spilun og nýta hana jafnvel í félagslegum tilgangi getum við ekki horft fram hjá dekkri hliðum hennar,“ skrifaði Willum Þór Willumsson, forseti íþrótta- og Ólympíusambands, Íslands í júlí.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Lögreglan lýsir eftir Aylin
Innlent

Lögreglan lýsir eftir Aylin

Aðalheiður segir Hreyfil hafa brugðist konum
Innlent

Aðalheiður segir Hreyfil hafa brugðist konum

Framhaldssaga „Hestanna í Borgarnesi”
Skoðun

Steinunn Árnadóttir

Framhaldssaga „Hestanna í Borgarnesi”

Veglegur hagnaður hjá Gömlu lauginni
Peningar

Veglegur hagnaður hjá Gömlu lauginni

MAST tekur fé bónda á Úthéraði
Landið

MAST tekur fé bónda á Úthéraði

Aldraður karlmaður drukknaði á Salinetas-ströndinni á Kanarí
Heimur

Aldraður karlmaður drukknaði á Salinetas-ströndinni á Kanarí

Götulistamaðurinn JóJó er fallinn frá
Minning

Götulistamaðurinn JóJó er fallinn frá

Óskar dæmdur fyrir að lemja kærustu sína
Innlent

Óskar dæmdur fyrir að lemja kærustu sína

„Ég skal ekki senda fleiri dróna“
Heimur

„Ég skal ekki senda fleiri dróna“

Rooney gagnrýnir Salah og efast um vinnusiðferði hans
Sport

Rooney gagnrýnir Salah og efast um vinnusiðferði hans

Lögreglumenn sýnilega pirraðir á mótmælendum
Myndir
Innlent

Lögreglumenn sýnilega pirraðir á mótmælendum

Hildur undirbýr sig fyrir átök
Slúður

Hildur undirbýr sig fyrir átök

Sport

Rooney gagnrýnir Salah og efast um vinnusiðferði hans
Sport

Rooney gagnrýnir Salah og efast um vinnusiðferði hans

„Hann hefur virst svolítið týndur undanfarið, að mínu mati“
Liverpool-aðdáandinn svarar fyrir sig
Myndband
Sport

Liverpool-aðdáandinn svarar fyrir sig

Fyrrum leikmaður Aftureldingar segir skilið við WWE
Myndband
Sport

Fyrrum leikmaður Aftureldingar segir skilið við WWE

Sérfræðingar SÞ hvetja FIFA til að banna Ísrael
Sport

Sérfræðingar SÞ hvetja FIFA til að banna Ísrael

Frakki hlaut sjötta Ólympíugullið 15 árum eftir mótið
Sport

Frakki hlaut sjötta Ólympíugullið 15 árum eftir mótið

Loka auglýsingu