
Ted snýr afturEkki liggur fyrir hvenær fjórða serían verður sýnd.
Mynd: Apple
Fjórða sería sjónvarpsþáttarins vinsæla Ted Lasso er væntanleg samkvæmt tilkynningu frá Apple. Jason Sudeikis mun einnig snúa aftur í aðalhlutverkinu.
Þættirnir nutu mikilla vinsælda á sínum tíma og unnu til fjölda verðlauna, en þar var fjallað um bandarískan ruðningsþjálfara sem reynir fyrir sér sem knattspyrnustjóri AFC Richmond í efstu deild Englands í fótbolta. Upphaflega stóð til að ljúka þáttaröðinni eftir þriðju seríuna, en nú er staðfest að sú fjórða sé á leiðinni.
Ekki liggur fyrir hvenær tökur hefjast eða hvenær fjórða serían verður frumsýnd.
Komment