1
Fólk

„Besta sauna sem smíðuð hefur verið á Íslandi“

2
Pólitík

Fyrrum þingmaður Sjálfstæðisflokks: „Skammist ykkar og biðjist afsökunar!“

3
Innlent

Lýsir „óviðunandi“ aðstæðum á vistheimili, þaðan sem starfskona hvarf

4
Innlent

„Sturlun í veðrinu í næstu viku“

5
Heimur

Barn lést í heitum bíl á meðan móðir hans lét stækka varirnar

6
Pólitík

Segir að Þorgerði Katrínu hafi snúist hugur

7
Pólitík

Telur þingflokksformann Sjálfstæðisflokksins hafa framið stjórnarskrárbrot

8
Innlent

Segir að Íslendingar séu staddir „í miðri valdaránstilraun“

9
Innlent

Tvær innköllunarviðvaranir: Ofnæmisvaldar ekki tilgreindir í asískum matvörum

10
Pólitík

„Mér þykir leiðinlegt að fundarstjórn mín sé túlkuð sem tilraun til valdaráns“

Til baka

Telur þingflokksformann Sjálfstæðisflokksins hafa framið stjórnarskrárbrot

Hildur Sverrisdóttir sleit fundi Alþingis í gær án umboðs frá forseta Alþingis

Hildur Sverrisdóttir
Hildur SverrisdóttirHildur sleit fundi á Alþingi án umboðs.
Mynd: Golli

Björn Leví Gunnarsson telur Hildi Sverrisdóttur, þingflokksformann Sjálfstæðisflokksins hafa framið stjórnarskrárbrot þegar hún, sem varaforseti Alþingis, sleit fundi Alþingis án umboðs frá forseta þingsins.

„Ég býst ekki við að fólk skilji hvað þetta er alvarlegt mál. Það er fátt sem er eins heilagt fyrir þingstörfin og fundarstjórn forseta.“ Þannig hefst Facebook-færsla Björns Levís, fyrrverandi þingmann Pírata, sem hann birti nú í morgun. Björn Leví bendir á að hann hafi sjálfur verið varaforseti Alþingis og viti því hver skylda hans er. Björn Leví heldur áfram:

„Ég hef verið varaforseti Alþingis og skylda varaforseta er virðing gagnvart forseta, ræðumanni, þingsalnum og þinginu öllu. Ég hef setið á forsetastól sem forseti án þess að vita hvort ég væri að fara að slíta fundi eða ekki - af því að forseti sagði engum hversu lengi fundur átti að standa.

Persónulega finnst mér það fáránlegt, að forseti geti bara ekki sagt fólki það, þegar dagskráin er svona. Ekki einu sinni starfsfólki þingsins er sagt frá því. En þannig er starfið og ábyrgðin. Þingfundur er heilagur samkvæmt stjórnarskrá.

"Alþingi kýs sér forseta og stýrir hann störfum þess".“

Í niðurlagi færslu sinnar segist Píratinn fyrrverandi meta málið sem svo að Hildur hafi brotið stjórnarskránna með því að slíta fundinum í gær.

„Þannig að þegar varaforseti tekur sér dagskrárvald með því að slíta fundi í óþökk forseta þá er það beinlínis stjórnarskrárbrot - að mínu mati.

Þannig að þegar ég segi alvarlegt, þá meina ég svo alvarlegt.“

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment


Utanríkisráðuneytið
Innlent

Stokkað upp í utanríkisþjónustunni

Flutningar forstöðumanna sendiskrifstofa í utanríkisþjónustunni standa nú fyrir dyrum og fólk færist á milli landa
Þröstur Helgason ritstjóri Bændablaðsins
Landið

„Eins og flest sem Ólafur segir um fyrirtæki bænda, stórundarlegur málflutningur“

Þorgerður Katrín á viðburði Riddara Kærleikans
Pólitík

Segir að Þorgerði Katrínu hafi snúist hugur

Einar Sveinbjörnsson
Innlent

„Sturlun í veðrinu í næstu viku“

Guðlaugur Þór
Pólitík

„Dimmur dagur í sögu Alþingis Íslendinga“

Davíð Már er kennari
Skoðun

Davíð Már Sigurðsson

Aukum við útsvar en ekki velferð barna?

Halla Þorvaldsdóttir
Innlent

Bið eftir geislameðferðum við „krabbameinum er komin langt úr hófi fram“

Alma D. Möller heilbrigðisráðherra
Innlent

Heilbrigðisráðherra telur að hægt sé að „einfalda núverandi þjónustukerfi“

Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur
Innlent

Segir að Íslendingar séu staddir „í miðri valdaránstilraun“

Björn Leví Gunnarsson
Skoðun

Björn Leví Gunnarsson

Að fara eftir reglum - Að vera þingmaður 8. kafli

Stefán Einar og Sara Lind
Fólk

„Besta sauna sem smíðuð hefur verið á Íslandi“

Hildur Sverrisdóttir
Pólitík

„Mér þykir leiðinlegt að fundarstjórn mín sé túlkuð sem tilraun til valdaráns“

Pólitík

Þorgerður Katrín á viðburði Riddara Kærleikans
Pólitík

Segir að Þorgerði Katrínu hafi snúist hugur

Stjórnmálafræðingurinn Hannes Hólmsteinn Gissurarson er á því að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir hafi eitt sinn verið fylgjandi ríkjandi kvótakerfi en hafi snúist hugur
Snorri Másson
Pólitík

Amma Snorra Mássonar ósátt við stjórnarandstöðuna

Guðlaugur Þór
Pólitík

„Dimmur dagur í sögu Alþingis Íslendinga“

Hildur Sverrisdóttir
Pólitík

„Mér þykir leiðinlegt að fundarstjórn mín sé túlkuð sem tilraun til valdaráns“

Kristrún Frostadóttir Guðrún Hafsteinsdóttir
Pólitík

Fyrrum þingmaður Sjálfstæðisflokks: „Skammist ykkar og biðjist afsökunar!“

Hildur Sverrisdóttir
Pólitík

Telur þingflokksformann Sjálfstæðisflokksins hafa framið stjórnarskrárbrot

Loka auglýsingu