
Hallgrímur Helgason, rithöfundur og listmálari, skýtur föstum skotum á nokkra notendur samfélagsmiðlinum X í nýrri Facebook-færslu.
Í færslunni birtist Hallgrímur skjáskot af færslum á X þar sem meðal annars segir að 88 sé hundaflaut Hallgríms og er þar vísað í tölu sem nýnasistar nota gjarnan en hún stendur fyrir áttunda stafinn í stafrófinu, H eða Heil Hitler.
Hallgrímur segir að jólin séu greinilega komin hjá heimska hægrinu og á þar með við rithöfundinn Stefán Mána. Hrósar hann þó rasistunum fyrir kunnáttu á gervigreindinni en einn notanda X-ins birti Hallgrím sem dökkan mann, sennilega án þess að vita að Hallgrímur gerði það sjálfur í málverki árið 1989.
Hér má lesa færsluna:
„Það eru jólin hjá heimska hægrinu á X greinilega. Rasistarnir eru samt ansi góðir í gervigreindinni, mun betri en ég var sjálfur í olíumálverkinu 1989. Geggjuð útfærsla á þessari gömlu hugmynd minni! Takk Arnar Arinbjarnarson, Stefán Máni og Jón Ingimarsson!“

Komment