1
Peningar

Vinsæll prestur stofnar félag utan um lánastarfsemi

2
Innlent

Margrét Löf segir ákæruvaldið hafa dregið upp ranga mynd af háttsemi hennar

3
Innlent

Bendir á líkindi milli Úkraínustríðsins og upphafs seinni heimstyrjaldarinnar

4
Innlent

Kona kærð fyrir að taka ólöglega beygju

5
Innlent

Hanna Björg skipuð í embætti

6
Innlent

Íslensk fjölskylda í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku

7
Innlent

Þrír menn í haldi eftir viðamikla lögregluaðgerð í Laugarneshverfi

8
Heimur

Barn á sjúkrahúsi eftir drukknunarslys við hótel á Kanarí

9
Innlent

Sagðist ætla að veiða þorsk í Keflavík en var dæmdur í fangelsi

10
Fólk

Höfðingjasetur með listaverk í garðinum til sölu

Til baka

„Þess vegna er þetta dauðasvæði“

Jóhann Páll segir ríkisstjórnina hafa uppi áform um frekari skref til að jafna dreifkostnað til kaupenda raforku um land allt.

Jóhann Páll ráðherra
Jóhann Páll Jóhannsson ráðherraLeggur til hækkun jöfnunargjalds og dreifbýlisframlags.
Mynd: Mannlíf

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, Jóhann Páll Jóhannsson, segir ríkisstjórnina hafa áform um frekari skref til að jafna dreifkostnað til kaupenda raforku um allt landið.

Fulltrúar Múlaþings hafa lýst því sem tvískinnungi að íbúar sem búa nálægt virkjunum greiði álag sem þeir sem eru fjær þurfa ekki að gera.

Kemur fram á vefmiðlinum Austurfrétt að Jóhann Páll hafi þegar lagt til hækkun jöfnunargjalds sem og dreifbýlisframlags er hann segir að muni lækka mánaðarlegan kostnað kaupenda í dreifbýli um 20 prósent frá og með 1. júlí næstkomandi.

Bæði á vorfundi Rarik í apríl og á fundi orkusveitarfélaga á mánudag boðaði Jóhann Páll ennþá stærri skref til jöfnunar á raforkukostnaði í haust.

Á þessum fundi var einnig Jónína Brynjólfsdóttir, sem er forseti sveitarstjórnar Múlaþings, einnig með erindi þar sem hún lýsti yfir ánægju sinni með breytingarnar. Jónína benti á tvískinnung þess að foreldrar hennar í Reykjavík greiddu ekkert gjald af flutningi raforku er framleidd væri á Þjórsársvæðinu á meðan íbúar nærri virkjunum þyrftu að gera það.

Kemur fram að Berglind Harpa Svavarsdóttir, sem er formaður byggðaráðs Múlaþings, ræddi þetta einnig á fundi er Landsnet hélt á Egilsstöðum í byrjun maí. Þar sagði Berglind að ekki gengi að uppbygging dreifikerfis raforku byggði algjörlega á því að orka væri flutt frá Austurlandi til annarra notenda; seld þar á lægra verði. Berglind kallaði eftir því að stjórnvöld jöfnuðu dreifikostnað milli þéttbýlis og dreifbýlis, að hennar mati kæmi ekkert annað til greina.

Þær stöllur Jónína og Berglind ræddu hvernig skilgreiningar dreifiveitna á dreifbýli falli ekki saman við skilgreiningar sveitarfélaga. Sagði Jónína slíkt hafa afleiðingar - til dæmis fyrir Múlaþing - sem hefur skipulagt atvinnusvæði við Valgerðarstaði norður af Fellabæ. Það er dreifbýli samkvæmt skilgreiningu Rarik og því bætist við álag á raforkuna:

„Þetta er okkar stærsta iðnaðarsvæði og þangað beinum við áhugasömum fyrirtækjum. En af því að Rarik vill meina að þarna eigi að vera dreifbýlisgjald telja fyrirtækin ekki borga sig að fara í uppbyggingu. Þess vegna er þetta dauðasvæði,“ sagði Jónína. Hún bætti við að álagið hindraði líka atvinnuuppbyggingu til sveita. „Það ætti að verðlauna landssvæðin fyrir framleiðslu með forgangi að orku fyrir sín samfélög, bæði til atvinnulífs og vaxtar samfélagsins,“ sagði Berglind Harpa.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Birgir kýldi tvo menn á skemmtistað í Reykjavík
Innlent

Birgir kýldi tvo menn á skemmtistað í Reykjavík

Annar þeirra hlaut alvarlega áverka
Barn á sjúkrahúsi eftir drukknunarslys við hótel á Kanarí
Heimur

Barn á sjúkrahúsi eftir drukknunarslys við hótel á Kanarí

Íslensk fjölskylda í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku
Innlent

Íslensk fjölskylda í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku

Réðst á mann við fótboltavöll og stal bíl
Innlent

Réðst á mann við fótboltavöll og stal bíl

Ískaldar játningar raðmorðingjans Joanne Dennehy
Heimur

Ískaldar játningar raðmorðingjans Joanne Dennehy

Tvær konur og tveir karlar vilja verða ríkislögreglustjóri
Innlent

Tvær konur og tveir karlar vilja verða ríkislögreglustjóri

Þrír menn í haldi eftir viðamikla lögregluaðgerð í Laugarneshverfi
Innlent

Þrír menn í haldi eftir viðamikla lögregluaðgerð í Laugarneshverfi

Stebbi Hilmars segir að það megi lyfta sér upp
Menning

Stebbi Hilmars segir að það megi lyfta sér upp

Halldór dæmdur fyrir manndrápstilraun
Innlent

Halldór dæmdur fyrir manndrápstilraun

Bendir á líkindi milli Úkraínustríðsins og upphafs seinni heimstyrjaldarinnar
Innlent

Bendir á líkindi milli Úkraínustríðsins og upphafs seinni heimstyrjaldarinnar

Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö
Heimur

Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö

Landið

Lax slapp úr eldisstöð í Vestmannaeyjum
Landið

Lax slapp úr eldisstöð í Vestmannaeyjum

MAST rannsakar málið
Dæla peningum í Reykjanesbæ
Landið

Dæla peningum í Reykjanesbæ

Sveitarfélög á Austurlandi saka ríkið um svikin loforð
Landið

Sveitarfélög á Austurlandi saka ríkið um svikin loforð

Seyðfirðingur biðst afsökunar á að hafa kosið Flokk fólksins
Landið

Seyðfirðingur biðst afsökunar á að hafa kosið Flokk fólksins

Yfirvöld styðja við menntun á landsbyggðinni
Landið

Yfirvöld styðja við menntun á landsbyggðinni

Óásættanlegt ástand á lóðum á Seyðisfirði
Landið

Óásættanlegt ástand á lóðum á Seyðisfirði

Loka auglýsingu