1
Innlent

Læknirinn hótar Hödd málsókn

2
Innlent

Margrét segist hafa haldið að pabbi hennar hefði dottið

3
Fólk

Helgi Björns í kröppum dansi í Landeyjahöfn þegar kríur réðust að honum

4
Heimur

Eldri borgari grunaður um að hafa eitrað fyrir börnum í sumarbúðum

5
Innlent

„Hugurinn leitar til Helfararinnar“

6
Menning

Spennan magnast á leiðinni á Þjóðhátíð

7
Innlent

Jódís minnir á að „grimmd og brjálsemi“ Ísraela er ekki ný af nálinni

8
Heimur

Rússland upplifði metfjölda farsímanetslokana í júlí

9
Landið

Einungis konur á vakt hjá slökkviliði Fjarðabyggðar

10
Heimur

Trump hótar Rússum með kjarnorkukafbátum

Til baka

Spennan magnast á leiðinni á Þjóðhátíð

Ljósmyndari Mannlífs skoðaði stemmninguna við Landeyjahöfn í dag.

Elísabet Ýr, Jón Gunnar og Hafdís Lára
Elísabet Ýr, Jón Gunnar og HafdísHressir Þjóðhátíðargestir á leið til Eyja
Mynd: Víkingur

Mikil stemmning var í Landeyjahöfn í dag þegar ljósmyndara Mannlífs bar að garði. Þar mátti sjá gesti Þjóðhátíðarinnar í Vestmannaeyjum á leið sinni í Herjólfi en herlegheitin hefjast í kvöld.

Landeyjarhöfn fyrir Þjóðhátíð
StemmningÞessir eru við öllu búnir
Mynd: Víkingur

Veðurspáin er hreint ekki góð víða um land en þó sérstaklega slæm í á Suður- og Vesturlandi. Lægð stefnir á landið með tilheyrandi hvassviðri en í Vestmannaeyjum gæti orðið ansi hvassasamt í kvöld og í nótt.

Mannlíf tók nokkra gesti tali og ræddi við þá um helgina.

Óskar Þórir
Óskar ÞórirÓskar er að fara í þriðja skiptið á Þjóðhátíð
Mynd: Víkingur

Ertu spenntur fyrir þjóðhátíð?

„Ég er til í þetta! Þó svo að það verði rigning og vesen.”

Hefurðu farið áður?

„Nei þetta er í þriðja skiptið. Ég kom heim á hækjum síðast en ég ætla að sigra eyjuna í sumar.”

Með hverjum ertu að fara?

„Ég er að fara með nokkrum félögum, við erum sjö saman.”

Ertu að gista í tjaldi?

„Já, rent a tent.”

Hefurðu einhverjar áhyggjur af veðrinu?

„Nei, maður verður bara að díla við þetta. Dressa sig vel og rífa sig í gang.”

Mikael, Hektor og Arnaldur
Mikael, Hektor og ArnaldurFélagarnir eru með smá veðurkvíða
Mynd: Víkingur

Mikael, Hektor og Arnaldur voru hressir.

Eruð spenntir fyrir þjóðhátíð?

„Já.”

Hafið þið farið áður?

„Já þetta er fjórða og þriðja skipti hjá okkur.”

Með hverjum eruð þið að fara?

„Við erum þrír hérna og svo eru tveir inni sem eru með okkur.”

Eruð þið að gista í tjaldi?

„Yes sir.”

Hafið þið einhverjar áhyggjur af veðrinu?

„Okkur líst ekkert allt of vel á þetta. En þetta er bara partur af þessu, við erum orðnir vanir og maður lærir með þessu.”

Hvað er það sem maður lærir?

„Halda svefnpokanum þurrum númer 1-2-3 og svo halda dýnunni þurri.”

Flóki og Árný
Flóki og ÁrnýÞau ætla að hafa vaðið fyrir neðan sig um helgina.
Mynd: Víkingur

Flóki og Árný munu gista í húsi ásamt 11 öðrum.

Eruð þið ekki spennt?

„Jú!”

Hafið þið mætt áður á Þjóðhátíð?

„Já, Hann hefur farið fjórum sinnum og ég (Árný) þrisvar.”

Með hverjum farið þið?

„Við erum 13 að fara saman.”

Og hvað, á að gista í tjaldi?

„Nei við verðum öll saman í húsi.”

Eruð þið ekki með neinn veðurkvíða?

„Nei, nei.”

Kjartan og Jakob
Kjartan og JakobGolfvallastarfsmaðurinn og sundlaugavörðurinn hressir.
Mynd: Víkingur

Kjartan golfvallastarfsmaður og vinur hans Jakob sundlaugavörður eru mjög spenntir fyrir helginni.

Eruð þið ekki spenntir?

„Já, auðvitað. Spennan stigmagnast bara með líðandi stundu.”

Er þetta fyrsta Þjóðhátíðin ykkar?

„Já, við erum báðir að fara í fyrsta skipti.”

Hverjir fara með ykkur?

„Við erum að fara saman nokkrir strákar. Þeir eru á leiðinni núna.”

Og hvað, á að gista í tjaldi?

„Nei við erum heppnir og náðum að redda húsi.”

Eruð þið eitthvað smeykir við veðrið?

„Nei, nei, þetta verður bara stemming.”

Elísabet Ýr, Jón Gunnar og Hafdís Lára
Elísabet Ýr, Jón Gunnar og Hafdís LáraÞessir félagar eru sveitafólk og hafa ekki áhyggjur af veðrinu.
Mynd: Víkingur

Þau Elísabet Ýr, Jón Gunnar og Hafdís Lára eru að deyja úr spennu.

Eruð þið ekki spennt?

„Já, erum mjög spennt.”

Hafið þið mætt áður á Þjóðhátíð?

„Já og nei. Við fórum fyrir tíu árum en Elísabet hefur ekki farið áður.”

Og hvað kemur til?

„Tja bara 10 ár síðan.”

Á að gista í tjaldi?

„Nei við erum í Fellihýsi.”

Hafið þið miklar áhyggjur af storminum?

„Nei, við erum líka sveitafólk. Erum vön því að vera blaut og köld.”

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Styrkja Mannlíf

Má bjóða þér að styrkja starfsemi Mannlífs með mánaðarlegu framlagi?


Komment


Sótölvaðir menn létu greipar sópa á hóteli
Innlent

Sótölvaðir menn létu greipar sópa á hóteli

Hópur manna voru með ólæti inni á skemmtistað í miðborg Reykjavíkur
Læknirinn hótar Hödd málsókn
Innlent

Læknirinn hótar Hödd málsókn

Trump hótar Rússum með kjarnorkukafbátum
Heimur

Trump hótar Rússum með kjarnorkukafbátum

Margrét segist hafa haldið að pabbi hennar hefði dottið
Innlent

Margrét segist hafa haldið að pabbi hennar hefði dottið

Helgi Björns í kröppum dansi í Landeyjahöfn þegar kríur réðust að honum
Myndir
Fólk

Helgi Björns í kröppum dansi í Landeyjahöfn þegar kríur réðust að honum

Áhrif tollanna frá Bandaríkjunum eru mismikil innan Evrópusambandsins
Heimur

Áhrif tollanna frá Bandaríkjunum eru mismikil innan Evrópusambandsins

Eldri borgari grunaður um að hafa eitrað fyrir börnum í sumarbúðum
Heimur

Eldri borgari grunaður um að hafa eitrað fyrir börnum í sumarbúðum

Jódís minnir á að „grimmd og brjálsemi“ Ísraela er ekki ný af nálinni
Innlent

Jódís minnir á að „grimmd og brjálsemi“ Ísraela er ekki ný af nálinni

Einungis konur á vakt hjá slökkviliði Fjarðabyggðar
Landið

Einungis konur á vakt hjá slökkviliði Fjarðabyggðar

Rússland upplifði metfjölda farsímanetslokana í júlí
Heimur

Rússland upplifði metfjölda farsímanetslokana í júlí

„Hugurinn leitar til Helfararinnar“
Innlent

„Hugurinn leitar til Helfararinnar“

Amir gekk 12 kílómetra eftir mat – fékk afganga og var skotinn til bana
Myndband
Heimur

Amir gekk 12 kílómetra eftir mat – fékk afganga og var skotinn til bana

Menning

Drullusokkar með kampavín
Menning

Drullusokkar með kampavín

Segja að hjartað sökkvi þegar þeir sjá þig á klúbbnum
Dagur B. steig óvænt á svið sem gestaleikari
Menning

Dagur B. steig óvænt á svið sem gestaleikari

Spennan magnast á leiðinni á Þjóðhátíð
Myndir
Menning

Spennan magnast á leiðinni á Þjóðhátíð

Götubitahátíðinni í Hljómskálagarðinum lýkur í dag
Myndir
Menning

Götubitahátíðinni í Hljómskálagarðinum lýkur í dag

Emmsjé Gauti „fokkar shitti upp“
Menning

Emmsjé Gauti „fokkar shitti upp“

Loka auglýsingu