
Hátíðin fer fram á AkranesiMorðingjarnir gömlu góðu koma og taka nokkur lög
						
					
					Mynd: Akraneskaupstaður
					
				Búið er að tilkynna um allar hljómsveitirnar sem koma fram á Lilló Hardcore Fest á Akranesi en hátíðin verður haldin 31. október til 1. nóvember. Hátíðin hefur verið haldin árlega síðan 2022 og hafa margar góðar og þekktar hljómsveitir spilað og skemmt fólki.
Meðal hljómsveita sem koma fram þetta árið eru Hark, Morðingjarnir, GLEÐILEGT FOKKING ÁR og Þögn en sú síðastnefnda hefur ekki verið starfandi lengi en þykir mjög efnileg.
Hana skipa Arna Gunnlaugsdóttir, Aðalbjörg Andrea Brynjarsdóttir, María Fönn Frostadóttir, Júlí Sigurjónsdóttir og Linda Vernharðsdóttir.
 
			Kjósa
  
  
    Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa
  
 
                    
 
     
     
     
     
     
     
     
     
     
     
     
     
     
     
     
     
     
     
    
Komment