1
Peningar

Annþór stofnar fyrirtæki

2
Innlent

Ökumaður stórslasaði konu við Pizzuna

3
Innlent

Neyðarboð barst frá strætisvagni

4
Innlent

„Er lögreglan á höfuðborgarsvæðinu orðin útibú frá Miðflokknum?“

5
Fólk

Lúxus þakíbúð í miðborginni til sölu

6
Heimur

Byrlaði eiginkonunni ólyfjan um árabil og nauðgaði

7
Heimur

Búðarþjófur beindi byssu að lögregluþjóni

8
Heimur

Fundu aldraða konu sem hafði týnst á Tenerife

9
Innlent

Umráðamaður sparkaði ítrekað í hund

10
Innlent

Maður fluttur á slysadeild eftir að ekið var á hann

Til baka

Þóra Kristín rífur stjórnarandstöðuna í sig

„Þau eru búin að klæða sig uppá í völdin og forréttindin. Án þeirra eru þau berrössuð.“

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir
Þóra Kristín ÁsgeirsdóttirUpplýsingafulltrúinn er afar ósátt við stjórnarandstöðuna.

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, upplýsingafulltrúi hjá Íslenskri erfðagreiningu og fyrrverandi fjölmiðlakona, lætur stjórnarandstöðuna fá það óþvegið í nýrri Facebook-færslu.

Í færslunni segir Þóra Kristín að í herbúðum Sjálfstæðisflokksins hafi ríkt stöðugt uppnám frá því að flokkurinn neyddist til að yfirgefa stjórnarráðið.

„Það er stöðugt uppnám í herbúðum Sjálfstæðisflokksins eftir að flokkurinn þurfti að yfirgefa stjórnarráðið. Þingmenn valdaflokksins eru ekki í karakter í núverandi hlutverki, þeir garga og gagnrýna allt laust og fast, alltaf jafn reiðir og sárhneykslaðir sama hvert tilefnið er.“

Nefnir hún sérstaklega Víði Reynisson og lætin sem urðu þegar í ljós kom að hann hafði hringt í Útlendingastofnun og ríkislögreglustjóra vegna máls hins 17 ára Oscars And­ers Boca­negra Flor­ez, sem til stóð, þar til því var frestað, að vísa brott af landinu en hann á fósturfjölskyldu hér á landi.

„Nú er það framganga Víðis sem kvelur þau, hann vildi ekki horfa þegjandi upp á að 17 ára unglingur, sem býr hér í skjóli fósturforeldra sem taka ábyrgð á honum, yrði dreginn fram úr rúmi sínu og fluttur nauðungarflutningi á götuna í Kólumbíu, meðan einungis eru nokkrir dagar þar til Alþingi tekur afstöðu til þess hvort hann fær ríkisborgararétt á Íslandi.
Eina sem Víðir gerði var að vekja athygli á því að það gæti borgað sig að bíða eftir niðurstöðu áður en lögreglan hæfist handa við brottflutning.“

Segir Þóra þingmenn Sjálfstæðisflokksins „liggja á hundaflautunni“ vegna málsins og krefjist þess að framtíðarmöguleikar Oscars verði eyðilagðar.

„Þingmenn flokksins liggja á hundaflautunni og krefjast þess að fá höfuð Víðis á fati og að framtíð þessa unglings verði lögð í rúst, þeir eru skjálfandi af heift og bræði.
En uppnámið er í grunninn vegna þess, að þau telja að valdarán hafi verið framið í landinu. Það sé hérna vinsæl ríkisstjórn, án þess að þau og sérhagsmunir skjólstæðinga þeirra eigi nokkra aðkomu að henni.“

Að endingu segir Þóra Kristín að án valds og forréttinda sé stjórnarandstaðan alsber, „gráthlægileg“ og „stundum óbærilega leiðinleg“.

„Þau eru ekki í karakter í minnihluta, kunna ekki að reka málefnalega og einarða stjórnarandstöðu og vera ósammála án þess að saka viðmælandann í sífellu um lögbrot og heimta refsingar. Þau eru búin að klæða sig uppá í völdin og forréttindin. Án þeirra eru þau berrössuð. Þau eru varla hættuleg, frekar gráthlægileg og stundum alveg óbærilega leiðinleg.“

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Dómssigur Kisiya vekur von meðal Palestínumanna
Heimur

Dómssigur Kisiya vekur von meðal Palestínumanna

Kristin palestínsk kona getur loksins snúið aftur á land sitt eftir að dómstóll dæmdi henni í vil gegn ólöglegum landnemum.
Hlaut 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir hnefahögg í vinnubúðum
Innlent

Hlaut 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir hnefahögg í vinnubúðum

Rússneskir embættismenn óttast netlokanir Kremlar
Heimur

Rússneskir embættismenn óttast netlokanir Kremlar

Fundu aldraða konu sem hafði týnst á Tenerife
Heimur

Fundu aldraða konu sem hafði týnst á Tenerife

Enginn dýralæknir á bakvakt fyrir austan yfir jólin
Landið

Enginn dýralæknir á bakvakt fyrir austan yfir jólin

Maður fluttur á slysadeild eftir að ekið var á hann
Innlent

Maður fluttur á slysadeild eftir að ekið var á hann

Trump flaug mun oftar með einkaþotu Epstein en áður var talið
Heimur

Trump flaug mun oftar með einkaþotu Epstein en áður var talið

Hitinn nær allt að 20 gráðum um jólin
Landið

Hitinn nær allt að 20 gráðum um jólin

Byrlaði eiginkonunni ólyfjan um árabil og nauðgaði
Heimur

Byrlaði eiginkonunni ólyfjan um árabil og nauðgaði

Ökumaður stórslasaði konu við Pizzuna
Innlent

Ökumaður stórslasaði konu við Pizzuna

„Er lögreglan á höfuðborgarsvæðinu orðin útibú frá Miðflokknum?“
Innlent

„Er lögreglan á höfuðborgarsvæðinu orðin útibú frá Miðflokknum?“

Umráðamaður sparkaði ítrekað í hund
Innlent

Umráðamaður sparkaði ítrekað í hund

Pólitík

Össur lofar frammistöðu Valkyrjanna í Silfrinu
Pólitík

Össur lofar frammistöðu Valkyrjanna í Silfrinu

Gefur lítið fyrir frammistöðu formanns Sjálfstæðisflokksins
Sanna tilkynnir framboð
Myndband
Pólitík

Sanna tilkynnir framboð

Verkefnastjóri Miðflokksins vill ekki sjá „múslímskt höfuðfat“ á Íslandi
Pólitík

Verkefnastjóri Miðflokksins vill ekki sjá „múslímskt höfuðfat“ á Íslandi

Dóra Björt komin í Samfylkinguna
Pólitík

Dóra Björt komin í Samfylkinguna

„Er ekki kominn tími til að tala um eitthvað annað en útlendinga, t.d. húsnæðismál eða eitthvað?“
Pólitík

„Er ekki kominn tími til að tala um eitthvað annað en útlendinga, t.d. húsnæðismál eða eitthvað?“

„Hvað er eiginlega að þessu andskotans pakki í stjórnarandstöðunni?“
Pólitík

„Hvað er eiginlega að þessu andskotans pakki í stjórnarandstöðunni?“

Loka auglýsingu