1
Minning

Kristinn Guðmundsson er fallinn frá

2
Innlent

Lögreglan lýsti eftir sex ára dreng

3
Fólk

Selja einbýli í Mosfellsbæ með sundlaug

4
Fólk

Ester reynir aftur að selja höllina í Laugardalnum

5
Fólk

Einstæð móðir í Suður-Afríku breytti lífsýn Sölva

6
Landið

Kvartarinn verið ákærður 12 sinnum

7
Heimur

Sjaldgæf innsýn í fjölskyldulíf Meghan og Harrýs

8
Landið

Kristmundur þiggur starfið sem Úlfar afþakkaði

9
Heimur

Stífla við Belgorod farin að leka eftir árás Úkraínu

10
Heimur

Dularfullt andlát lögreglumanns eftir rassastækkun í rannsókn

Til baka

Þóra Kristín rífur stjórnarandstöðuna í sig

„Þau eru búin að klæða sig uppá í völdin og forréttindin. Án þeirra eru þau berrössuð.“

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir
Þóra Kristín ÁsgeirsdóttirUpplýsingafulltrúinn er afar ósátt við stjórnarandstöðuna.

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, upplýsingafulltrúi hjá Íslenskri erfðagreiningu og fyrrverandi fjölmiðlakona, lætur stjórnarandstöðuna fá það óþvegið í nýrri Facebook-færslu.

Í færslunni segir Þóra Kristín að í herbúðum Sjálfstæðisflokksins hafi ríkt stöðugt uppnám frá því að flokkurinn neyddist til að yfirgefa stjórnarráðið.

„Það er stöðugt uppnám í herbúðum Sjálfstæðisflokksins eftir að flokkurinn þurfti að yfirgefa stjórnarráðið. Þingmenn valdaflokksins eru ekki í karakter í núverandi hlutverki, þeir garga og gagnrýna allt laust og fast, alltaf jafn reiðir og sárhneykslaðir sama hvert tilefnið er.“

Nefnir hún sérstaklega Víði Reynisson og lætin sem urðu þegar í ljós kom að hann hafði hringt í Útlendingastofnun og ríkislögreglustjóra vegna máls hins 17 ára Oscars And­ers Boca­negra Flor­ez, sem til stóð, þar til því var frestað, að vísa brott af landinu en hann á fósturfjölskyldu hér á landi.

„Nú er það framganga Víðis sem kvelur þau, hann vildi ekki horfa þegjandi upp á að 17 ára unglingur, sem býr hér í skjóli fósturforeldra sem taka ábyrgð á honum, yrði dreginn fram úr rúmi sínu og fluttur nauðungarflutningi á götuna í Kólumbíu, meðan einungis eru nokkrir dagar þar til Alþingi tekur afstöðu til þess hvort hann fær ríkisborgararétt á Íslandi.
Eina sem Víðir gerði var að vekja athygli á því að það gæti borgað sig að bíða eftir niðurstöðu áður en lögreglan hæfist handa við brottflutning.“

Segir Þóra þingmenn Sjálfstæðisflokksins „liggja á hundaflautunni“ vegna málsins og krefjist þess að framtíðarmöguleikar Oscars verði eyðilagðar.

„Þingmenn flokksins liggja á hundaflautunni og krefjast þess að fá höfuð Víðis á fati og að framtíð þessa unglings verði lögð í rúst, þeir eru skjálfandi af heift og bræði.
En uppnámið er í grunninn vegna þess, að þau telja að valdarán hafi verið framið í landinu. Það sé hérna vinsæl ríkisstjórn, án þess að þau og sérhagsmunir skjólstæðinga þeirra eigi nokkra aðkomu að henni.“

Að endingu segir Þóra Kristín að án valds og forréttinda sé stjórnarandstaðan alsber, „gráthlægileg“ og „stundum óbærilega leiðinleg“.

„Þau eru ekki í karakter í minnihluta, kunna ekki að reka málefnalega og einarða stjórnarandstöðu og vera ósammála án þess að saka viðmælandann í sífellu um lögbrot og heimta refsingar. Þau eru búin að klæða sig uppá í völdin og forréttindin. Án þeirra eru þau berrössuð. Þau eru varla hættuleg, frekar gráthlægileg og stundum alveg óbærilega leiðinleg.“

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Hamas sakar Ísrael um að hindra leit að líkum gísla
Heimur

Hamas sakar Ísrael um að hindra leit að líkum gísla

Vilja fá milligönguaðila til þess að tryggja leitina
Sybil úr Hótel Tindastóli er látin
Minning

Sybil úr Hótel Tindastóli er látin

Svavar Knútur gagnrýnir umræðu um „krísu karlmennskunnar“
Fólk

Svavar Knútur gagnrýnir umræðu um „krísu karlmennskunnar“

Ellefu ferðamenn létust er flugvél hrapaði í skóglendi
Myndband
Heimur

Ellefu ferðamenn létust er flugvél hrapaði í skóglendi

Lögreglan biður fólk að fara heim sem allra fyrst
Innlent

Lögreglan biður fólk að fara heim sem allra fyrst

Stífla við Belgorod farin að leka eftir árás Úkraínu
Heimur

Stífla við Belgorod farin að leka eftir árás Úkraínu

Ester reynir aftur að selja höllina í Laugardalnum
Myndir
Fólk

Ester reynir aftur að selja höllina í Laugardalnum

Steinunn Ólína gagnrýnir „regluleik“ íslenskra stjórnmála
Pólitík

Steinunn Ólína gagnrýnir „regluleik“ íslenskra stjórnmála

Dæmdur í fangelsi fyrir að stela kjötbollum og lambalæri
Innlent

Dæmdur í fangelsi fyrir að stela kjötbollum og lambalæri

Hinn sjötugi Kelsey Grammer eignast sitt áttunda barn
Heimur

Hinn sjötugi Kelsey Grammer eignast sitt áttunda barn

Halla fer fyrir krabbameinsráði Ölmu
Innlent

Halla fer fyrir krabbameinsráði Ölmu

Akureyrarbær býður foreldrum á kynlífsfræðslu Siggu Daggar
Landið

Akureyrarbær býður foreldrum á kynlífsfræðslu Siggu Daggar

Söngkona All Saints opinberar dekkri hlið poppheimsins á tíunda áratugnum
Heimur

Söngkona All Saints opinberar dekkri hlið poppheimsins á tíunda áratugnum

Pólitík

Steinunn Ólína gagnrýnir „regluleik“ íslenskra stjórnmála
Pólitík

Steinunn Ólína gagnrýnir „regluleik“ íslenskra stjórnmála

„Íslenskir stjórnmálamenn hafa líka lært leikinn“
„Evrópustjórnmál eru live-action búningadrama ríka fólksins“
Pólitík

„Evrópustjórnmál eru live-action búningadrama ríka fólksins“

Smári gagnrýnir innflutning „Trumpisma og anti-woke“ stefnu til Íslands
Pólitík

Smári gagnrýnir innflutning „Trumpisma og anti-woke“ stefnu til Íslands

„Mér finnst löngu tímabært að hætta að banna veðmálastarfsemi“
Pólitík

„Mér finnst löngu tímabært að hætta að banna veðmálastarfsemi“

Gadzhi frá Dagestan skrifar Kristrúnu eftir brottvísun
Pólitík

Gadzhi frá Dagestan skrifar Kristrúnu eftir brottvísun

Ágústa hjólar í Eld Smára
Pólitík

Ágústa hjólar í Eld Smára

Loka auglýsingu