1
Minning

Magnús Kristinn Eyjólfsson, landsliðsþjálfari í kata, látinn 54 ára að aldri

2
Innlent

Boðar til mótmæla fyrir ríkisstjórnarfund og hvetur til stuðnings í Reykjavíkurmaraþoninu

3
Innlent

„Ég get skellt mér í Kópavogslaug og kallað mig Keikó en það gerir mig ekki að hval”

4
Mannlífið

Opnunarveisla Bryggjuhússins að hefjast

5
Innlent

Stór hluti ákæru felldur niður í máli Shamsudin-bræðra

6
Heimur

Þekktur íssali stunginn til bana fyrir framan bíl sinn

7
Menning

Geggjuð stemmning á Ingólfstorgi í dag

8
Innlent

Tíu ára drengur illa útleikinn: „Dekkið hafði verið losað á hjólinu hans“

9
Innlent

Aðjúnkt við HÍ segir stjórnvöld sitja aðgerðarlaus frammi fyrir þjóðarmorði

10
Innlent

Atli Vikar er fundinn heill á húfi

Til baka

Þóra Kristín rífur stjórnarandstöðuna í sig

„Þau eru búin að klæða sig uppá í völdin og forréttindin. Án þeirra eru þau berrössuð.“

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir
Þóra Kristín ÁsgeirsdóttirUpplýsingafulltrúinn er afar ósátt við stjórnarandstöðuna.

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, upplýsingafulltrúi hjá Íslenskri erfðagreiningu og fyrrverandi fjölmiðlakona, lætur stjórnarandstöðuna fá það óþvegið í nýrri Facebook-færslu.

Í færslunni segir Þóra Kristín að í herbúðum Sjálfstæðisflokksins hafi ríkt stöðugt uppnám frá því að flokkurinn neyddist til að yfirgefa stjórnarráðið.

„Það er stöðugt uppnám í herbúðum Sjálfstæðisflokksins eftir að flokkurinn þurfti að yfirgefa stjórnarráðið. Þingmenn valdaflokksins eru ekki í karakter í núverandi hlutverki, þeir garga og gagnrýna allt laust og fast, alltaf jafn reiðir og sárhneykslaðir sama hvert tilefnið er.“

Nefnir hún sérstaklega Víði Reynisson og lætin sem urðu þegar í ljós kom að hann hafði hringt í Útlendingastofnun og ríkislögreglustjóra vegna máls hins 17 ára Oscars And­ers Boca­negra Flor­ez, sem til stóð, þar til því var frestað, að vísa brott af landinu en hann á fósturfjölskyldu hér á landi.

„Nú er það framganga Víðis sem kvelur þau, hann vildi ekki horfa þegjandi upp á að 17 ára unglingur, sem býr hér í skjóli fósturforeldra sem taka ábyrgð á honum, yrði dreginn fram úr rúmi sínu og fluttur nauðungarflutningi á götuna í Kólumbíu, meðan einungis eru nokkrir dagar þar til Alþingi tekur afstöðu til þess hvort hann fær ríkisborgararétt á Íslandi.
Eina sem Víðir gerði var að vekja athygli á því að það gæti borgað sig að bíða eftir niðurstöðu áður en lögreglan hæfist handa við brottflutning.“

Segir Þóra þingmenn Sjálfstæðisflokksins „liggja á hundaflautunni“ vegna málsins og krefjist þess að framtíðarmöguleikar Oscars verði eyðilagðar.

„Þingmenn flokksins liggja á hundaflautunni og krefjast þess að fá höfuð Víðis á fati og að framtíð þessa unglings verði lögð í rúst, þeir eru skjálfandi af heift og bræði.
En uppnámið er í grunninn vegna þess, að þau telja að valdarán hafi verið framið í landinu. Það sé hérna vinsæl ríkisstjórn, án þess að þau og sérhagsmunir skjólstæðinga þeirra eigi nokkra aðkomu að henni.“

Að endingu segir Þóra Kristín að án valds og forréttinda sé stjórnarandstaðan alsber, „gráthlægileg“ og „stundum óbærilega leiðinleg“.

„Þau eru ekki í karakter í minnihluta, kunna ekki að reka málefnalega og einarða stjórnarandstöðu og vera ósammála án þess að saka viðmælandann í sífellu um lögbrot og heimta refsingar. Þau eru búin að klæða sig uppá í völdin og forréttindin. Án þeirra eru þau berrössuð. Þau eru varla hættuleg, frekar gráthlægileg og stundum alveg óbærilega leiðinleg.“

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment


Ísraelsher eykur loftárásir á Gaza-borg
Heimur

Ísraelsher eykur loftárásir á Gaza-borg

Sýnir að Netanyahu hefur engan áhuga á vopnahléi, segir ísraelskur dálkahöfundur
Opnunarveisla Bryggjuhússins að hefjast
Mannlífið

Opnunarveisla Bryggjuhússins að hefjast

Gagnrýnir bæjarstjóra Kópavogs fyrir villandi kynningu á stöðuprófum
Pólitík

Gagnrýnir bæjarstjóra Kópavogs fyrir villandi kynningu á stöðuprófum

Segir lögreglu ætla að kæra: „Veit ekki hvaðan hann hefur þessar upplýsingar“
Innlent

Segir lögreglu ætla að kæra: „Veit ekki hvaðan hann hefur þessar upplýsingar“

Brasílískur áhrifavaldur varð fyrir bíl á þjóðveginum
Heimur

Brasílískur áhrifavaldur varð fyrir bíl á þjóðveginum

Magnús Kristinn Eyjólfsson, landsliðsþjálfari í kata, látinn 54 ára að aldri
Minning

Magnús Kristinn Eyjólfsson, landsliðsþjálfari í kata, látinn 54 ára að aldri

Karl Ágúst birti áratugagamalt ljóð sem smellpassar við nútímann
Menning

Karl Ágúst birti áratugagamalt ljóð sem smellpassar við nútímann

Prís mun ódýrara ári eftir opnun
Peningar

Prís mun ódýrara ári eftir opnun

Aðjúnkt við HÍ segir stjórnvöld sitja aðgerðarlaus frammi fyrir þjóðarmorði
Innlent

Aðjúnkt við HÍ segir stjórnvöld sitja aðgerðarlaus frammi fyrir þjóðarmorði

„Ég get skellt mér í Kópavogslaug og kallað mig Keikó en það gerir mig ekki að hval”
Innlent

„Ég get skellt mér í Kópavogslaug og kallað mig Keikó en það gerir mig ekki að hval”

Atli Vikar er fundinn heill á húfi
Innlent

Atli Vikar er fundinn heill á húfi

Sveitarfélögin á svæðinu leggjast gegn flokkun Hamarsvirkjunar í verndarflokk
Innlent

Sveitarfélögin á svæðinu leggjast gegn flokkun Hamarsvirkjunar í verndarflokk

Tímabundið skjól – einstök sýning í Bíó Paradís á sjálfstæðisdegi Úkraínu
Menning

Tímabundið skjól – einstök sýning í Bíó Paradís á sjálfstæðisdegi Úkraínu

Pólitík

Gagnrýnir bæjarstjóra Kópavogs fyrir villandi kynningu á stöðuprófum
Pólitík

Gagnrýnir bæjarstjóra Kópavogs fyrir villandi kynningu á stöðuprófum

„Þessir flokkar hafa samfleytt ráðið yfir menntamálum síðan 2013, þar til núverandi ríkisstjórn tók við í desember“
Varar þjóðina við: Trump ræður yfir gögnum Íslendinga
Pólitík

Varar þjóðina við: Trump ræður yfir gögnum Íslendinga

Fjármálaráðherra bætir við sig öðrum aðstoðarmanni
Pólitík

Fjármálaráðherra bætir við sig öðrum aðstoðarmanni

Segir Helga Seljan hafa rassskellt Guðlaug Þór
Pólitík

Segir Helga Seljan hafa rassskellt Guðlaug Þór

„Hér hafa orðið mikil tíðindi“
Pólitík

„Hér hafa orðið mikil tíðindi“

Þorgerður Katrín fékk það óþvegið á Instagram
Pólitík

Þorgerður Katrín fékk það óþvegið á Instagram

Loka auglýsingu