1
Heimur

Rannsókn hafin eftir að ungur piltur lést í haldi lögreglu

2
Innlent

Kona flutt á bráðamóttökuna

3
Innlent

Tjöruhúsið opið aftur eftir að Skatturinn innsiglaði staðinn

4
Innlent

Andri Snær rífur í sig nýju göngubrúna við Sæbraut

5
Innlent

Bubbi líkir hraðbankaræningjum við Hróa Hött

6
Peningar

Landsbjörg segir fréttir af ofurlaunum framkvæmdarstjórans villandi

7
Heimur

Kínverskt gervihunang flæðir inn í Evrópu

8
Innlent

Drukkin börn við grunnskóla

9
Menning

Ég get ekki - Nýtt ljóð eftir Elísabetu Jökulsdóttur

10
Mannlífið

Kaffivagninn opnar aftur í breyttu útliti

Til baka

Þorgerður Katrín fékk það óþvegið á Instagram

„Samt slítið þið ekki stjónarsambandi við þjóðarmorðingja?“

Alþingi 71. grein
Þorgerður Katrín GunnarsdóttirFærsla utanríkisráðherra féll í grýttan jarðveg
Mynd: Víkingur

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra Íslands fékk heldur óblíðar móttökur við Instagram-færslu þar sem hún fer yfir stöðuna á Gaza og nú sé komið að aðgerðum.

Í athugasemdum við færsluna fær Þorgerður Katrín að heyra það frá stuðningsmönnum Palestínu, sem finnst Ísland einmitt hafa alls ekki gert nóg til að þrýsta á Ísraelsríki vegna þess þjóðarmorðs sem ríkið hefur verið að fremja á palestínsku þjóðinni í meira en tvö ár. Færsla utanríkisráðherrans hefst á eftirfarandi hátt:

„Dag eftir dag berast fréttir frá Gaza sem eru svo hryllilegar að það er ólíðandi. Tugþúsundir látin, þar af yfir 17 þúsund börn - og yfir 30 þúsund til viðbótar særð. Saklaust fólk hefur verið svipt öryggi sínu og framtíð. Hungri er beitt sem vopni. Þetta er óásættanlegt. Eins og ég hef sagt eru þetta í mínum huga þjóðernishreinsanir – og nú þarf alvöru aðgerðir.“

Þorgerður Katrín segir Ísland ekki hafa setið hjá, heldur „talað skýrt á alþjóðavettvangi“ og kallað eftir vopnahléi og mannúðaraðstoð

„Ísland hefur ekki setið hjá. Við höfum talað skýrt á alþjóðavettvangi, m.a. í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna og kallað ítrekað eftir vopnahléi og mannúðaraðstoð. Við höfum krafist þess að Ísrael axli ábyrgð á brotum sínum, m.a. með sjálfstæðri greinargerð Íslands til Alþjóðadómstólsins í Haag. Við höfum aukið framlag til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna og sótt fólk til Gaza og bjargað úr bráðri neyð, á grundvelli fjölskyldusameininga. Við höfum átt frumkvæði að og tekið þátt í fjölda yfirlýsinga um mannúðaraðstoð og vopnahlé - en við vitum líka að þó yfirlýsingar séu mikilvægar eru aðgerðir nauðsynlegar.“

Þá segist hún vera á leið til New York til að taka þátt í ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um tveggja ríkja lausnina. Segist hún binda vonir um að alvöru skref verði tekin á ráðstefnunni.

„Þessu verður að linna. Annað er hreinlega ekki í boði,“ segir Þorgerður Katrín að lokum.

Óblíðar móttökur

Utanríkisráðherra bjóst sjálfsagt við jákvæðari viðbrögð en raun bar vitni en fjölmargir einstaklingar skrifuðu athugasemdir við færsluna og létu hana heyra það.

Einn þeirra er Pétur Eggerz sem hefur verið afar gagnrýninn á viðbrögð yfirvalda við þjóðarmorð Ísraela. Pétur skrifaði:

„“Ísland hefur ekki setið hjá” :

Enginn stuðningur við kæru Suður-Afríku fyrir Alþjóðadómstólnum.

Engar viðskiptaþvinganir, þrátt fyrir samræmdar aðgerðir nágrannaþjóða, sem Ísland tók ekki þátt í.

Engin stjórnmálasambandsslit.

Brottvísanir palestínsks fólks á flótta halda áfram.

Engin áköll frá Íslandi um samræmdar refsiaðgerðir eða hernaðarleg inngrip gegn Ísrael.“

Guðný Nielsen tekur í sama streng og Pétur:

„Þið talið eins og það sé bara annarra að framkvæma aðgerðir. Þið hafið ekkert frítt spil.
Viðreisn er með utanríkisráðuneytið á tímum þjóðarmorðs og það eina sem þið bjóðið upp á eru orð. Orð sem þið vitið fullvel að eru gagnslaus.
Þjóðarmorð hefur aldrei verið stöðvað með orðum.
Verið litla þúfan sem veltir þungu hlassi.
Það er ykkar að framkvæma aðgerðir. Þið hafið úr mörgu að velja.“

Þá hneykslast einhver sem kallar sig mswittywitch á því að Ursulu von der Leyen hafi verið boðið í heimsókn til Íslands en hún hefur verið einarður stuðningsmaður Ísraels.

„En samt var Ursulu Von Der Leyen boðið í heimsókn? Konan sem hefur staðið hvað mest með Ísrael? Konan sem hefur með beinum hætti staðið í veg fyrir að Evrópusambandið bjargi Palestínsku þjóðinni?

Samt slítið þið ekki stjónarsambandi við þjóðarmorðingja?

Samt skrifið þið ekki undir kæru Suður-Afríku?

Samt haldið þið áfram að henda fólki, sem er að flýja þessa þjóðernishreinsun úr landi?

Samt talar enginn um þetta í fjölmiðlum fyrr en núna?

Samt hafið þið ekki sagt hreint og beint út að við sem þjóð stöndum GEGN ÞJÓÐARMORÐI?

Af hverju eigum við að trúa því að þið hysjið upp um ykkur brækurnar núna? Næstum 2 árum eftir að þjóðernishreinsunin og þjóðarmorðið hefur staðið og nú farið síversnandi með hverjum deginum sem líður síðustu 76 ár?“

Óli Halldórs segist vona að Þorgerður Katrín standi við orð sín þar sem Ísland hefi brotið alþjóðalög með því að bregðast ekki við þjóðarmorði.

„Ég vona að þú standir við þessi orð þín. Íslenska ríkið hefur verið að brjóta alþjóðalög í allt of marga mánuði með því að bregðast ekki við þjóðarmorðinu og því verður þú að grípa til aðgerða, hvort sem þú færð fleiri ríki með eða ekki.“

Að lokum segir Silli Knudsen að íslensk yfirvöld hafi haft heila 21 mánuði til að bregðast við þjóðarmorðinu en ekki gert neitt nema „notað orðin tóm.“

„Í 21 mánuði hafið þið haft tækifæri til að bregðast við af fullum þunga með *viðskiptaþvingunum *stjórnarslitum við Ísrael *með þáttöku Suður-Afríku í dómsmáli gegn Ísrael hjá Alþjóða Dómstólnum *þáttöku nágrannaríkja okkar í beinum aðgerðum gegn Ísrael. En ekkert af þessu hafið þið gert nema notað orðin tóm. Orð eru ekki nóg í þjóðernishreinsunum. Það þarf valdamiklar aðgerðir ef við eigum ekki að láta söguna endurtaka sig. Fordæming stóð ekki gegn útrýmingu gyðinga síns tíma og gengur heldur ekki gegn útrýmingu Palestínubúa okkar tíma. Látið ekki söguna dæma ykkur fyrir aðgerðaleysi ykkar.“

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment


Sólveig Anna hjólar í borgarstjóra vegna leikskólastarfsmannsins
Innlent

Sólveig Anna hjólar í borgarstjóra vegna leikskólastarfsmannsins

„Þarna er ekki við starfsfólk eða stjórnendur leikskóla að sakast – þarna ber borgin alla ábyrgð“
Kaffivagninn opnar aftur í breyttu útliti
Mannlífið

Kaffivagninn opnar aftur í breyttu útliti

Jóhann Friðrik Antonsson er fallinn frá
Minning

Jóhann Friðrik Antonsson er fallinn frá

Drukkin börn við grunnskóla
Innlent

Drukkin börn við grunnskóla

Tjöruhúsið opið aftur eftir að Skatturinn innsiglaði staðinn
Innlent

Tjöruhúsið opið aftur eftir að Skatturinn innsiglaði staðinn

Landsbjörg segir fréttir af ofurlaunum framkvæmdarstjórans villandi
Peningar

Landsbjörg segir fréttir af ofurlaunum framkvæmdarstjórans villandi

Ég get ekki - Nýtt ljóð eftir Elísabetu Jökulsdóttur
Menning

Ég get ekki - Nýtt ljóð eftir Elísabetu Jökulsdóttur

Andri Snær rífur í sig nýju göngubrúna við Sæbraut
Innlent

Andri Snær rífur í sig nýju göngubrúna við Sæbraut

Óvíst hvort Ísraelar samþykki vopnahléssamninginn
Heimur

Óvíst hvort Ísraelar samþykki vopnahléssamninginn

Bubbi líkir hraðbankaræningjum við Hróa Hött
Innlent

Bubbi líkir hraðbankaræningjum við Hróa Hött

Rannsókn hafin eftir að ungur piltur lést í haldi lögreglu
Heimur

Rannsókn hafin eftir að ungur piltur lést í haldi lögreglu

Kínverskt gervihunang flæðir inn í Evrópu
Heimur

Kínverskt gervihunang flæðir inn í Evrópu

Kona flutt á bráðamóttökuna
Innlent

Kona flutt á bráðamóttökuna

Pólitík

Fjármálaráðherra bætir við sig öðrum aðstoðarmanni
Pólitík

Fjármálaráðherra bætir við sig öðrum aðstoðarmanni

Fyrir starfar Jón Steindór Valdimarsson sem aðstoðarmaður hans
Sólveig Anna æf yfir tollasamning Ursulu og Donalds
Pólitík

Sólveig Anna æf yfir tollasamning Ursulu og Donalds

Segir Helga Seljan hafa rassskellt Guðlaug Þór
Pólitík

Segir Helga Seljan hafa rassskellt Guðlaug Þór

„Hér hafa orðið mikil tíðindi“
Pólitík

„Hér hafa orðið mikil tíðindi“

Þorgerður Katrín fékk það óþvegið á Instagram
Pólitík

Þorgerður Katrín fékk það óþvegið á Instagram

Varar þjóðina við: Trump ræður yfir gögnum Íslendinga
Pólitík

Varar þjóðina við: Trump ræður yfir gögnum Íslendinga

Loka auglýsingu