1
Innlent

Selfyssingur segir keníska eiginkonu sína vera vændiskonu

2
Minning

Jóhanna Bára Sigurðardóttir er fallin frá

3
Innlent

Ugla Stefanía hrósar brandara Sigfúsar

4
Innlent

Maður ákærður fyrir peningaþvætti á Akureyri

5
Innlent

Íslenskur karlmaður myndaði kynfærasvæði konu án samþykkis

6
Minning

Sigurður Ólafsson er látinn

7
Heimur

11 látnir eftir skotárás á gistiheimili

8
Innlent

Karlmaður handtekinn vegna andlátsins í Kópavogi

9
Heimur

Þrír á sjúkrahúsi eftir slys í þjóðgarði á Tenerife

10
Innlent

Lögreglan fjarlægði einstakling af heimili

Til baka

Nær helmingur Eflingarfélaga býr við fátækt

Staða Eflingarfélaga er verulega verri en staða félagsfólks í öðrum aðildarfélögum ASÍ og BSRB

Fátækt
Fátækt er raunveruleg á ÍslandiMyndin tengist ekki fréttinni beint.
Mynd: perfectlab/Shutterstock

Ný skýrsla Vörðu, rannsóknastofnunar vinnumarkaðarins, sýnir að um 40% Eflingarfélaga búa við skort á efnislegum og félagslegum gæðum, sem þýðir að þau lifa við fátækt. Staða Eflingarfélaga er verulega verri en staða félagsfólks í öðrum aðildarfélögum ASÍ og BSRB, þar sem um 20% búa við sambærilegan skort.

Alls eiga 45% Eflingarfélaga erfitt með að ná endum saman, þar af eiga tæp 8% mjög erfitt með það. Til samanburðar eiga 28% félagsfólks annarra stéttarfélaga erfitt með að ná endum saman, þar af 3,5% mjög erfitt. Aðeins rúm 40% Eflingarfélaga telja sig geta mætt óvæntum 100 þúsund króna útgjöldum án þess að skulda sig, á meðan tæplega 64% annars launafólks telja sig geta það.

Fjölmargar mælingar á efnislegum skorti sýna að Eflingarfélögum gengur mun verr:

  • 27% eiga ekki aðgang að bíl, borið saman við 7% annars launafólks.
  • 24% hafa ekki efni á kjöti eða fisk annan hvern dag, borið saman við 12% annars launafólks.
  • 25% geta ekki greitt alla reikninga á eindaga, borið saman við 8% annars launafólks.
  • 52% geta ekki skipt út slitnum húsgögnum, borið saman við 30% annars launafólks.
  • 36% hafa ekki efni á árlegu vikufríi að heiman, borið saman við 23% annars launafólks.

Einnig eru persónulegar þarfir og tómstundir fyrir áhrifum:

  • 17% eiga ekki tvö pör af skóm, borið saman við 8% annars launafólks.
  • 23% geta ekki skipt út slitnum fatnaði, borið saman við 9% annars launafólks.
  • 53% hafa ekki efni á að sinna tómstundum eða áhugamáli, borið saman við 33% annars launafólks.
  • 41% geta ekki varið smávegis pening í sjálfa sig vikulega, borið saman við 33% annars launafólks.
  • 44% hafa ekki efni á að hitta vini eða fjölskyldu í mat eða drykk mánaðarlega, borið saman við 34% annars launafólks.

Í heildina má segja að yfir sjö þúsund Eflingarfélaga búi við verulegan skort. Samkvæmt skýrslunni telst fólk sem býr við skort í 7 eða fleiri af 13 mælikvörðum á efnisleg og félagsleg gæði vera í verulegum skorti.

  • 20% Eflingarfélaga búa ekki við neinn skort, borið saman við 38% annars launafólks.
  • 17% búa við almennan skort, borið saman við 11% annars launafólks.
  • 22% búa við verulegan skort, borið saman við 10% annars launafólks.

Skýrslan sýnir að staða Eflingarfélaga í íslensku samfélagi er bæði alvarleg og verulega lakari en annars launafólks. Um 13.000 félagsmenn Eflingar eru fastir í fátæktargildru, þar af líða ríflega 7.000 verulegan skort, á meðan staða um það bil 5.000 annarra Eflingarfélaga er brothætt.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

„Amma er geitin í eldhúsinu“
Viðtal
Menning

„Amma er geitin í eldhúsinu“

Stella starfaði á Bessastöðum en gerir nú list með barnabarninu
Grískur maður í haldi lögreglu vegna andlátsins í Kópavogi
Innlent

Grískur maður í haldi lögreglu vegna andlátsins í Kópavogi

Æðisgengið einbýli í Löndunum til sölu
Myndir
Fólk

Æðisgengið einbýli í Löndunum til sölu

Richards flutti inn lygilegt magn af metamfetamínkristöllum innvortis
Innlent

Richards flutti inn lygilegt magn af metamfetamínkristöllum innvortis

Þrír á sjúkrahúsi eftir slys í þjóðgarði á Tenerife
Heimur

Þrír á sjúkrahúsi eftir slys í þjóðgarði á Tenerife

Sigurður Ólafsson er látinn
Minning

Sigurður Ólafsson er látinn

Áreitti fólk við strætóskýli
Innlent

Áreitti fólk við strætóskýli

Íslenskur karlmaður myndaði kynfærasvæði konu án samþykkis
Innlent

Íslenskur karlmaður myndaði kynfærasvæði konu án samþykkis

Þrír handteknir í miðbæ Reykjavíkur vegna vopna
Innlent

Þrír handteknir í miðbæ Reykjavíkur vegna vopna

Karlmaður handtekinn vegna andlátsins í Kópavogi
Innlent

Karlmaður handtekinn vegna andlátsins í Kópavogi

Ugla Stefanía hrósar brandara Sigfúsar
Innlent

Ugla Stefanía hrósar brandara Sigfúsar

Maður ákærður fyrir peningaþvætti á Akureyri
Innlent

Maður ákærður fyrir peningaþvætti á Akureyri

Peningar

Birgir stofnar lögfræðiþjónustu
Peningar

Birgir stofnar lögfræðiþjónustu

Fyrrum þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins breytir til
Kvikmyndahúsin enn í vanda
Peningar

Kvikmyndahúsin enn í vanda

KALEO-strákarnir stofna fyrirtæki saman
Peningar

KALEO-strákarnir stofna fyrirtæki saman

Eiginmaður Jóhönnu Guðrúnar heldur áfram að tapa peningum
Peningar

Eiginmaður Jóhönnu Guðrúnar heldur áfram að tapa peningum

Hjörvar fer í kvikmyndabransann
Peningar

Hjörvar fer í kvikmyndabransann

Kristmundur Axel stofnar nýtt fyrirtæki
Peningar

Kristmundur Axel stofnar nýtt fyrirtæki

Loka auglýsingu