1
Fólk

Jóhanna Guðrún gerði kaupmála við eiginmanninn

2
Peningar

Íslenskur auðjöfur segist hafa borgað alltof mikið í skatt

3
Fólk

Reynir lenti í lífsháska á hæsta fjalli Afríku

4
Fólk

Stjörnulögfræðingur vill flytja

5
Innlent

Lokaði fáklædda eiginkonu sína úti á svölum á nýársdag

6
Heimur

Féll niður brekku á Kanarí og lést

7
Pólitík

Frammistaða Sigmundar Davíðs illa séð

8
Fólk

Hafði ekki efni á Kristmundi Axel

9
Innlent

Grunsamlegar mannaferðir í Árbænum

10
Peningar

Kári Stefánsson og Hannes Smárason stofna saman fyrirtæki

Til baka

Nær helmingur Eflingarfélaga býr við fátækt

Staða Eflingarfélaga er verulega verri en staða félagsfólks í öðrum aðildarfélögum ASÍ og BSRB

Fátækt
Fátækt er raunveruleg á ÍslandiMyndin tengist ekki fréttinni beint.
Mynd: perfectlab/Shutterstock

Ný skýrsla Vörðu, rannsóknastofnunar vinnumarkaðarins, sýnir að um 40% Eflingarfélaga búa við skort á efnislegum og félagslegum gæðum, sem þýðir að þau lifa við fátækt. Staða Eflingarfélaga er verulega verri en staða félagsfólks í öðrum aðildarfélögum ASÍ og BSRB, þar sem um 20% búa við sambærilegan skort.

Alls eiga 45% Eflingarfélaga erfitt með að ná endum saman, þar af eiga tæp 8% mjög erfitt með það. Til samanburðar eiga 28% félagsfólks annarra stéttarfélaga erfitt með að ná endum saman, þar af 3,5% mjög erfitt. Aðeins rúm 40% Eflingarfélaga telja sig geta mætt óvæntum 100 þúsund króna útgjöldum án þess að skulda sig, á meðan tæplega 64% annars launafólks telja sig geta það.

Fjölmargar mælingar á efnislegum skorti sýna að Eflingarfélögum gengur mun verr:

  • 27% eiga ekki aðgang að bíl, borið saman við 7% annars launafólks.
  • 24% hafa ekki efni á kjöti eða fisk annan hvern dag, borið saman við 12% annars launafólks.
  • 25% geta ekki greitt alla reikninga á eindaga, borið saman við 8% annars launafólks.
  • 52% geta ekki skipt út slitnum húsgögnum, borið saman við 30% annars launafólks.
  • 36% hafa ekki efni á árlegu vikufríi að heiman, borið saman við 23% annars launafólks.

Einnig eru persónulegar þarfir og tómstundir fyrir áhrifum:

  • 17% eiga ekki tvö pör af skóm, borið saman við 8% annars launafólks.
  • 23% geta ekki skipt út slitnum fatnaði, borið saman við 9% annars launafólks.
  • 53% hafa ekki efni á að sinna tómstundum eða áhugamáli, borið saman við 33% annars launafólks.
  • 41% geta ekki varið smávegis pening í sjálfa sig vikulega, borið saman við 33% annars launafólks.
  • 44% hafa ekki efni á að hitta vini eða fjölskyldu í mat eða drykk mánaðarlega, borið saman við 34% annars launafólks.

Í heildina má segja að yfir sjö þúsund Eflingarfélaga búi við verulegan skort. Samkvæmt skýrslunni telst fólk sem býr við skort í 7 eða fleiri af 13 mælikvörðum á efnisleg og félagsleg gæði vera í verulegum skorti.

  • 20% Eflingarfélaga búa ekki við neinn skort, borið saman við 38% annars launafólks.
  • 17% búa við almennan skort, borið saman við 11% annars launafólks.
  • 22% búa við verulegan skort, borið saman við 10% annars launafólks.

Skýrslan sýnir að staða Eflingarfélaga í íslensku samfélagi er bæði alvarleg og verulega lakari en annars launafólks. Um 13.000 félagsmenn Eflingar eru fastir í fátæktargildru, þar af líða ríflega 7.000 verulegan skort, á meðan staða um það bil 5.000 annarra Eflingarfélaga er brothætt.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Tyrkneskt herflugvél með 20 um borð hrapaði í Georgíu
Myndband
Heimur

Tyrkneskt herflugvél með 20 um borð hrapaði í Georgíu

Rúmlega 230 stöðumælasektir á hverjum degi í Reykjavík
Innlent

Rúmlega 230 stöðumælasektir á hverjum degi í Reykjavík

Vangaveltur um heilsubrest Pútíns kvikna aftur
Heimur

Vangaveltur um heilsubrest Pútíns kvikna aftur

Matvælastofnun varar við reyktum laxi og silungi
Innlent

Matvælastofnun varar við reyktum laxi og silungi

Jón Gnarr leitar að surströmming á Íslandi
Fólk

Jón Gnarr leitar að surströmming á Íslandi

Kári Stefánsson og Hannes Smárason stofna saman fyrirtæki
Peningar

Kári Stefánsson og Hannes Smárason stofna saman fyrirtæki

Hafði ekki efni á Kristmundi Axel
Fólk

Hafði ekki efni á Kristmundi Axel

Tugir ferðamanna féllu í sjóinn þegar tvíbytna sökk í Karíbahafi
Heimur

Tugir ferðamanna féllu í sjóinn þegar tvíbytna sökk í Karíbahafi

Tilkomumikið einbýli í Mosfellsbæ á sölu
Myndir
Fólk

Tilkomumikið einbýli í Mosfellsbæ á sölu

Íslenskur landi fær gull í Las Vegas
Landið

Íslenskur landi fær gull í Las Vegas

Alexander tekinn með hníf, sveppi og glás af peningum
Innlent

Alexander tekinn með hníf, sveppi og glás af peningum

Lokaði fáklædda eiginkonu sína úti á svölum á nýársdag
Innlent

Lokaði fáklædda eiginkonu sína úti á svölum á nýársdag

Peningar

Kári Stefánsson og Hannes Smárason stofna saman fyrirtæki
Peningar

Kári Stefánsson og Hannes Smárason stofna saman fyrirtæki

Unnu saman hjá Íslenskri erfðagreiningu á síðustu öld
Gummi Ben og Kjartan Atli stofna fyrirtæki
Peningar

Gummi Ben og Kjartan Atli stofna fyrirtæki

Íslenskur auðjöfur segist hafa borgað alltof mikið í skatt
Peningar

Íslenskur auðjöfur segist hafa borgað alltof mikið í skatt

Góð samskipti tryggja Andrési tugi milljóna
Peningar

Góð samskipti tryggja Andrési tugi milljóna

Hanna María mætt til leiks
Peningar

Hanna María mætt til leiks

Loka auglýsingu