1
Innlent

„Samfélagið hafði ekki efni á fjölfötluðu barni“

2
Innlent

„Það er að ein­hverju leyti þetta fína fólk sem er í þess­um hefðbundnu hægri­flokk­um“

3
Innlent

Varasamt veður vegna vinds

4
Innlent

Segir aðgerðaleysi íslenskra stjórnvalda gagnvart helförinni á Gaza vera „fyrirlitlegt“

5
Innlent

Fláráður ferðamaður neitaði að borga reikninginn og hótaði að drepa lögreglumann

6
Innlent

„Erum hreinlega í skýjunum eftir þessar frábæru fréttir“

7
Heimur

Yfirmaður í ísraelska hernum vill myrða 50 Palestínumenn fyrir hvern látinn Ísraela

8
Innlent

Veðurhorfur næstu daga

9
Innlent

Brennandi bifreið við matvöruverslun fannst ekki

10
Innlent

Flestir til fyrirmyndar á Menningarnótt

Til baka

Þriðji víkingaskálinn fundinn á Stöð í Stöðvarfirði

Einstakir gripir koma í ljós

Stöð
Stöð í Stöðvarfirði.Þriðji skálinn er smá saman að koma betur í ljós.
Mynd: Björgvin Valur Guðmundsson

Fornleifafræðingar telja sig nú hafa fundið þriðja skálann frá víkingaöld á fornleifasvæðinu að Stöð í Stöðvarfirði. Enn á eftir að greina stærð og aldur skálans nánar, en fyrstu niðurstöður benda til að um mikilvægt mannvirki sé að ræða. Fjölmargir merkilegir gripir hafa þegar komið í ljós í sumar.

„Það má segja að sumarið hafi farið af stað með látum,“ segir Bjarni F. Einarsson fornleifafræðingur, sem hefur stýrt uppgreftrinum frá því hann hófst árið 2015, í samtali við Austurfrétt. Undanfarið ár lauk uppgreftri á tveimur skálum sem stóðu hvor ofan á öðrum, sá eldri frá því fyrir landnám, líklega reistur um 870, og sá yngri frá um 950.

Nýtt mannvirki komið í ljós

Á síðasta ári hófst nánari skoðun á svæðinu í kringum skálana með jarðsjá og komu fram vísbendingar um minjar norðan við gamlan öskuhaug. Við prufuskurði í fyrra kom í ljós bygging sem nú er talið næsta víst að sé skáli. Kolefnissýni hafa verið tekin (C-14), en frekari aldursgreiningar eru í bígerð þar sem engin gjóskulög eru til staðar sem hægt er að styðjast við. Ekki er heldur komin staðfesting á stærð hans.

„Við höfum þess vegna ekki staðsett skálann í tíma, hvort hann tilheyri öðrum hvorum hinna skálanna eða sé millileikur, eins og ég freistast til að halda,“ segir Bjarni.

Óvenjulegur skáli með mögulegu ræsi

Skálinn, sem virðist vera þriggja skipa, með miðskipi og tveimur hliðarskipum utan þaksúlna, ber með sér óhefðbundin einkenni. „Það eru vísbendingar um að hann sé öðruvísi en skálar almennt, það virðist einhvers konar ræsi í honum. Við sjáum strax að hann er mjög fundaríkur og búumst við mörgum gripum.“ segir Bjarni.

Gripir sem varpa ljósi á sögu svæðisins

Uppgröftur hófst að nýju 2. júní og stendur til 27. júní. Nokkrir áhugaverðir gripir hafa þegar komið í ljós, þar á meðal skutull úr öskuhaugnum, sá þriðji sem finnst á staðnum, og styður það kenningar um að Stöð hafi verið útstöð, þar sem fólk dvaldi tímabundið til að stunda ákveðin störf, en settist ekki að til frambúðar.

Einnig fannst skreytt bjalla úr bronsi, fimmta sinnar tegundar sem finnst á Íslandi, auk perlna, skífa og jaspísa. Allt eru þetta gripir sem styrkja myndina af Stöð sem merkilegu miðstöð við upphaf byggðar á Íslandi.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment


Brennandi bifreið við matvöruverslun fannst ekki
Innlent

Brennandi bifreið við matvöruverslun fannst ekki

Það er alltaf dagskrá hjá lögreglunni og þar gerist eitt og annað gott og slæmt og líklega allt þar á milli
„Við Íslendingar viljum sterkt og opinbert heilbrigðiskerfi“
Innlent

„Við Íslendingar viljum sterkt og opinbert heilbrigðiskerfi“

„Erum hreinlega í skýjunum eftir þessar frábæru fréttir“
Innlent

„Erum hreinlega í skýjunum eftir þessar frábæru fréttir“

Flestir til fyrirmyndar á Menningarnótt
Innlent

Flestir til fyrirmyndar á Menningarnótt

„Samfélagið hafði ekki efni á fjölfötluðu barni“
Innlent

„Samfélagið hafði ekki efni á fjölfötluðu barni“

„Það er að ein­hverju leyti þetta fína fólk sem er í þess­um hefðbundnu hægri­flokk­um“
Innlent

„Það er að ein­hverju leyti þetta fína fólk sem er í þess­um hefðbundnu hægri­flokk­um“

Fláráður ferðamaður neitaði að borga reikninginn og hótaði að drepa lögreglumann
Innlent

Fláráður ferðamaður neitaði að borga reikninginn og hótaði að drepa lögreglumann

Yfirmaður í ísraelska hernum vill myrða 50 Palestínumenn fyrir hvern látinn Ísraela
Heimur

Yfirmaður í ísraelska hernum vill myrða 50 Palestínumenn fyrir hvern látinn Ísraela

Segir aðgerðaleysi íslenskra stjórnvalda gagnvart helförinni á Gaza vera „fyrirlitlegt“
Innlent

Segir aðgerðaleysi íslenskra stjórnvalda gagnvart helförinni á Gaza vera „fyrirlitlegt“

Alexander Máni smyglaði inn fíkniefnum í hundamatsumbúðum
Innlent

Alexander Máni smyglaði inn fíkniefnum í hundamatsumbúðum

Karlmaður á fimmtugsaldri í gæsluvarðhaldi
Innlent

Karlmaður á fimmtugsaldri í gæsluvarðhaldi

Landið

Ferðamenn stefndu Orra í lífshættu
Myndband
Landið

Ferðamenn stefndu Orra í lífshættu

Myndband náðist af glæfralegum akstri túrista á Suðurlandi
Gunnar getur ekki hætt að hugsa um stúlkuna sem lést í Reynisfjöru
Landið

Gunnar getur ekki hætt að hugsa um stúlkuna sem lést í Reynisfjöru

Dúfnadauðinn í Eyjum enn óútskýrður
Landið

Dúfnadauðinn í Eyjum enn óútskýrður

Grunuðum afbrotamönnum sparkað til Albaníu
Landið

Grunuðum afbrotamönnum sparkað til Albaníu

Yfirlögregluþjónn hefur ekki trú á að hörmungarmyndbönd úr Reynisfjöru hjálpi
Landið

Yfirlögregluþjónn hefur ekki trú á að hörmungarmyndbönd úr Reynisfjöru hjálpi

Maður féll í Vestari-Jökulsá
Landið

Maður féll í Vestari-Jökulsá

Loka auglýsingu