
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók þrjá menn í gærkvöldi í stórri aðgerð í Laugarneshverfi. Mennirnir eru grunaðir um skipulagðan þjófnað víða á höfuðborgarsvæðinu, bæði úr verslunum og af vegfarendum. RÚV sagði frá málinu.
„Núna bíða þeir yfirheyrslu. Við vitum ekki hvernig það endar. Vonandi verður það til þess að við getum komið þeim úr landi,“ segir Unnar Már Ástþórsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni, í samtali við fréttastofu RÚV. Hann segir ekki tímabært að gefa upp þjóðerni mannanna að svo stöddu.
Unnar lýsir því að þremenningarnir hafi notast við algengar aðferðir vasaþjófa. „Þá eru þeir að trufla fólk. Þeir beina sjónum sínum að eldra fólki sem er kannski ekki eins varið og þeir sem yngri eru,“ segir hann.
Lögreglu hafa borist nær tíu tilkynningar undanfarið sólarhringinn sem taldar eru tengjast þessum mönnum, og fleiri kunni að berast á næstu dögum. Unnar segir lögreglu nú vinna að því að meta umfang brotanna.
Handtökurnar fóru fram þar sem mennirnir höfðu haft aðstöðu. Um tíu lögreglumenn tóku þátt í aðgerðinni.

Komment