
Í vikunni varð streymisveitan YouTube 20 ára gömul og óhætt að segja að fáir hlutir hafi sett jafn mikið mark á 21. öldina og YouTube.
Fyrsta myndbandið sem birt var á vefsíðunni heitir Me at the zoo og í því er Jawed Karim en hann er einn af stofnendum YouTube. Stofnendurnir þrír kynntust allir þegar þeir unnu saman hjá PayPal og opnuðu YouTube eftir það. Myndbandið var sett á netið þann 24. apríl 2005 og hefur verið horft á það meira 350 milljónum sinnum.
Eins og nafnið á myndbandinu segir til þá sýnir það Karim í dýragarði. Í því stendur hann fyrir framan tvo fíla og ræðir lengd rana þeirra á 19 sekúndum. Myndbandið er tekið upp í dýragarðinum í San Diego. Samkvæmt Karim tók vinur hans úr menntaskóla myndbandið upp.
Næstelsta myndbandið sýnir snjóbrettakappa detta á snjóbretti. Litlar upplýsingar eru til um myndbandið og þá sem settu það á netið nema það er tekið upp í Bandaríkjunum og er snjóbrettakappinn fæddur árið 1974 eða 1975.
Það myndband er með rúm 5 milljónir í áhorf.
Þriðja elsta myndbandið sýnir ungan mann að hoppa á gangi og heitir tribute. Engar upplýsingar eru til um þá sem settu það á netið. Óstaðfestur orðrómur hefur verið á netinu undanfarin ár að Jawed Karim hafi tekið myndbandið upp.
Horft hefur verið á þetta myndband 4,5 milljón sinnum.
Komment