1
Heimur

Hátt í 100 veiktust af nóró-veiru á jólahlaðborði

2
Peningar

Annþór stofnar fyrirtæki

3
Menning

Emmsjé Gauti svarar dómi Jónasar Sen

4
Innlent

Neyðarboð barst frá strætisvagni

5
Fólk

Selja einbýli við framkvæmdastjóragötu

6
Innlent

Ökumaður stórslasaði konu við Pizzuna

7
Heimur

Ungur mótorhjólamaður lést eftir árekstur á Kanarí

8
Innlent

Ingibjörg hæfari en Eiríkur Elís

9
Innlent

„Er lögreglan á höfuðborgarsvæðinu orðin útibú frá Miðflokknum?“

10
Fólk

Lúxus þakíbúð í miðborginni til sölu

Til baka

„Því er ekki að leyna að það er töluvert aðhald í frumvarpinu“

Dagur B. Eggertsson segir að „fjárlög eru eitt stærsta lagafrumvarp sem lagt er fyrir Alþingi á hverju ári. Í því er ákveðið í hvað peningar úr sameiginlegum sjóðum eiga að fara, til dæmis heilbrigðismál, menntamál og allt annað“

Alþingi 71. grein
Dagur B. Eggertsson þingmaður SamfylkingarinnarSpáir í fjárlögin með sínum hætti
Mynd: Víkingur

Dagur B. Eggertsson segir að „fjárlög eru eitt stærsta lagafrumvarp sem lagt er fyrir Alþingi á hverju ári. Í því er ákveðið í hvað peningar úr sameiginlegum sjóðum eiga að fara, til dæmis heilbrigðismál, menntamál og allt annað“

Fyrrum borgarstjóri, núverandi þingmaður Samfylkingarinnar og varaformaður fjárlaganefndar Alþingis, Dagur B. Eggertsson, segir að „fjárlög eru eitt stærsta lagafrumvarp sem lagt er fyrir Alþingi á hverju ári. Í því er ákveðið í hvað peningar úr sameiginlegum sjóðum eiga að fara, til dæmis heilbrigðismál, menntamál og allt annað.“

Bætir þessu við:

„Í tengdum frumvörpum eru heimildir til að innheimta skatta og gjöld til að eiga fyrir þessu öllu saman. Undanfarin ár hafa útgjöldin verið mun hærri en tekjurnar. Það hefur búið til gat, sem taka þarf lán fyrir, og við köllum þetta gat fjárlagahalla. Halli hefur verið á fjárlögum á hverju ári síðan árið 2019.“

Dagur B. segir að mörg hundruð milljarðar hafi verið teknir að láni til að fjármagna það og það þurfi einfaldlega að endurgreiða:

„Hallinn í tillögu fjármálaráðherra að fjárlögum fyrir næsta ár er 15 milljarðar, sem er langtum minna en á undanförnum árum“ segir Dagur B. og segir einnig að í fyrra hafi verið áætlað að hallinn yrði 62 milljarðar og gert var ráð fyrir því að hann yrði 39 milljarðar 2026 af fyrri ríkisstjórn.“

Hann færir einnig í tal að skuldir ríkissjóðs lækki úr 59,3% af landsframleiðslu í fyrra í 50,9% á því næsta og vill meina að þessi þróun sé góð og að nú sé stefnt að því að skila fjárlögum án halla næsta haust, fyrir árið 2027:

„Þetta er mikilvægt því niðurstaða ríkissjóðs hefur áhrif á hvort vextir og verðbólga haldist há. Flestir vita að vextir hafa verið að lækka en þyrftu að lækka meira.“

Hann tekur dæmi:

„Sú lækkun vaxta sem hefur orðið frá síðasta hausti er um 1,5% og þýðir að meðalheimili með meðalskuldir þarf að borga um 520 þúsund krónum minna í vexti á ári. Ríkisstjórnin og ráðherrar hennar hafa kynnt margt sem meiri fjármunir fara í samkvæmt fjárlagafrumvarpinu. Framlög eru til fjölgunar lögreglumanna, og til aukinnar meðferðar við fíkn, geðheilbrigði og heilbrigðisþjónusta um landið er hluti af því. Öryrkjar fá kjarabætur. Það er verið að auka fjármagn í viðhald á vegakerfinu og aðrar fjárfestingar og þannig mætti áfram telja.“

Dagur B.telur þetta vera mikilvægt vegna þess að fjárfestingar hafi að hans mati verið of litlar:

„Fjárfestingar verða 114 milljarðar á næsta ári en voru 95 milljarðar samkvæmt frumvarpi fyrir 2025. Þótt þessar viðbætur séu oft taldar upp þá er því ekki að leyna að það er töluvert aðhald í frumvarpinu. Hver ráðherra fyrir sig leggur til hvernig fjármunum er forgangsraðað innan viðkomandi málaflokks og einstaka tillögur um sparnað eða niðurskurð hafa strax vakið athygli.“

Hann nefnir einnig að það sé hlutverk Alþingis að fara yfir hvort forgangsröðunin sé skynsamleg og hvort ástæða sé til að gera einhverjar breytingar:

„Alþingi hefur síðasta orðið um endanlega niðurstöðu fjárlaga. Það er kallað að þingið hafi fjárstjórnarvaldið. Hvorki má verja fjármunum né leggja á skatta og gjöld nema með samþykki Alþingis.“

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Annþór stofnar fyrirtæki
Peningar

Annþór stofnar fyrirtæki

Segist hafa snúið við blaðinu
Trump flaug mun oftar með einkaþotu Epstein en áður var talið
Heimur

Trump flaug mun oftar með einkaþotu Epstein en áður var talið

Hitinn nær allt að 20 gráðum um jólin
Landið

Hitinn nær allt að 20 gráðum um jólin

Byrlaði eiginkonunni ólyfjan um árabil og nauðgaði
Heimur

Byrlaði eiginkonunni ólyfjan um árabil og nauðgaði

Ökumaður stórslasaði konu við Pizzuna
Innlent

Ökumaður stórslasaði konu við Pizzuna

„Er lögreglan á höfuðborgarsvæðinu orðin útibú frá Miðflokknum?“
Innlent

„Er lögreglan á höfuðborgarsvæðinu orðin útibú frá Miðflokknum?“

Umráðamaður sparkaði ítrekað í hund
Innlent

Umráðamaður sparkaði ítrekað í hund

Lúxus þakíbúð í miðborginni til sölu
Myndir
Fólk

Lúxus þakíbúð í miðborginni til sölu

Búðarþjófur beindi byssu að lögregluþjóni
Myndband
Heimur

Búðarþjófur beindi byssu að lögregluþjóni

Neyðarboð barst frá strætisvagni
Innlent

Neyðarboð barst frá strætisvagni

Girnd á leiðinni undir jólatréð
Viðtal
Menning

Girnd á leiðinni undir jólatréð

Selja einbýli við framkvæmdastjóragötu
Myndir
Fólk

Selja einbýli við framkvæmdastjóragötu

Pólitík

Össur lofar frammistöðu Valkyrjanna í Silfrinu
Pólitík

Össur lofar frammistöðu Valkyrjanna í Silfrinu

Gefur lítið fyrir frammistöðu formanns Sjálfstæðisflokksins
Sanna tilkynnir framboð
Myndband
Pólitík

Sanna tilkynnir framboð

Verkefnastjóri Miðflokksins vill ekki sjá „múslímskt höfuðfat“ á Íslandi
Pólitík

Verkefnastjóri Miðflokksins vill ekki sjá „múslímskt höfuðfat“ á Íslandi

Dóra Björt komin í Samfylkinguna
Pólitík

Dóra Björt komin í Samfylkinguna

„Er ekki kominn tími til að tala um eitthvað annað en útlendinga, t.d. húsnæðismál eða eitthvað?“
Pólitík

„Er ekki kominn tími til að tala um eitthvað annað en útlendinga, t.d. húsnæðismál eða eitthvað?“

„Hvað er eiginlega að þessu andskotans pakki í stjórnarandstöðunni?“
Pólitík

„Hvað er eiginlega að þessu andskotans pakki í stjórnarandstöðunni?“

Loka auglýsingu