1
Landið

Minningarathöfn haldin á Fáskrúðsfirði vegna andláts ungrar konu

2
Fólk

Prettyboitjokkó keypti glæsihöll frænku sinnar

3
Heimur

Maður alvarlega slasaður eftir að bjórtunnur féllu yfir hann á Gran Canaria

4
Heimur

Bruce Willis og frú búa á sitthvoru heimilinu

5
Heimur

Sonur Michael Jackson trúlofaður

6
Sport

„Fyrirhugaður leikur er staðfesting á því að þjóðarmorð sé ásættanlegt“

7
Innlent

Hödd segist taka „glöð á móti heimsóknum á Hólmsheiði“

8
Innlent

Illugi Jökulsson varar við „ógninni að vestan“

9
Innlent

Lætur KKÍ og landsliðið hafa það óþvegið

10
Innlent

Lögreglan leitar þriggja manna

Til baka

Þýddi grein eftirlifanda Helfararinnar sem styður Palestínu

„En við vitum að þeir vilja lýsa mótmælunum í London sem andgyðinglegum“

497446671_10161717003568590_6171254970339352924_n
Stephen KaposStephen er gyðingur sem styður Palestínu.
Mynd: Facebook

Karen Kjartansdóttir gerði sér lítið fyrir og þýddi grein sem eftirlifandi úr Helför nasista skrifaði nýverið.

Stjórnendaráðgjafinn og fyrrverandi fjölmiðlakonan Karen Kjartansdóttir birti í gær grein sem hún hafði þýtt en hún er eftir Stephen Kapos, sem lifði af Helför nasista en hann var sjö ára þegar Þjóðverjar réðust inn í Ungverjaland, þar sem hann bjó.

„Góðan dag kæri vinir! Mér datt í hug að þýða áhugaverða grein sem ég las um daginn og hefur ásótt mig síðan áður en ég fer út að skokka í sólinni.“ Þetta skrifaði Karen og birti síðan þýddu greinina sína.

Í greininni rifjar Kapos upp hvernig það hafi verið að vera ofsóttur gyðingur með fölsuð skilríki og algjöra eyðileggingu allt um kring. Líkir hinn aldraði gyðingur ástandinu við það sem er í gangi á Gaza í dag. Segir hann að stefna Ísraels hafi í meira en ár verið sú að eyðileggja palestínskt samfélag og þvinga fram brottflutning sem flestra. Segir hann stefnuna að mörgu leyti ólíka stefnu nasista en á sama tíma að mörgu leyti lík. Það sé ástæðan fyrir því að hann hafi tekið þátt í fjölda stuðningsmótmæla fyrir Palestínu í Lundúnum. Þá furðar hann sig á hörku yfirvalda gagnvart mótmælendum.

Hér má lesa grein Stephen Kapos í þýðingu Karenar Kjartansdóttur:

Ég er eftirlifandi úr Helförinni. Breska lögreglan yfirheyrði mig fyrir að mótmæla þjóðarmorði

Stephen Kapos

Listamaður, fyrrverandi arkitekt og eftirlifandi úr Helförinni

Birt: 25. mars 2025

Ég var sjö ára þegar Þýskaland réðst inn í og hernam ótryggan bandamann sinn, Ungverjaland, í mars 1944. Ég er því 87 ára í dag. En minningar mínar í felum sem ofsóttur gyðingur á fölsuðum skilríkjum, algjöra eyðilegginguna í kringum okkur og átökin milli innikróaðra þýskra hersveita og Rauða hersins, eru mér enn skýrar. Ég sé brunna bíla, skriðdreka, dauða hesta og mannslík, skotfæri og hjálma dreifða um allt, brunnin hús, rústir og brotið gler – líkt og rústirnar á Gaza líta út í dag.

Í meira en ár hefur verið ljóst að stefna Ísraels er að eyðileggja palestínskt samfélag á Gaza og þvinga sem flesta til að yfirgefa svæðið. Þessi stefna er að mörgu leyti ólík áætlunum nasista um að eyða gyðingasamfélaginu í Evrópu – en hún er einnig að mörgu leyti svipuð. Það er ástæðan fyrir því að ég, sem eftirlifandi úr helförinni, hef tekið þátt í fjölda stuðningsmótmæla fyrir Palestínu í London.

Þessi mótmæli hafa verið fjölmörg og oft gríðarstór. Það kemur því ekki á óvart að stjórnvöld hafi beitt sífellt meiri takmörkunum á þau til að fæla fólk frá þátttöku. En ég varð samt hissa þegar lögreglan í London kallaði mig inn til yfirheyrslu.

Við vitum ekki hversu langt valdhafar ætla sér að ganga með takmarkanir á mótmælarétti. En við vitum að þeir vilja lýsa mótmælunum í London sem andgyðinglegum. Þetta er þrátt fyrir að þau hafi dregið að sér þúsundir gyðinga og að margir gyðingar, þar á meðal ég sjálfur, hafi talað til mótmælenda frá sviðinu.

Fyrir ári síðan, í apríl 2024, hélt ég mína fyrstu ræðu á sviði í Hyde Park. Ég sagði stórum hópi fólks frá því hvernig Adolf Eichmann kom til Ungverjalands til að skipuleggja brottvísun 400.000 gyðinga til Auschwitz. Ég talaði einnig um fimmtán meðlimi fjölskyldu minnar sem létust þar og um föður minn sem var fluttur til Belsen og Theresienstadt-fangabúðanna, þó að hann hafi að lokum lifað af.

Ég endaði ræðuna á þessum orðum: „Við gyðingar, sem lifðum af allt þetta: þjáningar, morð, niðurlægingu og eyðingu, erum á móti því að Ísraelsstjórn noti minningu um helförina sem yfirvarp og réttlætingu fyrir áframhaldandi þjóðarmorði gegn palestínsku fólki í Gaza og Vesturbakkanum.“

Það sem vakti mesta athygli var ekki það sem ég sagði, heldur hvernig fjöldinn hlustaði á ræðuna í þögn og klappaði svo af ákafa. Að halda því fram að slíkur fjöldi væri andgyðinglegur, hvað þá ofbeldisfullur, er fáránlegt. Samt gerðu fjölmiðlar einmitt það daginn eftir þegar þeir birtu ósannaðar greinar þar sem fullyrt var að hópurinn hefði hótað að skemma minnisvarða um Helförina í Hyde Park.

Síðan þá hafa stjórnmálamenn og blaðamenn haldið áfram að lýsa mótmælunum sem „hatursfullum“ eða að þær skapi „hættu fyrir gyðinga“. Nýlegar fullyrðingar um að göngurnar séu ógn við samkunduhús í London eru enn eitt dæmið um þessa stöðugu, en tilefnislausu, áróðursherferð.

Þeir sem hafa orðið vitni að hlýhug og stuðningi sem hópurinn okkar, sem samanstendur af eftirlifendum og afkomendum eftirlifenda úr Helförinni, hefur fengið á göngunum, skilja hversu fjarstæðukenndar þessar ásakanir eru.

En mikilvægast af öllu er að þessi herferð er markviss truflun frá aðalmálinu, sem er að stöðva þjóðarmorðið í Gaza strax. Nú þegar Ísrael heldur áfram óheftum sprengjuárásum sínum og myrðir hundruð fleiri borgara á Gaza er nauðsynlegt fyrir okkur öll í Bretlandi að tala nú þegar gegn þátttöku eigin ríkisstjórnar í þjóðarmorði Ísraels.

Stephen Kapos

Listamaður, fyrrverandi arkitekt og eftirlifandi úr helförinni

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment


Sólin olli eldsvoða í Reykjavík
Innlent

Sólin olli eldsvoða í Reykjavík

Lögregla varar við hættunni
Fjöldafundur boðaður gegn þjóðarmorðinu í Palestínu
Innlent

Fjöldafundur boðaður gegn þjóðarmorðinu í Palestínu

Lætur KKÍ og landsliðið hafa það óþvegið
Innlent

Lætur KKÍ og landsliðið hafa það óþvegið

„Hér er um að ræða hóp sem þarf á þjónustu og stuðningi að halda“
Innlent

„Hér er um að ræða hóp sem þarf á þjónustu og stuðningi að halda“

Lögreglan leitar þriggja manna
Innlent

Lögreglan leitar þriggja manna

Hödd segist taka „glöð á móti heimsóknum á Hólmsheiði“
Innlent

Hödd segist taka „glöð á móti heimsóknum á Hólmsheiði“

Gagnrýnir mæðurnar Þorgerði og Kristrúnu vegna aðgerðarleysis
Innlent

Gagnrýnir mæðurnar Þorgerði og Kristrúnu vegna aðgerðarleysis

Bruce Willis og frú búa á sitthvoru heimilinu
Heimur

Bruce Willis og frú búa á sitthvoru heimilinu

Illugi Jökulsson varar við „ógninni að vestan“
Innlent

Illugi Jökulsson varar við „ógninni að vestan“

Pauly Shore greindist með æxli í brisi
Myndband
Heimur

Pauly Shore greindist með æxli í brisi

Hraðbankaræninginn úrskurðaður í fjögurra vikna síbrotagæslu
Innlent

Hraðbankaræninginn úrskurðaður í fjögurra vikna síbrotagæslu

Gæsluvarðhald framlengt yfir leikskólastarfsmanninum
Innlent

Gæsluvarðhald framlengt yfir leikskólastarfsmanninum

Prettyboitjokkó keypti glæsihöll frænku sinnar
Fólk

Prettyboitjokkó keypti glæsihöll frænku sinnar

Heimur

Bruce Willis og frú búa á sitthvoru heimilinu
Heimur

Bruce Willis og frú búa á sitthvoru heimilinu

„Hann myndi vilja að þær væru á heimili sem væri meira sniðið að þeirra þörfum, ekki hans“
Um 430 tegundir matvæla bannaðar á Gaza
Heimur

Um 430 tegundir matvæla bannaðar á Gaza

Pauly Shore greindist með æxli í brisi
Myndband
Heimur

Pauly Shore greindist með æxli í brisi

Blaðaljósmyndari segir skilið við Reuters vegna „áróðurs fyrir Ísrael“
Heimur

Blaðaljósmyndari segir skilið við Reuters vegna „áróðurs fyrir Ísrael“

Maður alvarlega slasaður eftir að bjórtunnur féllu yfir hann á Gran Canaria
Heimur

Maður alvarlega slasaður eftir að bjórtunnur féllu yfir hann á Gran Canaria

Sonur Michael Jackson trúlofaður
Heimur

Sonur Michael Jackson trúlofaður

Loka auglýsingu