
Þyrlan sem notuð var í örlagaríkri skoðunarferð yfir New York borg, og hrapaði í Hudson-ána á fimmtudag, kom áður fyrir í öryggismyndbandi ferðafyrirtækisins.
Óhugnanlega myndbandið má finna á heimasíðu fyrirtækisins, undir kaflanum „Why Choose Us“ („Af hverju að velja okkur?“), þar sem öryggissaga þess er gerð hátt undir höfði og sýnt hvernig þyrlan, sem nú er orðin fræg fyrir slysið, er skoðuð, samkvæmt frétt FOX News.
Eins og TMZ greindi frá, þá brotnaði þyrlan Bell 206L-4 LongRanger IV í sundur í loftinu og steyptist í vatnið, þar sem allir um borð létust.
Sean Johnson, fyrrum sérsveitarmaður í bandaríska sjóhernum (Navy SEAL) og flugmaður fyrirtækisins New York Helicopters, var meðal þeirra sem létust. Hann stýrði þyrlunni þegar slysið átti sér stað.

Í einu hrollvekjandi myndbandi af slysinu virðist stélið með afturskrúfunni hafa losnað áður en aðalskrúfan brotnaði af, og þyrlan síðan steyptist stjórnlaust í vatnið.
Michael Roth, forstjóri New York Helicopter Tour, segir að þyrlan hafi verið á leið til baka á stöð sína til að fylla á eldsneyti þegar slysið átti sér stað. Allir sex farþegarnir létust – þar á meðal framkvæmdastjóri tæknifyrirtækisins Siemens, Agustín Escobar, eiginkona hans Merce Camprubi Montal, og þrjú ung börn þeirra.
Rannsókn á orsökum slyssins stendur yfir.
Komment