
Lögregla rannsakar andlát TikTok-notandans Riziki Ilenre eftir að fjöldi tilkynninga hefur borist um að hún hafi svipt sig lífi.
Lögregluyfirvöld í Montgomery í Alabama segja við TMZ að þau séu að rannsaka aðstæður í kringum andlát hennar, sem varð 12. desember.
Mikill fjöldi áhyggjufullra notenda á samfélagsmiðlum hefur haldið því fram að Ilenre hafi tekið eigið líf í beinni útsendingu á TikTok eftir að hafa sætt stöðugu einelti. Lögreglan gat þó ekki staðfest þessar upplýsingar gagnvart TMZ í gær. Margir nánustu aðstandendur hennar hafa kosið að tjá sig ekki um málið.
Riziki hafði áður greint opinberlega frá baráttu sinni við andlega erfiðleika á undanförnum árum. Hún var í lögfræðinámi við Illinois Institute of Technology og tók virkan þátt í starfi kirkjulegs safnaðar í heimabyggð sinni. Þá var hún einnig þekkt fyrir náið samband sitt við þjónustuhund sinn, Chief.
Í þessari grein er fjallað um mögulegt sjálfsvíg
Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.

Komment