
Í tilefni sjálfstæðisdags Úkraínu verður sérstök sýning á heimildarmyndinni Temporary Shelter / Tímabundið skjól í Bíó Paradís. Myndin er eftir úkraínsku kvikmyndagerðarkonuna Anastasiiu Bortuali, sem búsett er í Reykjavík.

Myndin var tekin upp á Íslandi á fyrsta ári innrásar Rússlands í Úkraínu og veitir náið og óhefðbundið sjónarhorn á reynslu flóttafólks. Hún er sögð sýna efnið af hreinskilni og mannlegri dýpt, án tilgerðar eða ýktra dramatískra þátta.
Temporary Shelter var heimsfrumsýnd á Toronto International Film Festival og hefur fengið mikið lof gagnrýnenda. Í umsögn Helga Steinars Gunnlaugssonar á Kvikmyndum.is segir meðal annars að myndin sé „óvenju vel gerð stríðsheimildarmynd fyrir þjóð eins og Ísland, sem veit lítið um ástandið í Úkraínu... Hún veitir friðsamasta landi í heimi smá innsýn í líf þeirra sem hafa orðið fyrir áhrifum stríðs.“
Hægt er að panta miða hér.
Komment