Það voru 111 bílar sem fengu sekt fyrir stöðubrot þann 24. maí en það er sá dagur sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sektaði flesta bíla á einum degi og er í raun hægt að kalla hann sektardaginn mikla, hingað til. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er helsta skýring þess tónleikahald í Laugardalshöll en þá hélt rappsveitin XXXRottweilerhundar tónleika.
Alls voru 2621 stöðubrotsgjöld á fyrstu níu mánuðum ársins að sögn lögreglu. „Flest brotin eru skráð í mars og eru laugardagar og sunnudagar áberandi toppar af vikudögunum,“ sagði Árni Friðleifsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn umferðardeildar hjá lögreglunni, í svar til Mannlífs.
Þá komu flestar sektar í póstnúmeri 101, alls 844 talsins, en aðeins ein í póstnúmeri 225.
 
			 
			 
			 
			 
			 
                    

 
     
     
     
     
     
     
     
     
     
     
     
     
     
     
     
     
     
     
     
    
Komment