
Grínistinn þekkti Tracy Morgan lenti heldur betur í óheppilegu atviki í gær þegar hann var að horfa á leik hjá New York Knicks. Allt í einu byrjaði leikarinn þekkti að æla og náðust myndbönd og myndir af því. Atvikið seinkaði leiknum um stutta stund þar sem Morgan sat alveg upp við völlinn og fór æla inn á hann.
„Við vonum að Tracy jafni sig fljótt og hlökkum til að sjá hann aftur við völlinn,“ sagði talsmaður Madison Square Garden, þar sem leikurinn fór fram, í svari við fyrirspurn fjölmiðla.
Ekki var ljóst hvað amaði að hinum 56 ára gamla grínista, sem var í leikhópi Saturday Night Live á tíunda áratugnum áður en hann sló í gegn í aðalhlutverki í NBC-þáttunum 30 Rock. Fulltrúar hans, sem og fulltrúar NBA-deildarinnar, svöruðu ekki beiðnum um frekari upplýsingar í gærkvöldi
Samkvæmt frétt Associated Press olli atvikið töf í seinni hálfleik meðan starfsmenn þrifu svæðið í kringum sæti Morgan. Knicks vann leikinn 116-95.
Morgan hefur átt við heilsufarsvandamál að stríða í gegnum árin, þar á meðal eftir hörmulegt bílslys árið 2014. Morgan hlaut lífshættuleg meiðsli í slysinu, sem varð einum að bana. Slysið varð til þess 30 Rock-grínistinn fór í dá, og síðar sagði hann að hann hefði hlotið alvarlegan heilaskaða.
Morgan gekkst einnig undir nýrnaígræðslu árið 2010.
Komment